Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 1
VISIR 51s^ftrg*- Mán'udagur 11. septembcr 1961. — 267. tbl. TJALDUR FRÁ FÆR- EYJUMIÁREKSTRI. Færeyska farþegaskipið Tjaldur sem var á leið til Kaupmannahafnar lenti í árekstri í gær við flutninga- skipið Colorado. Meiddust menn á báðum skipunum og bæði löskuðust. Áreksturinn ”ar úti fyrir Kullen. Veður var bjart og kveðst skipstjórinn á Tjaldi hafa séð til ferða Colorado og séð, að nokkur hætta væri á ■^f.ll sjómenn á kúbönsku skipi læstu aðra skips- menn undir þiljum, til þess að komast til hafnar í Bandaríkjunum og fá þar hæli. Hinir voru 23 talsins. árekstri, nema stefnunni væri breytt, og gaf hann fyrirskipun um að beygja, en það dugði ekki og löskuðust bæði skipin. Gekk inn önnur hliðin á Tjaldi framarlega og meiddust nokkr- ir menn á skipinu. Það gat hald- ið áfram ferð sinni Kaupm.- hafnar. í síðari fregn segir, að 10 af 240 farþegum á Tjaldi hafi skrámast, en tvær fær- eyskar konur, er voru meðal farþega, voru fluttar í sjúkra- hús, en ekki munu þær lífs- hættulega meiddar. Flutningaskipið Colorado er eign Sameinaða og er 5510 lest- ir og var á leið til Suður-Ame- ríku, við áreksturinn kom gat á skipið og fyllti eina lestina. Skipið sneri við og er nú í Kaupmannahöfn til viðgerðar. Heiðursvörður stóð á báðar hendur er forsetahjónin gengu um borð í Eirík rauða. Handhafar forsetavalds, Ólafur Thors forsœtisráðherra og Jónatan Hallvarðsson, forseti Hæsta- réttar að kveðja forseta íslands á Keflavíkurflugvelli í morgun. Forsetinn Wur af staö til Kanada. Laust fyrir kl. 11 í morgun stigu forseti ís- lands, herra Ásgeir Ás- geirsson, og forsetafrúin, Dóra Þórballsdóttir, ásamt fylgdarliði, um borð í flug- vél Loftleiða, Eirík Rauða, á Keflavikurflugvelli, og héldu í hina opinberu heim- sókn til Kanada. ÁIIs munu forsetabjónin dvelja vestra í briár vikur. Hefur mikið verið vandað til þess, að aðbúnaður allur verði sem beztur á leiðinni, og tjáði Harry Kjærnested, matsveinn Loftleiða, fréttamanninum, að á leiðinni væru fyrirhugaðar tvær máltíðir, önnur skömmu eftir að lagt verður af stað héð an, eða um hádegisbilið. Þá verður snæddur humar og rækjukokkteill, en drukkið með hvítvín og moselvín, en síðan verður drukkið kaffi og koníak, og snædd með terta er Loftleiðir hafa sérstaklega lát ið gera til fararinnar. Sýnir hún leið vélarinnar, og er yf- irborð tertunnar líkast landa- \ korti, en yfir svífur líkan af Eiríki Rauða. Aftur verður snætt um kl. 5,30. Þá verður á matseðlinum kjúklingar og súpa og drukkið með rauðvín. Eftirréttur verð- ur triflé. Forsetinn og fylgdarlið hans Rússar sprengdu vetnissprengju 2500 km. frá íslandi Kjarnorkuráð Bandaríkjanna liefur tilkynnt, að Rússar hafi sprengt tvær kjarnorkusprengj- ur, báðar yfir Norður-íshafs- slóðum. Önnur var vetnis- sprengja og hin aflmesta, sem þeir hafa sprengt, síðan er þeir hófu tilraunir sínar með kjarn- orkuvopn á nýjan leik. Sprengi magn hennar mun vera sem svarar til milljónalesta af TNT- sprengiefni. Sprengimagn hinn ar mun hafa verið sem svarar til nokkurra þúsundalcsta af TNT. í síðari fregn var sagt, að sprngingai-nar hefðu átt sér stað í lofti í grennd við Novaja Semla (Vegarlengdin milli ís- Iands og N. S. er 2700 km.). Hætta á geislaverkunum Þessum nýju tilraunum Rússa fylgir að sjálfsögðu mjög aukin geislaverkunarhætta á norðurhveli jarðar. Slíkra af- leiðinga af sprengingunum yf- ir sovézku landi í Mið-Asíu er nú farið að gæta norðarlega. Gtgátur hafa komið fram um, að hér sé um keðjutilraunir að ræða og muni alls verða sprengd ar sprengjur um 100 milljónir lesta. Fréttirnar um þessar nýju kjarnorkusprengingar komu nærri samtímis því, er Krúsév var að halda enn eina ræðuna, og kom þar í ljós,- að hann held- ur sömu baráttuaðferðum og fyrr, að láta sem vígalegast annað veifið, en talar svo sem friðarins maður hitt. Krúsév taldi, að þess sæjust merki hjá vestrænum leiðtog- um nú, að samkomulagsumleit anir um Berlín myndu bera árangur, en svo gerði hann sam- anburð á því að hættan af kjarnorkuárásum væri miklu meiri í litlum þéttbyggðum Iöndum eins og í V.-Evrópu, Frh. a bls. 5. sitja fremst í flugvélinni, í sér stökum 14 manna klefa, en að öðru leyti er flugvélin þétt- skipuð farþegum, enda er hér um að ræða venjulegt áætlun- arflug. Alls eru því með vél- inni 78 farþegar, auk áhafnar. Er Eiríkur Rauði kemur til Quebeck verður höfð þar stutt viðstaða, en síðan haldið á- fram til New York. Sigurður Magnússon, fulltrúi Lofleiða, fylgir forsetahjónunum í dag, en heldur síðan um Bandaríkin í erindum Loftleiða. í fylgd með forsetahjónunum herða Guðmundur í. Guðmunds son, utanríkisráðherra, Thor Thors, sendiherra, en hann mun koma til móts við hjónin í Kan- ada, Haraldur Kroyer, forseta- ritari, Hallgrímur Fr. Hall- grímsson, ræðismaður Kanada á íslandi og Finnbogi Guðmunds- son. Eiginkonur þeirra eru einn ig með í förinni. Er forsetahjónin stigu um borð í Eirík Rauða í morgun, stóð heiðursvörður, bandarísk- ur, og íslenzku lögreglunnar fyrir framan vélina. Ólafur Thors, forsætisráðherra, var og viðstaddur brottförina, og ósk- aði hann forsetahjónunum góðr- ar ferðar. Allmargir aðrir opin- berir starfsmenn og gestir voru og staddir þar, og fyrir hönd Loftleiða var viðstaddur Krist- ján Guðlaugsson, stjórnarfor- maður. Fréttamaður Vísis fékk þær upplýsingar hjá Kristni Olsen, flugstjóra á Eiríki rauða, að ferðin til Quebeck myndi Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.