Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 5
MSnudagur 11. september 1961 VlSIR 5 KR fslandsmeistarar — Framh. af 2. síðu. skiptið. K.R.-ingar fá tvær homspyrnur í ráð á Skaga- menn, en Örn sendir knöttinn of nærri markinu og Hegi gríp- ur örugglega inn í. Þá á Sveinn Teitsson fast skot á mark upp úr frísparki, en Heimir ver vel. Um þetta leyti er stórsókn K.R.- inga komin í algleyming og markið liggur í loftinu. Þórólf- ur á fallegt gegnumbrot, en Helgi eygir hættuna og hleypur fram ó móti og ver skot Þórólfs án þess að hafa þó hendur á knettinum, sem hrekkur í síðu Akurnesinga og þaðan í áttina að marki þeirra. Þar var bak- vörður á réttum stað og kemur í veg fyrir að knötturinn rúlli inn í mannlaust markið. Nú var tekið að rigna svo- lítið og sumir töluðu um sann- kallað Lundúnaveður. Ingvari leiddist aðgerðarleysið frammi og var kominn í vörnina og hreinsaði duglega frá. Enn sækja K.R.-ingar. Þórólfur fær lanan bolta upp vinstri kant, leikur á varnarmann og sendir stöðu út við endamörk og sendir knöttinn þvert fyrir markið. Gunnar Feixsori ætlar að vera fljótir til og skalla, en nær ekki, lendir í þess stað inni í mark- neti. Knötturinn berst óáreitt- I ur út á kant til Arnar, sem send- ir hann á ný inn á miðjuna, þar sem Þórólfur var þá kom- inn, meðtók knöttinn á brjóst- kassann, lagði fyrir fætur sér af sinni alkunnu snilli og sendi síðan viðstöðulaust í markið af stuttu færi. Þá voru iðnar 24 mínútur af leik og K.R.-ingum stórlétti. — Upphlaup Akur- nsingar eru hvergi nærri eins hættuleg, en á 35. mín. á Þórður Jónsson langskot framhjá. Á 38. mínútu fá K.R.-ingar auka- spyrnu nærri miðju vallarins. Upp úr henni á Gunnar Felix- son skot sem naumlega er varið og berst knötturinn til Ellerts inni í vítateignum en þar var nokkur þvaga. Ellert var snar i aðgerðum og sendi knöttinn í netið af stuttu færi. Fleiri mörk voru ekki skoruð í hálfleiknum, þó oft skylli hurð nærri hælum við mark Akurnesinga. Síðari hálfleikurinn var ekki eins hratt leikinn og sá fyrri og yfirburðir K.R.-inga ekki jafn miklir, þó ótvíræðir væru. Skagamenn ná nú góðum sókn- arlotum fyrstu 10 mínúturnar, en það vantar allan þunga og ákveðni í aðgerðirnar, svo strit- ið ber ekki árangur. Þórður Jónsson komst tvisvar fallega í gegn á vinstri væng, en skaut í bæði skiptin framhjá. Á 12. mínútu leikur Þórólfur á Gunn- ar Gunnarsson miðframvörð Akurnesinga. Helgi kemur hlaupandi á’ móti og Þórólfur >endir knöttinn örugglega 'ramhjá í markið og innsiglaði par með 3—0. Hægri bakvörð- urinn var nærri að bjarga, en varð sekúndunni of seinn á vett- vang. Gunnar Guðmundsson og Garðar eiga fallegan sam- leik, sem endar með því, að Garðar fylgir eftir alla leið inn í vítateiginn og skýtur hörku- skoti á markið, sem Helgi ver af snilld. Á 27. mín. leikur Þórður Jónsson inn að marki og Heimir kemur á móti, steyp- ir sér fyrir fætur Þórði og hef- ur knöttinn. 'Strax á eftir á Ellert gott skot, sem Helgi sendir í horn og á 32. mínútu dynur hörkuskot Gunnars Fel- ixsonar í þverslá á Akranes- marksins. Minútu siðar er Ell- ert á ferðinni og le'ikur óhindr- að inn að vítateig, sendir knött- inn í eyðu, sem Þórólfur hleyp- ur í, nær knettinum og skorar af stuttu færi fjórða og síðasta mark leiksins, framhjá úthlaup- andi Helga markverði. Stuttu seinna er Skúla Hákonarsyni innherja Akranesliðsins vikið af leikvangi eftir einhverns- konar viðureign við Bjarna Felixson, og í síðustu fjörkipp- um leiksins reynir Þórður Jóns- son langskot, sem hafnar í ör- uggum greipum Heimis mark- varðar. I Heildaráhrif leiksins finnst mér vera þessi: K.R. hefir alflrei áður í úrslitaleik milli þessara að- ilja sýnt aðra eins yfirburði á öllum sviðum og í gær. Það hefði ekkert verið hægt að segja þó sigur þeirra hefði orðið enn meiri. Aldrei í sumar hefj ég séð K.R.-Iiðið jafnsterka liðsheild og í þessum leik. Samvinnan og samleikurinn var upp á það allra bezta sem liðið hefir sýnt. Hér að framan hefir ekkert verið minnst á vörn- ina. Hún á sannarlega skil- ið sitt hrós ásamt markverð- inum Gunnari Guðmannsson átti og prýðisgóðan leik á kantinum og gaf aldrei skakkt frá sér bolta. Menn bjuggust við meiru af Skagamönnum, einkum framlínunni. Vörnin var sterkari hluti liðsins, þrátt fyrir mörkin 4. Helgi Dan átti ágætan leik og verður ekki sakaður úm mörkin. Gunnar miðframvörður og Helgi Hanncsson sömuleiðis ágætir í sínum stöðum. — Framverðirnir og innherj- arnir týndust •löngum stund- um, annaðshvort báðir í einu eða til skiptis. Einu bitvopn framlínunnar, Ingvar og Þórður nutu ekki þeirrar að- stoðar er með þurfti til að skora mörk og ekki má gleyma Halldóri Sigur- björnssyni, sem sama og ekkert hafði að gera allan seinni hálfleikinn. Að leikslokum voru sigur- vegurunum afhent sigurlaun sín, Islandsbikarinn, sem nú var afhentur í síðásta sinn. H. Forsetinn — Framh. af 1. síðu. taka um 8 tíma, skemmsti flug- tími gæti orðið 7 tímar og 45 mínútur, en lengsti um 8V2 tími. Kristinn Olsen hefir áður flogið með forsetann í utanferð- um hans, enda er hann elzti og reyridasti flugmaður Loftleiða, og hefir verið um 14.000 stund- ir í lofti. Auk hans eru í áhöfn- inni þeir Skúli Axelsson, að- stoðarflugstjóri, Ólafur Jónsson, siglingafræðingur og Baldur Bjarnason, vélamaður. Þrjár flugfreyjur eru með í förinni, að vanda, og eru það þær Erna Hjaltalín, yfirflug- freyja, Ásdís Alexandersdóttir og Stefanía Guðmundsdóttir. Verk þeirra er fyrst og fremst að annast alla þjónustu við for- setahjónin og fylgdarlið þeirra, meðan á ferðinni stendur. Fækkar umsókn- um um lóðir. Umsóknir um lóðir til bæj- arverkfræðings eru nú að jafnaði færri en hefur verið undanfarin ár, sagði Guðmund- ur Vignir, skrifstofustjóri hjá bæjarverkfræðing í morgun. Annars er ekki mikið upp úr því að leggja, hve margar umsóknir liggja fyrir, því að oft er það að meirihluti þeirra gengur úr, þegar komið er að úthlutun. Þá er venjulega auglýst að nú þurfi að endur- nýjua umsóknir, eða að umsækj endum er sent bréf, þar sem þeim er sagt að endurnýja. Nú munu liggja fyrir um 200 um- sóknir um þátttöku í byggingu tvíbýlahúsa, en líklegast er að þeim fækkar að mun, þegar komið er að framkvæmdum. Síðustu lóðaúthlutanir voru í Kringlumýr i norðan Miklu- brautar, við Safamýri og Álfta- mýri, en næst mun verða út- hlutað austan Sjómannaskól- Ólafur Magnússon frá Akureyri kom í morgun inn tfl Seyðisfjarðar með um 400 tunnur afla af síld. Á laugardaginn hafði hann landað 1150 tunnum. Er Ólafur nú kominn með afla sem er að verðmæti til á fjórðu milljón. Að því er Hörður Björnsson skipstjóri sagði fréttaritara Vísis í morgun er afla- hlutur hásetanna orðinn um 150.000 krónur. Báturinn var um 90 mílur út af Dalatanga er hann fékk þessa síld, en lmn er misstór. Hann mun enn fara eina veiðiför á þessi mið. Myndin er tekin af Ólafi Magnússyni í Akureyrarhöfn. Rússar — Framh. ai X. síðu. en miklu meiri en í hinum víð- lendu Sovétríkjunum. Mun þessu hafa verið beint sérstak- lega að Natolöndxun fleirum en Bretlandi, sem hann nefndi. Nehru sagði við heimkomuna frá Moskvu, að hann væri þeirr ar( trúar, að Krúsév myndi fást til þess að hætta við kjarnorku- vopnatilraunirnar, ef skil- yrði væru ákjósanleg að lians áliti. Hans Heilagleiki Jóhannes páfi flutti friðarmessu í gær í. Pét- urskirkjunni og þar næst talaði hann í útvarp og sjónvarp og beindi því til heimsleiðtoga, að varðveita friðinn. Ef Iagt yrði út í styrjöld myndi allt glatast öllum, sagði páfi, en ekkert myndi glatazt ef varðveittur væri friðurinn. Kornakur — Framh. af 7. síðu. sæti í stjórn félagsins Pétur Pétursson, Skúli Thorarensen og Þórður G. Hjörleifsson. Annars er það sérkerinandi fyr ir þennan hóp að þrír hluthaf- anna eru gamlir skipstjórar, er lifað hafa mestan hluta ævi sinnar á sjónum_ en sá fjórði er útgerðarmaður. Er ánægju- legt að vita til þess að þeir skuli ekki einskorða sig við auð hafsins, heldur einnig moldar- innar og að þeir skuli hafa framtak í sér til að breyta ó- frjóum eyðisandi í akurlendi. Það var Skúli Thorarensen, hinn merki og síkviki bænda- öldungur og útgerðarmaður, er átti frumkvæðið að þessari fél- agsstofnun. Og svo er stórhug- urinn hjá þeim áttmenningun- um mikill, að þeir hafa hugsað sér að stækka akurinn um helming að: ári ef uppskera þessa árs gengur að óskum. Með slíku áframhaldi má vænta þess að allir Rangársand ar verði að grónu landi innan fárra ára. Hluthafarnir í Hafrafelli telja, að markaðsmöguleikar fyrir korn séu nær því ótak- markaðir hjá okkur eins og sjá megi af því að heildarkorn- framleiðslan á öllu landinu í ár nemi vart meir en 5% af ársnotkun okkar. Alls mun korni hafa verið sáð í um 400 hektara lands á öllu landinu í sumar og að langmestu leyti í Rangárvallasýslu Auk þesa er nokkur kornrækt í Múlasýslu, og lítilsháttar í Árnessýslu og Gullbringu. og Kjósarsýslu. Þess skal getið að innflutt fóðurkorn nýtur styrks, sem 1 nemur 16—17\% af verði þess og vænta kornræktarbændur hér heima þess fastlega að þeir fái notið sömu aðstöðu, enda væri annað í fyllsta máta ó- sanngjarnt, ekki sízt með til- liti til þess, að innflutta kornið er yfirleitt margra ára gamalt og hefur misst 20—30% af fóð urgildi sínu. Kornræktarráðsmaður hefur verið ráðinn Magnús Pétursson (Magnússonar bankastjóra og alþm.). Hann hefur búsetu að Helluvaði og þar hefur félagið fengið hina ákjósanlegustu bæki stöð og aðstöðu fyrir starfsemi sína. Magnús hefur sjálfur dvalið langdvölum í Danmörku og unnið þar að kornrækt. Auk þess segist hann hafa notið á- gætra leiðbeininga bæði Klem- enzar kornræktarmanns Kristj- ánssonar á Sámsstöðum og Páls Sveinssonar í Gunnarsholti, sem hann kvaðst vera þakklát- ur fyrir. Magnús tjáði Vísi að kornræktarmenn væru sam- mála um það að sandur væri einkar hentugur jarðvegur fyr- ir kornrækt, þar sem hann leiddi vel hita. Hafrafell h.f. hefur komið sér upp góðum vélakosti, aðallega enskum og sænskum sem Glob- us h.f. í Reykjavík hefur flutt inn. Má þar fyrst og fremst nefna fullkomna kornsláttar- þreskjara, sem skapað hafa byltingu í kornrækt um allan heim, en eru þó miklu hentugri hér á landi en annars staðar vegna óhagstæðs tíðarfars. Enn fremur hefur félagið aflað sér kornþurrkara, sáningarvélar, áburðardreifara og annarra véla til rekstursins. Kornsláttur hófst á akrinum rétt fyrir síðustu helgi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.