Vísir - 29.09.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 29.09.1961, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. september 1961 VÍSIB 5 Byltingin í Syrlandi stórt áfall fyrir Nasser. í fyrrinótt gerðu Sýr- lendingar uppreisn gegn Egyptum, en þessi tvö lönd hafa verið í ríkjasam- bandi síðan 1958. Svo er nú að sjá, sem allt Sýrland sé á valdi bylt- ingarmanna og hefur Nass- er forseti hins sameinaða Arabalýðveldis beðið stór- kostlegan álitshnekki við þetta, sérstaklega bar sem það voru Sýrlendingar sem ákveðnast óskuðu þess 1958, að löndin sameinuð- ust þá. Barizt í Ladiakia Útvarpið í Damaskus, höfuð- borg Sýrlands, sem er á valdi uppreisnarmarma skýrði frá því í morgun, að þá um nóttina hefði 200 manna fallhlífarlið frá Egyptalandi varpað sér nið- ur yfir borgina Ladiakia á strönd Sýrlands. Gripu fallhlíf- arhermennirnir strax til vopna en sýrlenzki herinn snerist gegn þeim og vann bug á þeim í harð- vítugri orustu. Hefur útvarp byltingarmanna harmað að þessi atburður skyldi koma fyrir. Segir það að þeir hafi vonað, að byltingin gæti orðið án þess að blóði yrði út- hellt, en Nasser hefði kosið að senda egypzkt herlið fram til bardaga og bæri hann ábyrgð á því blóði sem hefði verið út- hellt. Allt landið á valdi byltingarmanna. IMytt verð á landbúnaðar- afurðum. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins hefur nú gengið endanlega frá verðlagi allra landbúnaðar- afurða, nema verði á nauta- kjöti og hrossakjöti. Söluskatt- ur er innifalinn í smásöluverð- inu. Niðurgreiðslur verða óbreyttar. Samkvæmt verðskrá fram- leiðsluráðsins hækkar smásölu- verð á .1. fl. súpukjöts úr 22.00 í 27.50, á heilum lærum dika- kjöts úr 25.30 í 32.00. Mjólk í lausu máli hækkar úr 3.20 í 3.90, hjólk í heilflöskum hækk- ar úr 3.40 í 4.15 og mjólk 1 hyrnum mun kosta 4.55 liter- inn. Skyr hækkar úr 10.20 í 11.60 og gæðasmjör úr 55.75 í 60.00 pr. kg. Úrvalskartöflur hækka úr 2.58 í 3.55 pr. kg. Ekki var búið að færa út hækkanir á nautakjöti og hrossakjöti, en meðaltalshækk- anir á þessum vöruflokkum verða væntanlega um 13%. Ef ekki er tekið tillit til nið- Flugmenn fá verulegar kaup- hækkanir. SAMKOMULAG hefur náðst milli fulltrúa íslenzku flugfél aganna og flugmanna þeirra um kaup og kjör. Ekki var í morgun liægt að fá upplýsingar um einstök at- riði samninga þar sem félags- fundir eiga eftir að samþykkja niðurstöður samningaviðræðna. Búizt er við því að félagsfund- ir verði í dag. Það er þó kunnugt að flug- menn hafa fengið allverulegar kauphækkanir auk þess sem fríðindi þeirra verða aukin. urgreiðslna er hækkunin mest á súpukjöti eða 25%. Ef tekið er tillit til þess að súpukjötið er greitt niður verður hækkun- in 17—18%. Slátur hækkar einna minnst, eða um 5%, það er ekki greitt niður. Smjörið, sem er greitt niður hækkar um 20% og mjólkin um 9%. Svo virtist í gær, sem herlið- ið í borginni í Aleppe í norður Sýrlandi ætlaði að reynast Nasser traust, en í morgun höfðu byltingarmenn náð út- varpsstöð Aleppe á sitt vald og tilkynntu þar að allar fjórar herdeildir borgarinnar, þeirra á meðal ein vélaherdeild hefðu gengið í lið með byltingunni. IManns saknað Frá fréttaritara Vísis. Vestmannaeyjum í morgun í Vestmannaeyjum Iiefur leit verið gerð að rosknum manni, Vilhjálmí Guðmundssyni á Sæ- bergi, en hann er á sjötugs- aldri. Vilhjálmur fór að heiman frá sér í fyrradag og sást síð- ast til ferða hans þá um há- degisleytið, er hann gekk upp svokallaðan Heiðarveg. Vil- hjálmur átti tvo kálgarða í Of- anleitishrauni og var helzt gizkað á að hann hafi ætlað sér- að huga að þeim. Þegar Vilhjálmur kom ekki heim til sín í fyrrakvöld var tekið að óttast um hann og í gær var gerð út fjölmenn og ýtarleg leit, þar sem bæði leit- arflokkur skáta auk annarra leituðu. Var liði skipt um alla eyna en megináherzla lögð á leit í Ofanleitishrauni, einkum í kringum kálgarðana. Enn- fremur var froskmaður fenginn til að leita í höfninni og stóð leit hans yfir, hálfa aðra klukkustund. Leitin bar ekki árangur og geta menn ekki látið sér detta neitt í hug hvað um Vilhjálm hafi orðið, nema það helzt að hann hafi fengið aðsvif ein- hversstaðar á afviknum stað. í dag verður ekki nein skipu- leg leit gerð að honum. Vilhjálmur var útgerðarmað ur áður, en hefir nú síðast ver ið starfsmaður í Hraðfrystistöð inni í Eyjum. Hann átti heima að Urðarveg 9 var 65 ára gam- ali og lætur eftir sig eiginkonu, en börn þeirra tvö eru upp- komin. Hinn almenni kirkjufúndur verður Páll V. G. Kolka læknir verður haldinn í Reykjavík í en um veiting presfsembætta haust dagana 22.—24. október þeir Hákon Guðmundsson næstkomandi. hæstaréttarritari og Ásmundur Rætt verður um framtíð Skál- Guðmundsson biskup. Dr. Árni holts og veiting prestsembætta. læknir Árnason Jlytur erindi er Framsögumaður um Skálholt hann neínir: Kirkjan og ríkið. Þessi hörundsdökki snaggaralegi maður heitir Muke og ber titil- inn hershöfingi. Hann er hinn formlegi yfirmaður Katanga-hers, sem Tsjombe forseti styðst við. Við hlið sér hefur hann þó hóp hvítra liðsforingja sem ráða mestu um hernaðaraðgerðir. Mynd þessi var tekin í Elisabethville/nýlega, eftir að vopnahlé hafði komizt á. Var Vínland á Nýfundnalandi? í sumar hefur norslci heim- skautafarinn Helge Ingstad verið í könnunarferð um strend ur Labrador og Nýfundnalands í leit að fornnorrænum leifum, frá þeim dögum, er Leifur heppni og Þorfinnur Karlsefni voru þar á ferð. Þóttist Ingstad frá upphafi viss um að finna leifar einhverrar bygginga á þessum slóðum, þar sem ljóst er af gömlum íslendingasögum, að íslendingarnir höfðu þar oft vetursetu. Nú hefur Helge Ingstad sent skeyti um það, að hann hafi fundið fyrstu norrænu rústimar á Nýfundnalandi. Sé þetta rétt hjá honum, þá er hér um stór merkilegan fund að ræða. Fann hann rústir þessar skammt frá Lance Meadows á Nýfundna- landi. Ingstad segir, að rannsófenir hans sanni að húsin sem hér er um að ræða séu frá byrjun 11. aldar, eða einmitt frá tímum hinna íslenzku landkannana. Telur hann að Vínland sem get- ið er um í íslendingasögum sé hið sama og norðanvert Ný- fundnaland. Fiskleysi - hátt fiskverð SKRIFSTOFA Félags ísl. botn vörpuskipaeigenda skýrði blað inu frá því í morgun, að miðað við magn, væi'i ísfisksalan hjá Ingólfi Arnarsyni í Hull í gær- morgun sú hæsta sem um get- ur hjá íslenzkum togara þar í landi. Fengust kr. 11,85 fyrir hvert kíló, en aflinn var 119 tonn og heildarsala 11.733 pund. í Bretlandi er nú mikill skortur á fiski, sem stafar af aflaleysi togaranna, hvort held ur er brezkra eða annarra þjóða, og stormasöm tíð hefur einnig áhrif. í dag selur Geir í Grimsby og á morgun verða þar og í Hull Apríl og Ágúst. BERKLAVARNADAGURINN er á morgun. Að vanda verða seldi merki um land allt, Þau verða öll tölusett og verður dregið um 15 vinninga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.