Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 3
Mánudagur 11. september 1961 Vf SIR Norræna listsýningin Þegar myndlistarsýningin „Norræn list 1951—1961“ hafði verið formlega opnuð af menntamálaráðherra, dreifðu boðsgestir í hundr- aðatali sér um sali Lista- safnsins. Ingimundur Ijós- myndari Vísis, var þar auð- vitað innsti koppur í búri, þaut gegnum mannhafið eins og Siglfirðingur í síldar- torfur og háfaði allskonar listafólk og annað fólk í myndavélina, áður en nokk- ur maður gat áttað sig. Því miður getur Myndsjáin sýnt í dag fátt af veiði Ingimund- ar, aðeins nokkur sýnishom. Vart gerist þörf á að kynna persónurnar, en til vara lát- um við nöfn þeirra fylgja. Þarna er Brynjólfur Jóhann- esson leikari að segja eitt- hvað mátulega hátíðlegt við Þorv^ald Garðar Kristjáns- son og frú hans, en hvort hann er að útlista fyrir þeim abstrakt list, skal ósagt lát- ið. Þá sjáum við þarna önn- ur hjónakorn, Steinunni Briem píanóleikara og Krist- mann Guðmundsson rithöf- undur, og þau virðast ekki í vandræðum með viðræðu- efni. Lokst tókst Ingimundi með lagni að ná mynd af þeim þátttakanda sýnipgar- innar, sem mesta athygli vakti mcð myndum sínum — Sverrir Haraldsson mál- ari og önnur þeirra tveggja mynda, sem seldust strax við opnun. V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.