Vísir - 29.09.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 29.09.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. september 196.1 vísxjr Þaö var einu sinni.. \ Litazt uni í bílakirkjugarði. Myndsjá fór í heimsókn í einn af kirkjugörðum bæj- arins fyrir tveimur dögum síðan. Ekki er þó um að ræða kirkjugarð í venjulegum skilningi, því að þar eru að- eins „grafnir“ bílar. Þessi „kirkjugarður“ er í Vökuportinu, sem margir þekkja af hinum fjölmörgu uppboðum, sem þar hafa verið haldin. Þar getur að líta milli 60—70 bíla, farar- tæki, sem eitt sinn voru stolt eigenda sinna, en eru nú að- eins svipur hjá sjón, og eru ýmist sundurvafðir cftir á- rekstra, eða ryðgaðir niður vegna vanhirðu og notkunar- leysis. Sumir bíða þess aðeins að vera hlutaðir sundur og seld ir í pörtum, það sem nýtilegt kann að reynast, en aðrir horfa fram til betri daga, er eigendur eða aðrir flytja þá úr þessari eymd og gera þá að nýju fallega og skínandi. Dagsverkin, sem að baki þcim liggja, eru mörg. Sum eru alveg runnin út í sand- inn vegna óvarkárni í akstri, cn til þess að bjarga því sem bjargað verður, verður enn að vinna mörg dagsverk. Stóra myndin er yfirlits- mynd og sýnir okkur verð- mæti sem eitt sinn vorumillj. virði, en liggja nú og bíða dóms. Önnur þriggja dálka myndin er af rússneskum Pobcda, sem fór í veiðiferð, en kom aldrei akandi úr hcnni, heldur var fluttur í bæinn, sundurbrunnið flak. Hin þriggja dálka myndin sýnir tvo bíla, sem sennilega hafa runnið æviskeið sitt á enda, og loks sjáum við manninn, sem hefir yfirum- sjón yfir Vökuportinu, reyn- ir að koma því í verð, sem einhvers er virði, cn býr hinu legstað. Það er Hjalti Stefánsson, forstöðumaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.