Vísir - 29.09.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 29.09.1961, Blaðsíða 10
10 VtSIR Föstudagur 29. september 1961 ‘THE OTHER MAN IS, AH--SICX' SAI7 WALLACE HASTILY. *AN7 NOW THAT THE rOZJEZS ARE K.EAP’Y I A\UST K.ETUKN TO HiAA—' . v*n,8»«m -mrff .• Jo^ y ' > CiU\MO / Framh. af 4. síðu. hlaðvarpann, spratt Jósep eins og eldibrandur á fætur, þakkaði kærlega fyrir burð- inn og langhentist niður brekkuna i áttina heim til sín. Sá þá engin dryltkju- merki á honum. — Hefurðu ekki stundum lent í hrakningum á þinni löngu ævi? — Nei, aldrei ég. Það gerðu ýmsir aðrir í kringum mig. En man t. d. eftir hörmulegu slysi í Stóruhlíð í Víðidal fyrir mörgum ár- um. Hjónin á bænum áttu 10 börn að mig minnir. Eg bjó þá í Gafli og man vel eftir þessu, enda að vonum mikið um það talað. Þetta skeði á þriðja ? jólum, en þá lögðu Stóruhlíðarhjónin að bænum Króki í Víði- dal. Dimmt var í lofti, snjór yfir öllu og mjög blint, en veður annars meinhægt. Á leiðinni vestur að Króki villtust hjónin og komust að Víðidalsárgljúfri. Þar áttaði bóndinn sig en konan var þá örmagna orðin og um nótt- ina komst bóndinn með hana örenda á bakinu heim til sín Það var átakanlegt. Eftir öðru slysi man ég rétt eftir aldamótin. Það stafaði líka af villu að vetri til. Kærustupar frá Bakka í Vatnsdal, Steinunn Sigurð- ardóttir og Daníei Jónsson, ætluðu vestur að Ásbjarnar- nesi í Vesturhópi. Þau villt- ust á flóa milli Grafar og Refsteinsstaða og komust þaðan upp undir Gálgagil, sem er norðanvert í Víðidals- fjalli fyrir ofan bæinn Jörfa. Þar lágu þau úti unz birti til. Voru þau þá bæði stórkalin orðin, en Daníel gat skriðið heim til bæjar og sagt frá tíðindum. Var Steinunn þá sótt, en svo illa var hún og Daníel farin, að taka varð fæturna af þeim báðum. Ýms fleiri slys hafa orðið á þessum slóðum í hríðar- veðrum að hausti og á vetr- um. Svo sem Sporðsslysið. Þegar Níels Sveinsson hrap- aði í Melrakkadal, eða þegar Guðmundur í Sunnuhlíð varð úti í haustréttum, en það er of langt mál að fara út í þá sálma hér. — Það hefur orðið mikil breyting á búnaðarháttum og lífsafkomu fólks á þinu æviskeiði. — Meir en það. Það geng- ur ótrúleika næst. Flest horf- ir til bóta. En sumt kann maður ekki við, eins og t. d. það að áður var mannmargt á flestum bæjum, en nú eru sveitirnar að tæmast og ýms- ir bæir hér í þessu byggðar- lagi komnar í eyði sem áður voru í byggð. — Eru það þá ekki helzt nnn ’MXH HAPriNESS TO YOU SOTH. THANY YOU, WALAV FOZ. THE , „ SIFT — SOOF-BYE\ TAZZAN1!" f a ‘'ty .. **'. THE HISH PKIESTESS SMILE7 AT i MAK.IO. "C0A\E, MY LOVE- IT IS TIME TO t\AKE rLANS FOK i OUíC AAAKK.IASE V I 1) „Hinn maðurinn . . eh hann er eh .. hann er veik- ur“ sagði Walace og bar ótt á „og nú, þegar burðarkarl- — Hvað ætlar þú að halda verzluninni lengi áfram hér við Norðurbrautarhliðið? — Geri engar áætlanir um það, en það verður varla lengi úr þessu. Hugsa að mér sé ætlað annað hlutverk á næstunni, þarna uppi í himnaríki. Ætli að Sankti- Pétur hafi ekki laust vörzlu- starf við sálnahliðið! Þá stugga ég blaðamönnum frá, hvað sem öðru líður. Þ. J. fegurðardísirnar. ann og flutti þær vestur yfir haf, Magnús Guðmundsson. Ekki varð þeim að þeirri ósk, en þær fengu annan, Ingvar Þorgilsson, og sýnir svipur- inn á dönsku fegurðardrottn- ingunni, Birgitte Heiberg, að ekki líkar þeim ver við Ing- var en Magnús. í miðjum tröppum á myndinni stendur finnska fegurðardrottningin Marga- ret Schauman og sést varla í hana, svo mjög er hún dúð- uð í trefla og þykka ullar- kápu. Hún var kvefuð þegar hún kom hingað og ágerðist það svo að hún var að lok- um komin með snert af lungnabólgu. Þessi fyrsta norræna feg- urðarkeppni heppnaðist ágætlega. Aðsókn að fegurð- . arsýningunum var feikimik- il, en nú er aðeins eftir að sjá, hvernig gengur þegar fegurðarkeppnin verður næst haldin í einhverju hinna Norðurlandanna. Þar er hætt við að þurfi stærri sal fyrír keppnina en Austurbæjar- bíó. arnir eru tilbúnir, verð ég að snúa aftur til hans“. 2) „Ég óska ykkur hinn- ar mestu hamingju, og ég þakka þér Wala fyrir hina hfðinglegu gjöf. Vertu ssell „Tarzan“.“ 3) Hofgyðjan brosti til Marios. „Komdu ástin mín. Það er tími til kominn, að undirbúa brúðkaup okkar“. heiðarbýlin og bæir sem eru mjög afskekktir? — Ekki alltaf. Sumir bæir sem voru miðsveitis • hafa lagzt í yði eins og t.d. Seiás í Víðidal, bær sem stóð rétt við þjóðveginn norður. En það liggja nú raunar sérstök atvik til þess að sá bær fór í eyði. Undarleg atvik í raun og veru. — Hver voru þau? — Ja, það var þannig, að ung hjón voru búin að taka jörðina í ábúð. Það var um Krossmessuna og þau gistu hjá mér í leiðinni. En þegar blessaður bóndinn stakk sér inn í bæinn í Selási lá lík af stúlku þar á baðstofugólf- inu. Þá var honum nóg boð- ið og snéri um hæl tii baka. Eftir það hefur Selásinn aldrei byggzt. — Svo maður víki að öðru Valdimar, hvað hefurðu ver- ið lengi hérna í skúrnum við Norðurbraut? — Ég kom hingað fyrir fjórum árum. Er hérna frá vori til hausts, frá því fé er sleppt á vorin og tekið aftur á hús á haustin. í fyrrahaust tóku bændur féð seint á hús og þá var ég hérna fram í desember. En það var líka með langseinasta móti. — Mikið að gera? — Nei, þetta er létt starf og löðurmannlegt, en samt verður maður að gæta skyldu sinnar. Annað tjóar ekki. Ég verð að gæta þess að kindur komi ekki of nálægt hliðinu, því að strokukindur vilja hlaupa á grindurnar. — Þarftu þá ekki að vaka allan sólarhringinn? — Nei, svo slæmt er það ekki. Ég hefði heldur ekki ráðið mig í þennan starfa ef ég hefði þurft að vaka frá því snemma á vorin og þar til seint á haustin án þess að festa blund. Þá hefði ég lát- ið öðrum eftir atvinnuna. Ég læt það duga að stugga frá hliðinu á kvöldin áður en ég fer að sofa. Það ér verst að hafa ekki hund. En hund- ur mundi ekki tolla hér, eða þá að hann yrði drepinn í umferðinni. — Þú yrkir náttúrlega í ein- verunni þegar þú ert ekki að stugga kindum frá hliðinu. — Það er ekki orð á því gerandi. Ég er eklcert skáld. Ég set saman eina og eina stöku þegar vel liggur á mér, eða þá illa. En það er ekki skáldskapur, blessaður vertu. — Samt hafa kvæði birzt eftir þig í blöðum og bókum Það er þýðingarlaust fyrir þig að þræta fyrir, að þú sért skáld. Viltu ekki lofa mér að heyra eina eða tvær vísur eftir þig? — Æ, vertu ekki að þessu. Ég man ekki eftir neinu í svipinn. Veit heldur ekki hvað það ætti að vera. Hérna er ein um norðangarrann. Hann er oft slæmur á vet- urna: Hár á makka skerpir skrið skýjablakkur loðinn, hrikaklakka hangir við hríðarbakka-voðinn. Hér er líka önnur, sem er upphaf að kvæði, sem ég orti um Heklugosið. Hún er svona: Heyrast dunur, Hekla gýs, hrikabruna mökkur rís, voldug hrunadansa dís dustar funans refsihrís. Hér er önnur vísa úr sama kvæði: Gín við öllum gífurverk, gróðurspjöll um héruð merk. Hóstar trölla hryglan sterk hamrastöllum báls úr kverk. Einar kveður Norrænu fegurðardísirnar flugu áleiðis heim til sín á þriðjudag. Var þessi mynd tekin þegar þær voru að stíga upp í Loftleiðaflugvél- ina, sem flutti þær austur yfir hafið. María Guðmunds- dóttir fegurðardrottning ís- lands og Einar Jónsson, sem sér um fegurðarkeppnirnar, fylgdu þeim til skips og sjást þau hægra megin á mynd- inni. Fegurðardísirnar höfðu látið í ljósi von um það, að þær fengju sama flugstjór-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.