Vísir - 29.09.1961, Page 16

Vísir - 29.09.1961, Page 16
VISIR Verkamenn í vélaiðnaðinum, 3 milljónir talsins, hóta verk föllum — scgjast ekki vilja sætta sig við kaupfrystingu þá, sem fjármálaráðherra Selwyn Lloyd boðaði. Djarflegt innbrot í Á.V.R. — litlu stolii. 1 morgun, þegar starfs- menn í áfengissölunni við Snorrabraut komu til vinnu sinnar, kom í ljós, að þar hafði verið framið djarflegt innbrot í nótt, en ekki miklu magni af áfengi stolið, þó þjófurinn kæm- ist alla leið inn í sjálfan áfengislager útsölunnar, þar sem áfengi fyrir hundruð þúsunda stendur í hillum. Þjófurinn hefur ráðizt með einhverju handverkfæri að timburhlera sem er fyrir glugga skrifstofu útsölunnar. Eftir að hafa komizt í gegnum hann, og inn í skrifstofuher- bergið, hefur þjófurinn reynt að sprengja upp öfluga hurð sem liggur að áfengisgeymsl- unni. En í þeim aðgangi öllum hefur skráin verið eyðilögð. En þá hefur það gerzt, að þjófurinn hefur ráðizt á sjálft skilrúmið milli skrifstofuher- bergis og víngeymslunnar, með þeim árangri, að hann hefur brotið sig í gegnum vegginn. Á honum eru margar hillur sem áfengi stendur í, svo ekki hef- ur manninum tekist að brjóta mjög stórt gat, en þó nægilega stórt til þess að geta skriðið í gegnum það, og rutt í burtu nokkru af vodkaflöskum. Hann hefur síðan valsað um í áfeng- isgeýmslunni, farið fram í búð- ina, einnig brotizt inn í verzl. Kjöt og Grænmeti. Þar var líklega engu stolið. í áfengisgeymslunni aftur á móti hefur þjófurinn stolið 16 flöskum af forláta Skota, sem hver flaska kostar 400 krónur. Leiðin í gegnum skrifstofu- gluggann er sú eina, sem kom- izt verður eftir inn í útsöluna og höfðu rannsóknarlögreglu- menn bent Jóni Kjartanssyni, forstjóra á, að einfalt mál væri að tryggja þennan glugga með því að setja þar upp þjófa- bjöllu. Islendingar töpuðu fyrir Egyptum. Á Evrópumeistaramótinu í bridge, fóru leikar svo, að Is- lendingar töpuðu fyrir Egypt- um 108:75. Aftur á móti hefur þeim tekizt að ná góðu forskoti á móti Dönum í hálfleik 8. um- ferðar, ísland 60 Danmörk 42. Kópavogur Dagblaðið Vísi vantar karl eða konu til að annast útbreiðslu Vísis í Kópavogi. Upplýsingar * síma 11660. Seudisveinar Dagblaðið Vísi vantar scndisvcina. Uppl. í síma 11660. Kaffistofa í Svína- hrauni brennd í nótt Snemma í morgun brann Litla veitingastofan til kaldra kola og varð engu bjargað. Litla veitingastofan er timb- urskúr, sem stendur í Svína- hrauni þar sem Þrengslavegur- inn og gamli Svínahraunsveg- •urinn að Kolviðarhóli mætast. í þessum skúr hafa verið seldar veitingar, öl, tóbak og sælgæti. Bílstjóri sem var á leið austur yfir Hellisheiði um sexleytið í morgun sá reyk leggja upp frá (húsinu, flýtti hann sér þá í : Skíðaskálann í Hveradölum og símaði þaðan til lögreglunnar í Reykjavík og skýrði frá atburð- EH* Lögreglan tilkynnti slökkvi- liðinu þetta. Brá það við þeg- ar í stað, en þegar það kom að skúrnum var hann alelda og ekki viðlit að bjarga neinu, hvorki húsi né því sem í því var geymt Brann húsið til kaldra kola. Litla kaffistofan var lokuð og búið var að setja hlera fyrir glugga hennar. Er fullvíst að hér hafa skemmdarverkamenn verið að verki, sem borið hafa eld að húsinu. Eigandi þess er kona að nafni Ólína Sigvalda- dóttir, Ásvallagötu 55 hér í bæ. Hin nýja fangageymsla lögreglunnar við Síðumúla lætur lítið yfir sér, en hún er 360 m.- „Kjallarinn lagöur nlður í næsta Blaðamenn frá Vísi skutust í gærdag inn í hið nýja fangahús, sem lög- reglan er að láta reisa inn við Síðumúla. Ljóst fannst þeim af hinni stuttu heim- sókn, að þegar það verður tekið í notkun, muni verða mikil straumhvörf í gæzlu- varðhaldsmálum. r ■ manuoir Margt iðnaðarmanna er að störfum í lögreglustöðinni. Málarar voru í varðstpfunni, járniðnaðarmenn voru í klef- unum að setja upp hin vegg- föstu járnrúm, og smiðir voru önnum kafnir. Strákarnir höfðu orð á iþví, að blaðamenn irnir myndu geta gengið að því sem nærri vísu, að þeir myndu eiga gistingu vísa í lcrk október því svo langt sé verkið komið. Átján eins manns fangaklef- ar verða í húsinu og er þar bjart inni. Loftræsting verður góð, en húsið allt hitað upp með blásara. Þá verður sér- stakur 4ra manna klefi, sem er ætlaður konum. Þar verða böð og allur aðbúnaður fanganna til fyrirmyndar. Þegar þessi varðhaldsstöð lögreglunnar, sem á að vera til þess að setja inn drukkna menn, verður tek in í notkun, mun Kjallarinn í lögreglustöðinni við Pósthús- stræti verða lagður niður, sagði Ólafur Jónsson, fulltrúi lög- reglustjóra Vísi í morgun. Læknabiðstofur og lyfjabuðir troðfullar út úr dyrum. Fólk hamstrar læknaþjóimstoi. Þeir sem leið áttu framhjá Iyfjabúðum bæjarins í gær og í morgun, veittu því athygli, að blindös var þar inni, og engu líkara en apótckin hefðu aug- lýst útsölu, og fátt var nú ótrú- legra. En þegar betur var að gáð, var orsökin önnur Hún var sem sé sú, að nú hækkar öll læknisþjónusta um máhaðamót- in. Þegar Vísir átti tal við yfir-J lyfjafræðinga í nokkrum lyfja-! búðum í morgun, sagði einn þeirra, að þetta væri víst í fyrsta sinn í sögunni, sem fólk hamstraði læknaþjónustu en ekki vörur. Hvers konar fólk fyllti lyfja- búðirnar í gær? Fyrst og fremst þeir sjúklinga, sem ganga með „króniska“ sjúkdóma, svo sem hjarta- og meltingarsjúkdóma o. s. frv. Læknastofur voru flestar yfirfullar í gær og í morgun. Þeir, sem ganga til Slys í Leirársveit. Um klukkan 10.30 í gær- morgun varð harkalegur árekst ur á þjóðveginum í Leirár- sveit >' Borgarfirði. Tveir bílar rákust ?. á mikilli ferð oy einn farþegi < hvorum þeirra slas- iðist. Þegar áreksturinn varð, var vörubifreið á leið norður veg- inn á milli Lækjar og Beiti- staða, en á eftir honum kom fólksbifreiðin R-2966 og ætl- aði framúr vörubifreiðinni. En í sama bili kom fólksbifreiðin R-11062 á móti og skullu bíl- arnir saman með þeim afleið- ingum að báðir skemmdust stórlega, en tvennt slasaðist. Kona, Ragna Einarsdóttir að nafni, sem var farþegi í R- 11062, skarst allmikið og var lögð inn i sjúkrahúsið á Akra- nesi, en Árni Pálssoní yfirverk fræðingur hjá Vegagerð ríkis- ins var í R-2966 og skarst í andliti. Gert var að meiðslum hans á Akranesi, en að því búnu mun Árni hafa haldið aftur til Reykjavíkur. Bílstjórarnir í báðum bif- reiðunum sluppu við meiðsli. Lögreglan á Akranesi tók málið til meðferðar. lækna að staðaldri, báðu lækn- ana um lyfseðla fyrir stærra magni af lyfjum en venja er. Yfirlyfjafræðingur í einu apó- teki sagði, að það hefði verið áberandi fleira fólk, sem kom- ið hefði í gær en gengur og gerist, og þó miklu meira magn af lyfjum, sem lyfseðlarnir hefðu hljóðað upp á. Maður einn kom inn í eina lyfjabúð- ina í morgun og var í öngum sínum. Hann þurfti nauðsyn- lega á lyfi að halda hið bráð- asta. Hann hafði farið á' stofu síns læknis, en þar voru svo margir fyrir, að honum leist ekki á að bíða, sneri síðan frá og fór á aðra læknastofu. En þar tók ekki betra við. Hann komst hreinlega ekki inn. Þess vegna kom hann í apótekið og bað þá þar fyrir alla muni að afgreiða sig með lyfið án lyf- seðils. Qg ösin var svo mikil hjá okkur, sagði lyfjafræðing- urinn, að það minnti helzt á bolludag í bakaríi. -jJc Komizt hefir upp ráðabrugg til að steypa stjórn Liberiu og koma þar á kommúnista- stjórn. Forsprakkinn hefur verið handtekinn. Hann hafði samstarf við sendiráð sovétstjórnarinnar í höfuð- borg Liberiu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.