Vísir - 29.09.1961, Page 8

Vísir - 29.09.1961, Page 8
8 VÍSIR Föstudagur 29. september 1961 ÚTGEFANDI: ELADAÚ'GÁFAN VÍSIR Ritstjórar: Hersteinn Pólsson Gonnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjór ar: Sverrir Þórðarson Þorsteinn Ó Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27 Auglýsingar og afgreiðsia. Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald e» krónur 45.OC ó mónuði - I lausasölu krónur 3.00 eintakið Sími ' 1660 (5 línur) — Félagv prentsmiðjan h.f., Steindórsprent h.f.. Eddo h.í Heilindi framsóknarmanna. Snilld framsóknarmanna í fjármálum kemur vel fram í Tímanum s.l. sunnudag. Ritstjórinn skrifar tvo leiðara þann dag. Annar fjallar um það hve hörmu- legt bílafrelsið sé og óskaplegt að ríkisstjórnin skuli taka stóra tolla og þunga af innfluttum bílum. Þar sé í rauninni verið að níðast á almenningi, sem manni skilst að eigi heimtingu á splúnkunýjum bílum á erlendu verksmiðjuverði. 1 síðari leiðaranum er fjallað um hag og aðstöðu gamla fólksins af alkunnri Tímasnilld. Þar er sagt að greiða verði því hækkaðan ellistyrk þegar í stað í sam- ræmi við hækkað kaup og verðlag í landinu. Því munu allir sammála að gamla fólkið verður að fá sitt. Framsóknarmenn vita að ekki tjóar að mæla á móti því og þess vegna hrópa þeir hæst til þess að gera sig vinsæla hjá hinni öldruðu sveit. En fjármálasnilldin og heilindin sjást bezt af því að hér er í öðru orðinu heimtað að ríkið leggi niður skatta og tolla, höfuðtekjustofna sína, en í hinu orðinu að almannastyrkir séu stórhækkaðir. Hvaðan skyldi eiga að taka féð? Skyldu fjárhirzlur S.I.S. vera fúsar til þess að reiða það af hendi? Þetta litla dæmi um tvo leiðara Tímans sama dag- inn sýnir í hnotskurn heilindin í þjóðmálabaráttu framsóknar. Þar er ekki talað af ábyrgð, heldur ein- ungis því haldið fram sem flokknum má verða til kjör- fylgis, þótt það stangist gjörsamlega hvort á annars horn. I Bretlandi er orðtak þess efnis að greina megi á auðveldan hátt milli pólitíkusa og stjórnmálamanna. Hinir fyrrnefndu hugsi aðeins um næstu kosningar, hinir síðarnefndu hinsvegar um næstu kynslóð. Það þarf enginn að efast um til hvors hópsins for- ingjar framsóknar munu teljast. Fundur Ameríku. Fyrir skömmu lagði Norðmaðurinn Helge Ingstad upp í könnunarferð um slóðir víkinga í Vesturheimi og var það ætlun hans og leiðangurs hans að leita um- merkja eftir byggð þeirra þar. Nú hefir sænska frétta- stofan, sem Ingstad hefir samband við, skýrt frá því að hann telji sig hafa fundið ummerki eftir byggð norrænna manna nyrst á Nýfundnalandi. Telur Ingstad að þar sé fundið Vínland og húsatóttir þær, sem menn hans hafa grafið upp séu frá 11. öld eða frá þeim tíma sem sögur herma að Leifur heppni hafi fundið Vínland. Ef upplýsingar hins norska fræðimanns reynast á rökum reistar þá er hér aukið merkilegum þætti við sögu íslendinga. — Hingað til höfum við aðeins haft við að styðjast sagnir um fund Vínlands án beinna sannana. Enginn hefir getað sagt um hvar á strönd Norður Ameríku víkingar höfðu vetursetu. Nið- urstöður leiðangursins benda loks ótvírætt til þess að það hafi verið íslenzkir menn, sem Ameríku fundu löngu á undán Kólumbusi. Þríeykð sem Gromyko vill að taki við stjórn S.Þ., Bunclie, Arkadyev og Narashimhan. Þríeykisfillaga Rússa. Sú spurning er nú á hvers manns vörum, hvernig em- bætti Dags Hammarskjöhls, framkvæmdastjóra S. Þ., verði skipað. Er nú þegar hafin deila um þetta milli Rússa og Bandaríkjamanna. Vilja BandaríkjamÆnn að einn maður skipi þetta em- bætti sem fyrr. Rússar hafa hins vegar komið fram með tillögu, sem kölluð hefur ver- ið Troika, en svo nefnist þrí- eykisfyrirkomulagið, sem löngum hefur tíðkazt á hest- vögnum í Rússlandi. Þrír tilnefndir. Meðan ekkert samkomulag næst um þetta, má segja, að Sameinuðu þjóðirnar séu eins og höfuðlaus her. Fara nú fram viðræður milli utanríkisráð- herra stórveldanna um þetta mikla vandamál. M. a. hafa þeir Rusk og Gromyko setið tvo fundi, þar sem þetta hefur ver- ið til umræðu. í ræðu, sem Gromyko hélt á Allsherjarþingi S.Þ.. lagði hann til að ráðnir yrðu þrír fram- Jóhann Hafstein í Evrópuráðinu. Jóhann Hafstein dómsmála- ráðherra hefir verið skipaður fulltrúi fyrir ísland á ráðgjafar- þingi Evrópuráðsins. Tekur hann nú sæti sem aðalfulltrúi í stað Jóhanns Þ. Jósefssonar, sem lézt 15. maí sl. Kjörbréf Jóhanns Hafstein var lagt fram og samþykkt á þingfundi í Strassborg 21. september. Ráð- herrann gat ekki komið því við að vera á fundum þingsins að þessu sinni. Á fundi ráðgjafarþingsins 26. september var Einar Arnalds borgardómari endurkjörinn dómari í Mannréttindadóm- stóli Evrópu. Átti hann að ganga úr dómi eftir bráðabirgða- ákvæðum um kjörtíma, en var að þessu sinni kosinn ti! níu ára. kvæmdastjórar, einn frá Banda- ríkjunum, dr. Ralph Bunche, einn frá Rússlandi, Arkadyev, og einn frá hlutlausu ríkjun- um, Indverjinn Narashimhan, en þeir hafa allir verið póli- tískir aðstoðarframkvæmda- stjórar S.Þ. Neitunarvald. Um tíma virtist sem Gromy- ko hefði slakað nokkuð til, er fram kom tillaga um að til bráðabirgða yrði ráðinn einn framkvæmdastjóri og þrír að- stoðarframkvæmdastjórar, en við nánari athugun kom í Ijós, að Gromyko ætlaðist til þess, að sérhver aðstoðarframkv.- stjóranna fengi neitunarvald, en einmitt með þvi yrðu S.Þ. gerð- ar óstarfhæfar. Það er engin tilviljun, að Gro- myko tilnefndi ákveðna þrjá menn til að taka við fram- kvæmdastjórn S.Þ. Það eru ein- mitt þeir sömu þrír menn er fara með stjórn samtakanna núna, sem varamenn Hammar- skjölds. zta íslands- yggð vestra. Á fundi þeim, sem Sigurð- ur Magnússon átti með blaða- mönnum nýl. skýrði hann frá því, að í söluferð sinni vestur til Bandaríkjanna nú nýverið, hefði hann komizt á snoðir um fslendingabyggð i Michiganvatni, sem lítt hef- ir verið vikið að hingað til, en er þeim mun merkilegri, þar sem hér mun um að ræða elztu íslendingabyggð í N.-Ameríku og sennilega vestan hafs. Forsaga málsins er sú, að árið 1865 bjó maður að nafni Guðmundur Thor- grímsen á Eyrarbakka. Hjá honum starfaði maður að nafni William Wickson. Fluttist hann um þetta leyti vestur, og settist svo að á Washingtoneyju í Michigan- vatni. Þá var gott til fiskjar í vatninu, og skrifaði hann hingað heim til Eyrarbakka. Árangurinn af því varð sá, að enn fluttist allmargt fólk vestur á þessar slóðir. 2. ágúst 1874 var síðan sungin fyrsta íslenzka mess- an vestan hafs, í Milvaukee, og var um leið minnzt 1000 ára afmælis íslandsbyggðar. Þar voru þá saman komnir um 200 íslendingar. Margt af þessu fólki sett- ist síðan að á Washington- eyju, en aðrir fluttust til Kanada, én þá voru flutn- ingar þangað að komast í algleyming. Sigurður heimsótti nú þessa eyju. Þar búa um 650 manns, og helmingur þeirra mun af íslenzku bergi brot- inn. Hið elzta fólk mælir enn allvel á íslenzku,- Elzti maðurinn, sem Sig- urður hitti, var Þorlákur Jónsson, fæddur 1872 á Eyr- arbakka. Elzta konan er 87 ára. Þess má geta, að ein af þeim íslenzku minjum, sem Sigurður rakst á, voru á svo nefndum Gills Rock, áður en siglt var út á eyna, en þar stendur verzlunarhús, með áletruninni „Kaupstaður“. Á Washingtoneyju efndi Sigurður til kynningar- kvölds, sýndi íslandskvik- mynd og svaraði fyrirspurn- um. Var honum vel tekið, og sýnd mikil gestrisni, enda áhugi mikill fyrir íslandi. Vonandi gefst tækifæri til að heyra Sigurð skýra nánar frá þessari för sinni, áður en langt um líður, því að segja má, að ekkeyt hafi heyrzt um þessa elztu ís- lenzku „nýlendu“ vestan hafs.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.