Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 10
1P VISIR Mánudagur 11. september 1961 * .Undraglerin' Viðtal dagsins — Framh. af 4. síðu. — E.t.v. hef ég haft mest gaman af því að leika í „Sumri í Týrol“ enda þótt það hafi líka verið langerf- iðasta hlutverkið, hafði aldr- ei sungið hlutverk áður og röddin var mjög erfið fyrir mig. Eiginlega tók ég þarna að mér hlutverk, sem var ætlað öðrum. En ég fékk ágætustu dóma. Það hefur svo ýmislegt broslegt komið fyrir, eins og þegar ég hopp- aði upp á borð á sviðinu, sökk með rassinn niður úr borðplötunni og sat þar fast- ur. Alveg ætlaði fólkið að rifna af hlátri. Líka hafði ég gaman af hlutverkunum i „Kysstu mig, Kata“ og „Kirsuberjagarðinum". En\ það er sýo margs að minn- ast, hlutverkin eru þegar orðin 47. — Hverjir eru eftirlætis- leikarar þínir? — Mér finnst William Holden einna beztur alhliða leikari, en ef ég á að nefna gamanleikara eingöngu, þá verða það helzt Fernandel og Danny Kaye. — Finnst þér mest gam- an að gamanhlutverkum? — Ég veit ekki, hvað segja skal. Ég held bara ekki. A.m.k. finnst mér nóg komið af svo góðu í bili. Maður hlýtur að staðna í þessu sama til lengdar. Ég varð ósköp feginn að fá al- varlega hlutverkið í „Horfðu reiður um öxl“, vildi gjarna fá fleiri af svipuðu tagi. En það var svo margt í hlut- verkinu í „Sumri í Týrol“, slegið á marga strengi. — Þú, sem ert eitt af fá- um átrúnaðargoðum barn- anna, hvernig þykir þér að leika fyrir börn? — Það er ánægjulegt, en ekki eins auðvelt og marg- ur hyggur. Það er enginn leikur að „plata“ þau, og vonlaust að bera tóma vit- leysu á borð fyrir þau. Það verður að vera meining á bak við það, sem maður seg- ir við börn, því að þau eru nokkuð strangir gagnrýn- endur. Þau eru góðir áhorf- endur, svo miklu meira op- in en eldri áhorfendur. En það er hins vegar mjög erf- itt.að leika með börnum, þau lokast, þegar þau koma upp á sviðið og er mjög erfitt að fá þau til að vera eðli- leg. Það er dásamlegt, hvað þau lifa sig inn i leikinn ut- an úr sal. Þau gleyma sér gersamlega og það kemur fyrir, að þau geta ekki stillt sig um að blanda sér í leik- inn. T.d eru mér í minni viðbrögðin, þegar ég lék Litla Kláus og átti að kasta mér i lækinn. Nokkrum börnum úti í sal þótti meir en nóg um þá meðferð og ætluðu að ryðjast upp á sviðið til að bjarga mér! 50 vestur-þýzkir hermenn komu til Bretlands í s.l. viku og 350 fleiri væntanlegir, allir til skriðdrekaþjálfunar í Wales. Bandaríska flugkonan Jac- qucline Cochran gerði ný- lega kröfu til hraðamets í flugi fyrir konur. Kveðst hún hafa náð nærri 1500 km. hraða. Þlng S.U.S. — Frh. af 16. s. vinnulöggjöfinni. Tveir af ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins, þeir Bjarni Bene- diktsson dómsmálaráð- herra og Gunnar Thorodd- sen fjármálaráðherra komu á þingið og ávarpaði Bjarni þingheim. SUS-þingi var slitið að Grund í Eyjafirði um kl. 6 í gærkvöldi með ávarpi for- manns Sambands ungra Sjálf- stæðismanna. Var komið við að Grund í kynnisför um Eyja- fjörð, og þar flutti Jónas G. Rafnar, alþingismaður, ávarp til þingfulltrúa. Á laugardags- kvöld var kvöldvaka haldin á Hótel KEA. Þingið hófst á föstudags- kvöld með setningarræðu for- mannsins Þórs Vilhjálmssonar. Flutti hann skýrslu stjórnar SUS, um störfin á sl. 2 árum, sem liðin eru frá síðasta sam- bandsþingi. Voru þau mikil og fjölþætt. Nefndir störfuðu á laugardag og sunnudag, og fóru jafnframt fram umræður um álit þeirra. Gerði þingið allmargar ályktanir, sem birt- ar verða hér í blaðinu síðar. Fjölluðu þær m.a. um breyt- ingar á vinnulöggjöfinni, efna- Frh. af 9. s. samtök voru stofnuð upp úr fyrri heimsstyrjöldinni, eða 1920 og var aðalmarkmið þeirra að hjálpa þeim, sem hjálpar eru þurfi, og þá helzt þeim, sem voru óvinir okkar á styrjaldarárunum. Hugsjónin er fyrst og fremst sú að hjálpa, og jafnframt að sýna fram á, að styrjald- ir séu „ónauðsynlegar" og að hægt sé að leiða deilyeíni til lykta með friðsemd og hjálpfýsi. Síðan hefur þessi hreýfing breiðst út, og nú er svo komið að við förum hvert sem er í heiminum, þar sem hjálpar er óskað við íramkvæmdir, — þar sem við álítum, að við vinnum menningu og atvinnulifi gagn með okkar tveim hönd- um ...“ » — Þetta er kauplaust sjálfboðaliðastarf. er það ekki? „Jú, við vinnum alveg kauplaust, nema að við fá- um mat og gistingu á hverj- um stað. Ferðir kostum við sjálfir fram og til baka.“ — Hvaðan er þetta fólk, sem hér hefur verið í sum- ar? „Það er af ýmsum þjóð- ernum og af ýmsum stétt- um. Hér hafa verið Englend- Ingar. Þjóðverjar Svisslend- ingar, Kanadamaður og Norðmaður. Ég sjálfur er skrifstofumaður, svo eru hér kennarar, stúdentar, lög- hagsmál og markaðsmál, utan- ríkis- og öryggismál. Þingið sendi Ólafi Thors for sætisráðherra kveðju sína með þessum orðum: Samþykkt var almenn stjórn málaályktun, þar sem því var m. a. lýst yfir að þingað telji þá stefnu horfa til mestra þjóðar- heilla sem reist er á séreigna- skipulaginu og- frelsi einstak- linga til orða og athafna. Þór Vilhjálmsson. Þá segiy í stjórnmálaáykt- uninni að ungir Sjáfstæðismenn fagni því frumkvæði sem nú- verandi ríkisstjórn hefur átt að því að koma ísenzku efna- hagslífi á traustan grundvöll, enda sé aldrei hvikað frá því meginstefnumiði að atvinnu- vegirnir geti gengið styrkja- fræðingur, ai'kitekt, vél- stjóri, hjúkrunarkona, út- varpsvirki o.fl.“ 1 —Hér vinnur þessi flokk- ur að sjálfsögðu undir ein- hverri stjórn fólksins á staðnum, er það ekki? „Jú. Sveinbjörn Helgason byggingarmeistari hefur seð um flestar byggingar á staðn um undanfarið, og hefur haft yfirstjórn á allri slíkri vinnu. Sveinbjörn er ungur maður og mjög duglegur. Samvinna við hann hefur verið með ágætum, og við færum honum öll beztu þakkir. Að sjálfsögðu er það svo Sesselja, sem ræður hvað gera skuli. — og ser okkur fyrir viðurværi. Þú kemst vonandi að því á eft- ir, þegar þú þiggur hjá henni góðgerðir, hvort við þurfum yfir nokkru að kvarta . ..“ Það var orð að sönnu. Innan skamms var ég sezt- ur að borði hlöðnu kræs- ingum, enda var matnum ger? góð og tæmandi skil. Ég dró það eins lengi og hægt var að fara þaðan aft- ur úr góðum félagsskap og viðurgerningi, enda sýndist mér að svo væri um fleiri. Víst er að gestirnir fara það- an með þeim fasta ásetningi að koma einhvern tíma aft- ur, og víst er að aftur verð- ur tekið vel á móti þeim að Sólheimum. G. K. laust og sé ekki íþyngt með meiri sköttum og hærri kaup- greiðslum en þeim er bæri á hverjum tíma. Á lokafundi þingsins var j kjörin stjórn SUS til næstu j tveggja ára og lagði Matthías j A. Mathiesen, alþm., fram til- 1 lögu uppstillinganefndar. Voru þær samþykktar óbreyttar og ( eiga sæti auk Þórs Vilhjálms- I sonar formanns: Árni Grétar ! Finnsson, Hafnarfirði; Jóhann Ragnarsson. Reykjavík; Sigfús Johnsen, Vestmannaeyjum; Jónatan Einarsson, Bolunga- vík; Ma’gnús Þórðarson, Rvík; Birgir ísleifur Gunnarsson, Rvík. í varastjórn eiga sæti: Þórir Einarsson, Rvík; Ólafur Hallgrímsson, Droplaugarstöð- um, N-Múl., Ólafur Egilsson, Rvik; Svavar Magnússon, Ól- afsfirði og Hörður Einarsson, Reykjavik. — Fréttaritari. Sýja jiyrlan hrapaili. S.l. miðvikudag var farið í reynsluflug frá Farnborough Englandi í Westland Belvedere þyrlu, sem er nýjasta brezk gerð af þyrlum, búin tveimur þyrlum. Var þetta jafnframt æfinga- flug undir flugsýninguna í Farnborough í næstu viku. Þegar þyrlan var í um 9 m hæð hrapaði hún til jarðar og meiddust tveir menn af 25 svo að fara varð með þá í sjúkra- hús, en hinir sluppu með „taugatitring" — Verið var að æfa árás á flugturn, er þetta gerðist, og átti að vera mikið atriði á sýningunni, sem fram- undan er. Flugvélin laskaðist. BílverB hækkar. Það er ekki laust við að það sé að færast meira líf í bilasöl- una þessa dagana, sagði cinn bílasalinn við fréttamann Vísis í morgun. — Það er eins og menn hafi meiri peninga undir höndum, sérstaklega núna eftir að menn fóru að koma af síld. Útborganir eru yfirleitt meiri á betri bílunum, eins og t. d. Volkswagen, sem er greini- lega eftirsóttastur. Síðan eru hinar ýmsu gerðir af enska Fordinum, Taunus, Consul Zephyr og Zodiac. Þar næst koma nýrri gerðirnar af amer- ískum 6 manna bílum, enda mun lítið sem ekkert hafa ver- ið flutt inn af þeim í ein tvö ár. Taunus-bíllinn, af árgerð ’55 selst núna á 80—85 þúsund krónur, miðað við það að helm- inur sé greiddur út í hönd. Bíl- ar án útborgunar, — eins og algengt hefir verið að fá und- anfarin ár ■— fást nú yfirleitt ekki, nema þeir sé eldri en ’50. Sennilegt er að hátt á annað þúsund bílar séu til sölu á hinum ýmsu bílasölum. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.