Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 9
Mánudagur 11. september 1961 VÍSIR 9 Draumuráno, sei? rættist — eftir sextíu ár. Um aldamótin síðustu var hér í bænirni sjómaður á bezta aldri, — þá þrjátíu árp — kátur, hress og fjörugur, lifði sínu sjómannalífi, eins og þá gerðist og gerist enn, en undir yfirborðinu leynd- ust háar hugsjónir og hug- myndir, sem hann hafði ekki enn komið í framkvæmd, en vonaðist til að geta einhvern tíma ýtt af stað. Þrjátíu árum síðar, eða um 1930, þegar flestir lands- menn fóru til Þingvalla til að halda upp á 1000 ára af- mæli Alþingis, bjuggu þar í tjöldum og óðu forarleðj- una upp í hné, hafði hann ekki ennþá komið hugsjón- um sínum í framkvæmd. Hann var þá orðinn sextug- ur maður, farinn að eldast og mátti e.t.v. búast við því, að nú færi að halla undan fæti hvað lífsfjörið snerti. Hann var kominn yfir blóma lífsskeiðsins, einn af eldri Reykvíkingunum, ráðsettur og þekktur maður. Nú fannst honum að ekki mætti seinna vera að koma áætl- unum sínum í framkvæmd, eða a. m. k. reyna. Hann var þá húsvörður í eina barna- skóla hæjarins, sem nú er kallaður Miðbæjarbarna- skólinn. Núna, rúmum þrjátíu ár- um síðar, er hann orðinn 91 árs gamall- Nú eru hug- myndir æskumannsins orðn- ar að veruleika svo um mun- ar, lífsfjörið og áhuginn aldrei meiri og framkvæmd- ir eftir því. Blikið í augun- um var aldrei skærara og áformin aldrei fastmótaðri. Nú finnst honum hann rétt vera að byrja lífið. Ég fór fyrir nokkrum dög- um með Sigmundi Sveins- syni austur að Sólheimum í Grímsnesi, þar sem hann og dóttir hans stofnaði barnaheimili í eyðilegum dal fyrir 30 árum síðan, og sem dóttir hans, Sesselja Hreindís hefur rekið með miklum dugnaði og fram- sýni alla tíð. Aðaltilefni þessarar ferðar var það, að í sumar höfðu dvalizt þar 15 erlendir sjálfboðaliðar við ýmis nauðsynjastörf. Þeir höfðu byggt hús, byrjað á öðru, byggt gróðurhús, gróð- ursett, ræktað, reitt arfa, hjálpað til við uppskeru og heyskap o.m.fl. Þessir góðu gestir voru nú á förum, og í tilefni af því fór ég þang- að með Sigmundi til að for- vitnast um framkvæmdir og annað. Sólheimar eru úr alfara- leið, og er það einn af kost- nokkurs konar Shangri-La á íslandi. Þegar Sigmundur kom þarna fyrir þrjátíu árum síðan, var þarna aðeins forn- fálegur bóndabær að falli kominn. Vegur var enginn þar nærri, jarðhitinn ekki nýttur og allt hið eyðileg- asta. En þarna sá Sigmund- ur staðinn, sem hann var að leita að. Hann hófst þegar handa og tók að reisa þar hús yfir framtíðardrauminn. Sigmundur var þá aðeins sextugur, eins og áður er frá sagt, og hann taldi það ekki eftir sér að flytja, ásamt börnum sínum, allt bygging- arefni á hestum um fimm kílómetra leið yfir hæðir og Sesselía Hreindís og faðir hennar Sigmundur Sveinsson. börn, skólahús, þar sem m.a. er stór samkomusalur með leiksviði, föndurskóli o.fl. Þá eru þarna einnig tvö stór gróðurhús og tvö íbúðarhús í byggingu. um staðarins, — en þeir eru fleiri í þessum litla og af- skekkta dal. Þar er jarðhiti nægur og gróðursæld mikil, skjól fyrir öllum vindum, hreint og tært loft óbland- að ryki þjóðveganna og himneskur friður. Þetta er heimur út af fyrir sig, — hálsa, ár og keldur, því að um önnur farartæki til flutninga var ekki þar að ræða. Þegar ég kom þarna aust- ur, þrjátíu árum síðar, voru þar 50—60 manns í heimili, stór íbúðarbygging, sérstakt reisulegt hús fyrir um 30 stofumaður frá London, hafði orð fyrir hópnum. „Við höfum haft það al- veg skínandi gott hér í sum- ar, og flest okkar kvíða fyr- ir því að fara heim. Ég reikna með því að einhver okkar komi aftur hingað til lands næsta sumar.“ — Hafið þið ferðazt eitt- hvað um landið til að skoða ykkur um? „Það er mjög lítið. Við komum hingað til Sólheima til að vinna í sumar, og það höfum við gert eftir megni.“ — Hvað hafið þið aðal- lega haft fyrir stafni? „Við höfum gert hér ýmsa nauðsynlega hluti. Karl- Nokkrir erlendu sjálf- boðaliðanna, sem unnu að Sólheimum, í sumar. Lengst til vinstri er fararstjórinn, Esma Burroughs, en sitjandi á hækjum sínum er íslenzki byggingarmeistarinn, Svein- björn Helgason. Erlendu gestirnir dvöldust í sumar í tveim litlum hús- um, og þegar ég kom þang- aðað, var mér vísað inn í annað húsið og þar sátu „gestirnir“ saman, spiluðu á gítar og sungu. Fyrirliði þeirra, Esma Burrough, enskur skrif- mennirnir hafa verið við smíðar, og m.a. reist heilt íbúðarhús, byggt gróðurhús, lagt undirstöður að öðru husi o.m.fl.,en kvenfólkið hefur verið heldur óheppn- ara, því það hefur flest þurft að véra í garðræktinni.“ — Líkaði þeim það illa? „Sennilega hefðu þær heldur viljað halda sig nær okkur karlmönnunum.“ — Hvernig stóð á því að þið komuð hingað? Þið til- heyrið einhverjum erlend- um félagsskap, er það ekki? „Jú. Þetta eru alþjóðasam- tök, sem starfa víða um heim. Þau heita Internation- al Voluntary Service (IVS) (eða Alþjóðasamtök sjálf- boðaliða, lauslega þýtt). Þess Framh á bls. 10 Sólheimar í Grímsnesi. Fyrir miðju skólabyggingin og dvalarstaður barnanna. Fremst búningsklefar við sundlaug sem sést ekki á myndinni. íbúðarhúsið er ( ekki á myndinni. [

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.