Vísir - 29.09.1961, Blaðsíða 2
1
LU -jfw..'
Föstudagur 29. september 196
VfSIR
Fullskipað í
góöaksturs-
keppnina.
Góðaksturkeppnin hefst kl.
2 e.h. á laugardaginn eins og
gert hafði verið ráð fyrir.
Keppendur verða 30, en það
er hæsta tala þátttakenda, sem
unnt er að senda til keppn-
innar.
Starfsmenn keppninnar verða
þó mun fleiri, eða rúmlega 90
talsins.
Aksturinn fer fram innan-
bæjar að verulegu leyti og sér-
stök áherzla lögð á réttan inn-
anbæjarakstur. Leiknisprufur
verða margar í akstrinumj þ. á.
m. margar nýjar.
Ráðherrafundur Efnahags-
bandalags Evrópu hefur
formlega boðið Bretlandi og
Danmörku upp á viðræður
Ijm aðild, en tilmælum
írska lýðveldisins um slík-
ar viðræður vísað til nefnd-
ar.
A. Innanfélagsmót það í
köstum, sem frestað var í gær,
verður haldið í dag kl. 5.30 á
Mclavcllinum.
Nokkrir Fóstbræðra koma úr Rússlandsför. Myndin er tckin á Reykjavíkurflugvelli. —
Vorum kaffærðir í
blðmum í Riga.
Flestir söngvarar úr söng-
för Fóstbræðra til Rússlands
komu heim í fyrrakv., með
tveimur flugvélum Flugfé-
lags fslands frá Kaupmanna-
höfn. Fréttamaður Vísis hitti
Sigurð E. Haraldsson, einn úr
fararstjórninni, á flugvellin-
um, og sagði hann að söng-
förin hefði tekizt framúr-
skarandi vel og lofaði hann
góðar móttökur hjá Rússum.
Við fluttum 6 konserta í söng-
förinni, einn í Helsingfors, einn
í Moskvu, tvo í Riga í Lettlandi
og tvo í Leningrad.
Hvar fannst ykkur þið fá
beztar móttökur?
— í Helsingfors, og svo í
Riga. Á seinni staðnum vorum
við kaffærðir í blómum á báð-
um konsertunum og fólkið
heimtaði, að við syngjum auka.
lög, þangað til við vorum búnir
að syngja allt, sem við kunn-
um.
— Hvernig fannst ykkur
Rússum líka við söngskrána?
— Þeir þekktu ekki lögin,
sem við sungum, en líkaði bezt
við íslenzku lögin, sem eru í
þjóðlagastíl, svo sem Gimbillinn
mælti, í útsetningu Ragnars
Björnssonar og Tvö nútímalög
eftir Jón Nordal.
Jjr -iij,
.4
a=TT=ri ^ i—j n r ‘T
T//////A ■l W//////Æ IEl '///////Æ ■
E
BRIDGEÞÁTI!] It
vlsis **
Ritstjóri Stefán Guðjohnsen.
Bikarkeppni Bridgesambands
íslands er í þann mund að hefj-
ast, og þar eð keppni þessi var
að ýmsu leyti mislukkuð í fyrra
langar mig til þess að skrifa
um það örfá orð. Keppni þessi,
sem er að nokkru leyti ætluð
til að spilamenn úr hinum ýmsu
landshlutum kynnist, virðist
vera töluvert misskilin af ut-
anbæjarmönnum, ef dæma má
eftir þátttöku þeirra þau tvö ár,
sem hún hefir verið haldin.
Annað er það, að til þess að
halda þessa keppni, verður hún
að vera mjög fjölmenn. Byggist
það á því, að sveitum, sem ferð-
.ast milli landshluta til keppni
er greiddur ferðastyrkur og
ekki er fjárhagslegur grund-
völlur fyrir þeim styrk, ef þátt-
taka í keppninni er treg.
í fyrra varð eg var við það,
að þær utanbæjarsveitir, sem
með voru, höfðu mikinn áhuga
og voru spenntar fyrir því, áð
spila við Reykjavikursveitirn-
ar enda ekki óeðlilegt, þar eð
reynslan hefir sýnt, að sterk-
ustu bridgemennirnir eru úr
höfuðstaðnum.
Þess vegna vildi eg eindreg-
ið skora á bridgemenn úti á
landi að taka þátt í keppnnni,
því að hún er haldin ykkar
vegna. Þátttökugjöldum er mjög
stillt í hóf í keppninni og ætti
sú hlið málsins því ekki að vera
til fyrirstöðu.
Bikarkeppni enska bridgesam
bandsins er nýlokið og í fyrsta
skipti í 30 ára sögu keppninnar
eru tvær konur í vinningssveit-
inni. Það eru Mrs. R. Markus
og Mrs. F.' Gordon. Ef til vill er
það engin tilviljun að þær eru
báðar í elzta landsliðinu í
kvennaflokki, sem nú etur af
kappi í Torquay. Hin sveitin
í úrslitunum hafði á að skipa
m. a. þeim Reese og Sahpiro,
Konstam og Rodrigue.
Eftirfarandi spil er úr úi'-
slitaleiknum.
Aliir á hættu og suður gaf.
A 6-4-3
V D-10-7
♦ D-8
4» Á-8-7-5-2
A K
V 6-4-3
♦ 10-5-3
4. K-D-G-10-9-3
A Á-G-8-5
V K-G-9-5
♦ 7-6-2
* 6-4
Suður:
1 spaði
2 tíglar
4 spaðar
A D-10-9-7-2
V Á-8-2
♦ Á-K-G-9-4
4» Ekkert
Sagnir (lokaða salnum):
Vestur: Norður:
pass 2 lauf
pass 2 spaðar
pass pass
Austur:
pass
pass
pass
Vestur spilaði út laufakóng,
drepinn í borði og hjarta kastað
heima. Þá kom lágspaði, nían
frá suðri og kóngurinn átti slag-
inn. Á þessu stigi málsins sést,
að skipta verður í hjarta til þess
að hnekkja samningnum. En
vestur hélt áfram með lauf,
sagnhafi trompaði, fór inn á
tígul og spilaði trompi Austur
lét lágt og sagnhafi fékk slag-
inn á tíuna. Síðan voru tíglarn-
ir teknir í botn og austri spilað
inn á tromp. Hann varð síðan
að spila frá hjartakóngnum og
þar með var spilið unnið.
í opna salnum var meira um
að vera. Þar gengu sagnir eft-
irfarandi:
Suður: Vestur
1 spaði 2 lauf
2 tíglar . pass
4 spaðar pass'
pass pass
pass
Norður: Austir
dobl pass
2 spaðar i pass
pass dobl
redobl pass
Hér hitti vestur á að spil
út hjarta og eftir óheppileg
spilamennsku varð sagnhafi tv
niður.
Berlín —
Framh. af 1. síjju.
Karls Karstens aðstoðarutan-
ríkisráðherra og Dowlings, og
sendiráð Bandaríkjanna stað-
festi fréttina.
Heinrich von Brentano, utan
ríkisráðherra V-Þýzkalands
sagði á fundi með þingmönn-
um úr Kristilega lýðræðis-
flokknum, að bandamenn
stæðu sameinaðir í Berlínar-
og Þýzkalandsmálinu.
Læknakröfur —
Framh. af 1. síðu.
samlaganna, um hina nýju
kröfur.
Aðrir í þessari nefnd eru
Björn Sigurðsson, læknir í
Keflavík, Páll Gíslason, læknir
á Akranesi, Guðmundur Karl
Pétursson, læknir á Akureyri
og Ólafur Ólafsson, læknir á
Akureyri.
Jón Jóhannsson, læknir,
skýrði Vísi svo frá, að fram til
þessa hefðu læknar í kaupstöð-
um landsins unnið fyrir allt að
15% lægri greiðslu, en tíðkazt
hefur hér í Reykjavík. Þeii
læknar, sem hér um ræðir,
munu vera alls um 25 talsins.
Hafa þeir nú sett fram sams
konar kröfur, og Læknafélag
Reykjavíkur hefur sett fram
og þar sem S.R. hefur ekki séð
sér fært að ganga til samninga,
eru allar líkur á því, að samn-
ingar muni heldur ekki takast
milli þessarra tveggja ofan-
greindu aðila, en það þýðir, að
læknar í öllum kaupstöðum
landsins, og í Reykjavík, munu
taka greiðslu ^amkvæmt hinni
nýju gjaldskrá, frá og með 1.
okt. að telja, og að sjúkrasam-
lögin hætta þá að taka þátt í
almennum lækniskostnaði og
sérf ræðingaþj ónustu.
Jón skýrði blaðinu enn frem-
ur frá því, að um 80% þessara
kaupstaðalækna (ekki héraðs-
lækna) hafi bréflega tjáð sig
samþykka hinum nýju kröfum.
Þeir telja, eins og læknar í
Reykjavík, að sú breyting á
starfsháttum lækna og þjón-
ustu, sem nauðsynlegt er að
gera, til að koma læknaþjónustu
í viðunandi horf, sé ekki fram-
kvæmanleg, nema sú hækkun
komi til framkvæmda, sem hér
um ræðir.
Eins og áður segir, hafa lækn-
ar í kaupstöðum, unnið fyrir
allt að 15% lægri greiðslu en
Reykjavíkurlæknar. Þetta
telja þeir óviðunandi, að sama
greiðsla komi ekki fyrir sömu
störf, eins og í öðrum atvinnu-
greinum.
Auk þess hefur frekar borið
á skorti á læknum í kaupstöðum
en hitt, og munu kaupstaða-
læknar ekki sætta sig við annað
en fullkomið launajafnrétti,
þar eð annað er ekki vænlegt
til þess að bæta úr því ástandi.
„Svo getur því farið — og
raunar sennilegt, að samnings-
laust verði einnig við lækna í
kaupstöðum landsins frá 1. okt.
tð telja,“ sagði Jón Jóhannsson,