Vísir - 29.09.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 29.09.1961, Blaðsíða 1
VÍSIB 51. árg. Föstudagur 29. september 1961. — 223. tbl. Nýjar krðfur lækna í öllum kaunstððum. LítiS hefur verið um viSræður milli Austurs' og Vesturs síðustu mánuðina, en kalda stríðið liefiur verið í algleymingi, múrveggur byggður í Berlín og Rússar hafa sprengt hverja kjqrn- orkusprengjuna á fætur annari. Hefur mönnum þótt heldur ófriðlegt í hciminum. Það var loksins nú fyrir nokkrum dögxun, á Allsherjarþingi S.Þ., sem þeir utanríkisráð- herrar Bandaríkjanna og Rússlands, Rusk og Gromyko hittust og höfðu með sér nokkra fundi til að ræða vandamálin. Sjást þeir hór á fyrsta fundinum. Er þegar farinn að koma upp orð- rómur um að Vesturveldin muni slaka til í Berlínardeilunni. Orðrómur um tllslakanir í Berlínarmálinu Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, Dean Rusk og Andrei Gromyko, leggja sig nú að sögn í líma með að finna samkomulags- grundvöll í Berlínarmálinu. Þeir hafa þegar haldið tvo langa fundi um málið, en Home lávarður utanríkis- ráðherra Bretlands hefur einnig tekið þátt í viðræð- um, við þá Rusk og Grom- yko hvorn í sínu lagi. Fresta heimför Þessar viðræður hafa teKið lengri tíma en búizt var við og hafa þeir báðir Gromyko og Home lávarður frestað heim- iör fram að helgi í von um að geta lokið viðræðunum, eða komið þeim svo áleiðis að úr- slit séu fyrirsjáanleg, og aðal- fulltrúar geti tekið við. Sögusagnir hafa gengið um væntanlegar tilslakanir af hálfu Bandaríkjastjórnar í Berlínarmálinu, með samþykki Breta, og -hafa fréttir um það vakið beig manna í V-Þýzka- landi um, að Vesturveldin muni þrátt fyrir öll loforð slaka til og veita stjórn Austur Þýzkalands viðurkenningu sem aðila, er semja beri við um flutninga til Berlínar og frá. Með þessu teldu Þjóðverj- ar stigið skref í áttina til fullr- ar viðurkenningar á stjórn, er þeir segjast aldrei viðurkenna. Seinast í fyrradag lýsti ambassador Bandaríkjanna í Bonn, Walter C. Dowling, yfir því, að hann gæti fullvissað sambandsstjórnina um, að stefna bandarísku stjórnarinn- ar um festu í Berlínar- og Þýzkalandsmálinu hefði ekki verið tekin til endurskoðunar. Bonn stjórnin birti tilkynningu um þetta að loknum fundi dr. Frh. á 2. síðu. JP" r r Fanar i hálfa stöng. Fánar eru í hálfa stöng á öll- um opinberum byggingum í Reykjavík í dag. Er það gert í heiðusskyni við Dag Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, en útför hans fer fram í, Uppsölum í dag, og er þess minnzt víða um heim. Samningsslit yfirvofandi 1. okt. milli lækna þar og sjúkrasamlaga Nú standa yfir samn- ingatilraunir milli samn- inganefndar Læknafélags fslands og Tryggingar- stofnunar ríkisins, fyrir hönd sjúkrasamlaga í kaupstöðum. Þeir hafa sett fram sams konar kröfur og læknar í Reykjavík, og eru allar líkur á, að samn- ingar takizt ekki. Það þýð- ir, að niður falla greiðslur sjúkrasamlaga til sjúklinga vegna almennrar læknis- hjálpar og sérfræðmga- þjónustu, enda er það ætlun læknanna að taka upp sams konar þjónustu- breytingu, og hév er á döf- inni í Reykjavík. Mun því hinn frjálsi „praxis“ verða allsráðandi í Reykjavík og kaupstöðum landsins frá 1. okt að telja. Vísir átti í gær tal við Jón Jóhannsson, lækni í Keflavík, en hann er formaður samninga- nefndar þeirrar, sem skipuð hefur verið af Læknafélagi ís- lands til þess að reyna að ná samkomulagi við Tryggingar- stofnunina, fyrir hönd sjúkra- Frh. á 2. síðu. lUjög ánægö- ur með förina, sagði forsætisráðherra í morgun. Bjarni Benediktsson. Vísir átti stutt viðtal við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í morgun, en hann kom heim í gær- morgun ásamt fjölskyldu sinni flugleiðis frá Noregi. Eins og Vísir hefir áður skýrt frá afhenti forsætis- ráðherra styttu fngólfs í Hrífudal, en frú Sigríður, kona hans, afhjúpaði stytt- una. — Ég er mjög ánægður með ferðina, sagði Bjarni Benedikts son í morgun. Móttökur Norð- manna voru frábærar, bæði í Rivedal og í Osló, en í Osló hélt forsætisráðherra erindi í há- skólanum um sameiginlega erfð íslendinga og Norðmanna. Vinarhugur og hjartahlýjja Norðmanna i garð íslendinga kom skýrt í ljós í ferðinni og verður förin mér sem öðrum þátttakendum ógleymanleg. — Skugga bar yfir, er Ásgeir skip- stjóri Sigurðsson féll svo skyndi lega frá, en við minnumst öll kynnanna við þann ágæta mann. Þá vék forsætisráðherrann að ummælum Groths formanns Norræna félagsins, en hann skýrði frá því á samkomunni í Oslóarháskóla að norska kennslumálaráðneytið hefði heimilað að tekin skyldi upp kennsla í nútímaíslenzku að nokkru í menntaskólum í stað kennslu í „oldnorsk“. — Sú ákvörðun er hin mikilvægasta, og á án efa eftir að treysta sam- bandið milli þessara tveggja frændþjóða, sagði forsætisráð- herra að lokum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.