Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 16
VÍSIR Mánudagur 11. september Yerða raf virkjar reknir? Ársþing Brezka verkalýðs- samandsins kemur saman í dag í Portsmouth. Er margra ætlan, að fyrsti fundurinn verði einn binn sögulegasti frá stofnuri sam- bandsins, þar sem þegar í dag muni verða tekin ákvörðun um hvort Félag rafiðnaðarmanna skuli rækt gert úr sambandinu. Það er framkvæmdastjórn sam bandsins, sem ber fram tillögu í þessu efni, en um hana tók hún ákvörðun eftir að formað- ur félagsins hafði neitað að láta nýjar kosningar fara fram í félaginu, þótt úrskurðað hefði verið í rétti, að seinustu kosn- ingaúrslit í félaginu hcfði verið fölsuð. Einnig hafði formaður- inn neitað að taka til greina kröfuna um að víkja úr for- mannssætinu. íslandsmeistarar K.R. 1961, talið frá vinstri, efri röð: Sigurður Halldórsson, form. knattspyrnud. K.R., Óli B. Jónsson, þjálfari, Óskar Sigurðsson, Heimir Guðjónsson, Gísli Þorkelsson, Garðar Árnason. Ellert Scliram, Hörður Felixson. — Neðri röð frá vinstri: Gunnar Felixson, Örn Steinsen, Reynir Schmidt, Hreiðar Ársælsson, Helgi Jónsson, fyrirliði, Gunnar Guð- mannsson, Þórólfur Beclc, Bjarni Felixson, Leifur Gíslason. KR íslandsmeistarar 1961. í gærdag fór fram á íþrótta- Ieikvanginum í Laugardal úr slitaleikur íslandsmótsins í fyrstu deild, milil K.R. og Akranes. K.R. sigraði leikinn með yfirburðum 4—0 og urðu þar með íslandsmeistarar 1961. Keppt var um íslandsbik- Þingfulltrúar á tröppunum fyrir utan Akureyrarkirkju. Þingi S.U.S. lauk í gærkvöldi: ísland sæki um upptöku í markaðsbandalagið Þór Vilhjálmsson endurkosinn formaður. Sextánda þing Sam- bands ungra SjálfstæSis- manna lauk hér í bænum í gær. Um 130 fulltrúar víðsvegar að af landi sóttu iþingið að þessu sinni. — Þór Vilhjálmsson lögfræð- ingur, var endurkjörinn formaður SUS. — Þingið gerði m.a. samþykkt þess efnis að Islandi beri að sækja um upptöku í Efna- hagsbandalag Evrópu, skuli síðar metið hvort æskilegt sé að óska fullrar aðildar eða takmarkaðrar að bandalagi þessu. Auk margra annara ályktanna, lagði þingið til að róttækar breytingar yrðu gerðar á Framh, á bls. 10. arinn í 50. og síðasta skipti en fyrst var keppt um hann 1912. Þá vann K.R. einnig. Leikurinn var hinn skemmti- legasti en ekki að sama skapi eins spennandi. Til þess voru yfirburðir K.R. of miklir. Þeir léku skínandi knatt- spyrnu, sérstaklega í fyrri hálfleik svo Akranes, þrátt fyrir harða og drengilega baráttu, gat aldrei ógnað sigri þeirra. K.R. skoraði tvívegis í hvorum hálfleik. Þórólfur Beck 3 mörk og Ellert Schram eitt. Veður var hið bczta, og Hættir sem ræðismaður. LÖGBIRTINGABLAÐIÐ skýrði nýlega frá því, að Krist- ján Einarsson forstjóri hefði lagt niður störf, sem ræðismað- ur Kúbu á íslandi. Kristján hefur haft þetta embætti síðan árið 1953. fjölmenni mikið horfði á leikinn. Mun metaðsókn hafa verið á leik milli tveggja innlendra liða, 8—9 þúsund manns. Eftir leikinn afhenti Björgvin Schram sigurlaunin og bað viðstadda að hrópa ferfallt húrra fyrir íslenzkri knattspyrnu. Nánar um leikinn á íþróttá síðunni. Bjarnadóttir. hélt aðra skemmtun sína s.l. ■ laugardagskvöld í Austur- j bæjarbíói. Húsið var þétt- ) skipað og fögnuðu áheyr- [ endur eftirhermum og söng J Hallbjargar. — Framkoma ) hennar á sviði einkennist af j öryggi þess sem víða hefir J .,komið, séð og sigrað“. — ) Næsta skemmtun Hallbjarg- • ar verður á miðvikudags- » kvöld. 1 Ól barnið í sjiíkrabíinum. Síðdegis á laugardaginn, er brunaverðir voru önnum kafn- ir vegna brunans í Háskólabíói, var beðið um sjúkrabíl vegna sængurkonu, sem býr í úthverfi bæjarins. Ekki var hægt að senda sjúkrabílinn um hæl vegna brunans. Dróst nokkra stund að fá menn leysta frá störfum við bíóið, svo senda mætti þá í sjúkraflutninginn. Á leiðinni í fæðingardeildina ól konan barnið í sjúkrabílnum, Ekki er þetta neitt einsdæmi, sögðu þeir á slökkvistöðinni, og það eru ekki svo sem hálf- ur mánuður síðan kona fæddi í einum sjúkrabílanna hér á Snorrabrautinni. Austan og NA gola, úrkomu laust, Iéttskýj að með köfl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.