Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 7
Mánudagur 11. september 1961 VISIB 7 Frá kornakrinum. Einn stærsti kdrn- akur Evrúpu. Athyglisverf framtak nokkurra bjartsýnna Bslendinga. ÞAÐ mun mörgum koma spánskt fyrir sjónir að stærsti samfelldi kornakur á Norður- löndum og jafnvel í allri Evrópu, ef Rússland er undan- skilið, , skuli vera austur í Rangárvallasýslu. Þetta er þeim mun undar- legra sem fæstir vita að korn- rækt er stunduð hér á landi öðru vísi en þá í tilraunaskyni og flestir sem eru þeirrar skoð unar að korn fái ekki þrifist á íslandi. En svona er þetta nú samt að því er forystumenn hluta- félagsins Hafrafell tjáðu Visi fyrir helgina. Hafrafell er ný- stofnað hlutafélag, sem hefur það að merkmiði að rækta korn og hefur fengið í því skyni land á mörkum þriggja jarða á Rangárvöllum, Geldingalækj- ar, Helluvaðs og Ketilhúshaga. Þetta er að mestu eða öllu eyði- sandur, sem ekki var til neinna nytja og á sl. vori var sáð þar byggi og höfrum í 110.—115 hektara lands, ‘ en það telja hluthafarnir vera einn stærstó samfelda akurinn í Evrópu að Rússlandi einu undanskildu. Það voru átta menn sem stofnuðu hlutafélagið og er Arni Gestsson stórkaupmaður, formaður þess og annar fram- kvæmdastjórinn, en hinn fram kvæmdastjórinn er Ásgeir Bjarnason. Aúk þeirra eiga Framh á bls 5. Tjarnarbíó sýnir nú Skemmtikraft- urinn (The Tntertainer). Myndin fjall- ar um Archie Rice, sam- vizkulausan og ómerkilegan dansai'a og söngvara, sem séð hefir sitt fegursta. Hann syngur ættjarð- arsöngva, klámvísur og segir vafasama brandara, sem fæstir eru fyndnir. Hann dansar tap- dans, hendir svívirðigum í all- ar áttir og stingur stafnum sín- um upp í trómbonið og hristir hann þar. Eftir sýningu sína er hann kynnir á fegurðarsam- keppni og fær mikinn áhuga fyrir stúlkunni. sem fær önnur verðlaun. Þegar hann svo kemst að því, að fjölskylda liennar á peninga blossar áhug- inn enn meira upp og hann giftist henni. Hann þarf á pen- ingum að halda til að koma nýjum leikflokki af stað, en enginn treystir honum lengur. Hann lætur sig það engu skipta þó að hann sé tvisvar sinnum eldri en hún og að hann hefir verið giftur Phoebe (Brenda de Banzie) í tuttugu ár. Þannig er hans sóðalega lífi lýst, þangað til loks að hann er að lenda í Kalli frændi steininum. Þá segir hann: „Eg er viss um að eg hitti einhvern sem eg þekki“, sem enginn ef- ast um. Sé einhver sá maður til, sem ekki gerir sér grein fyrir hvað afburðaleikur er, getur hann farið í Tjarnarbíó og séð eitthvert bezta dæmi, sem völ er á. Leikur Sir Laurence Oli- ver er betri en svo, að eg treysti mér til að gera honum nokkur fullnægjandi skil. Leikritið var skrifað af J ohn Osborne, er samdi Horfðu reiður um öxl. Hann semur einnig kvikmynda- handritið. Tilraunir hans til á- deilu á velferðarríkið eru ekki sérlega áhrifamiklar, en þó að efni iyndarinnar sé ekki sér- lega léttilegt er hún töfrandi skemmtileg. Ó. S. 'Fréttaaukinn í laugardags- kvöldið var frá opnun nor -ænu listsýn- ngarinnar. Norðmaður- inn sem tal- aði fyrir hönd frændþjóða okkar, var himin- hrifinn af íslenzkri náttúru, sá þar slíkar andstæður, að þær minntu hann á hvort tveggja: víti og himnaríki Ólafs Ástu- sonar úr hinu dulfagra norska Draumkvæði. Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra flutti vel samda ræðu. Hann kvaðst hafa komizt að raun um, að hið nána samband fulltrúa Norðurlanda á alþjóðlegum þingum vekti undrun manna frá öðrum þjóðum, einkum þeirra, sem vissu, að Norður- landabúar væru keppinautar um markaði og hefðu ekki sömu afstöðu í utanríkismál- um. Kvað Gylfi það vera hinn forna menningararf, sem sam einaði Norðurlandabúa, en þar koma fyrst og fremst til greina íslenzkar fornbókmenntir. — Menntamálaráðherra vék síð- an. að gildi lista til menning- ar- og manngildisauka og lét í ljós þá von sína, að þessi sýn- ing mætti verða til að efla blómgun norrænnar menning- ar. Er vonandi, að sú verði raunin, þótt mjög beri þar á viðfangsefnum, litum og form um, sem ekki virðast frekar í tengslum við náttúru, þjóðlíf og menningarerfðir Norður- landa en til dæmis Frakklands, Bandaríkjanna, Spánar eða Mexíkó. Brynjólfur Jóhannesson leik ari las söguna Blautu engjarn- ar í Brokey, eftir Jón Dan, og hygg ég, að lestur hans hafi verið órækt vitni þess, hvað unnið er við túlkun góðs leik- ara á stíl og persónulýsingum höfundar, sem ekki ar allur þar, sem hann er í skyndi séð- ur. Laugardagsleikritið var Harmoníkan, eftir Óskar heit- inn Kjartansson. Óskar dó kornungur, en lét eftir sig nokkur leikrit, sem bera glöggt vitni æsku hans og takmark- aðrar kunnáttu, en hins vegar sýna Ijóslega, að af honurni hafi mátt einhvers vænta á vett- vangi leikritagerðar. Harmoník an ér gallagripur, en vitnar þó um fjör og gamansemi hins unga höfundar, og í leikstjórn Helga Skúlasonar og náttúr- legri túlkun leikendanna mun leikurinn hafa vakið mörgum hollan hlátur. Og Harmoníkan sómir sér stórum betur í flokki' leikrita, en mikill þorri dans- lagatextanna islenzku í félags- skap íslenzkra Ijóða. Margur mun liafa skemmt Sér vel við þátt Guðmundar Jónssonar söngvara Úr einu í annað, en sá þáttur var dag- skráratriði kl. 8 í gærkvöldi. Rödd og tækni hinna frægu erlendu einsöngvara var hafin yfir sönglistar- þekkingu mína og mikils þorra hlustenda, en svo kum þingmannaþátturinn, þ.e. lög — ýmist eftir fyrrverandi eða núverandi þingmenn og ráð- herra — eða tengd þeirra list- iðkun á annan hátt. Mun marg ur hafa haft gaman af hinni nýstárlegu kynningu á annars flestum ókunnum kostum þess ara þjóðskörunga — utan vett- vangs þjóðmálalegra umsvifa og ábyrgðar. Loks ber að geta þáttarins um Brasilíu. Hann hafði Bene- dikt Gröndal tekið saman, en þulir voru ásamt honum And- rés Björnsson og Guðni Guð- mundsson. Slíkir þættir mættu verða fleiri, og þá undirbúnir með það miklum fyrirvara, að unnt væri að gera þá enn fjöl- breyttari en þennan, meðal annars með tónlist frá því landi sem kynnt er Undarlegt virtist mér það, að hvorki var nefnt Ævintýrið frá íslandi til Brasilíu, eftir Þorstein Þ. Þor- steinsson — né Brasilíufarar Jóhanns Magnúsar Bjarnason- ar, og væru þær bækur raunar efrti í sérstakan útvarpsþátt. Árni Vaag talaði um skógar- þresti, og var þáttur hans fróð- legur, vel saminn og vel flutt- ur. Guðm. Gíslason Hagalín. I Veðrið í ágiíst. Meðalhitinn var 10.4 stig, eða aðeins fyrir neðan meðal- lag, sem í þessum mánuði er 10.6 stig. Úrkoma reyndist 51 mm, en er í meðalárferði 71 mm. Mest rigndi 12 mm 16.—17. ágúst og 22.—23. ágúst. Sólskin var í 143 klst., en í meðalárferði í þessum mánuði 154 klst. Copyrighl P. I. B. Box 6 Copeobogei

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.