Vísir - 29.09.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 29.09.1961, Blaðsíða 9
Föstudagur 29. september 1961 VÍSIR 9 Þrjú málverk eftir Richard Mortensen og Sálarandlit eftir Ásmund Sveinsson. Norræn list 1951 -61. Hin mikla sýning Norræna listabandalagsins, sem nú stend ur yfir í Listasafninu og Lista- mannaskálanm er fróðlegur og merkilegur viðburður. Nú er liðinn rúmur áratugur síðan bandalagið hafði sýningu hér, en þá var aðeins skálinn til af- nota, svo ólíku er saman að jafna nú, hvað fjölda listaverka og aðbúnað snertir, en samt hlýtur maður ósjálfrátt að rifja upp endurminningar frá fyrri sýningunni, svo sem tök eru á, og reyna að gera sér hug- mynd um, hvað gerzt hefir síð- an. Hver hefir þróunin orðið? Að mínu áliti hefir það síð- ur en svo truflandi áhrif, að listamenn þessara fimm þjóða sýna í sameiningu, án þess að skipta sér í afmarkaðar deildir. Það þarf nokkuð mikinn kunn- ugleika til þess að gera sér þeg- ar ljóst frá hvaða landi flest S J ÓNDEILD ARHRIN GUR. Það er ekki hægt að búast við því að soltinn maður í röð- um hinna atvinnulausu sýni mikinn áhuga á menningarleg- um hlutum. En nú, þegar laun- in eru góð og aðstæður yfirleitt þægilegar er það orðin brýn þörf að víkka sjóndeildarhring hans. — Daily Mail. verkanna eru. Á okkar tímum er stöðugt unnið að því, að móta sem flest á sama hátt og þá má- ist það þjóðlega fyrst út og síð- an persónuleg einkenni. Þar sem fimm ágætar menn- ingarþjóðir velja listaverk á sýningu sem þessa, þótt stór sé á okkar mælikvarða, þá verð- ur að gera nokkuð miklar kröf ur og fer þá einnig svo, að það lélega vekur engu minni eftir- tekt en það, sem skoðandinn telur vel gert og verður ekki eins undrandi yfir, þar sem hann gerir ráð fyrir því. Að sjálfsögðu mætti velja á jafn- stóra sýningu þessari önnur og ólík verk, en hvort sú sýning gæfi réttari hugmynd um nor- ræna list á þessu ári og þeim síðustu, er spurning, sem erf- itt er að svara, svo við verðum að taka þessa sýningu trúan- lega. SOSIALISMI EÐA LIBERALISMI. Það sem helzt skilur á milli í dag er það, hvort stefnt skuli að ríkissósíalisma eða því skuli trúað, að þróun eftir leiðum liberalista sé það heillavæn- legasta. Ef menn eru á síðarnefndri skoðuninni er auðvitað ekki hægt fyrir þá sömu að skipa sér að baki leiðtoga sósíaldemo- krata. — Fyns Tidende. Danski málarinn Richard Mortensen er frægur fyrir sínar geometrisku abstraktsjónir og á síðasta Biennale var hann einn um danska skálann þar. Denisé René hefir að vísu verið honum mikil stoð, en myndir hans eru ágætlega gerðar og Propriano sérstaklega aðsópsmikil. Egill Jacobsen málar enn grímur og er nr. 13 bezt þeirra, sem á þess- ari sýningu eru. Heerup heldur enn þeim persónulega og sterka stíl, sem einna fyrst kom fram í Vanlöse madonna árið 1936. ÁVINNINGUR OG FRELSISSKERÐIN G. Með því að loka Berlín hef- ur austurþýzka stjórnin komið í veg íyrir flóttamannastraum- inn, sem var orðinn hættulegur efnahagslífi ríkisins, en hún hefur kannske einnig komið í veg fyrir styrjöld, sem hefði getað leitt af átökum, sem auð- velt ^ar að hefja, meðan sam- göngur milli borgarhlutanna voru svo til frjálsar. — New York Herald Tribune. Yngri málararnir tveir eru ekki upplífgandi. Mikið orð hefir farið af sænska málaranum próf. Sven Erixson, sem líklega byggist á naivisma hans. Litskrúð er mikið í málverkum hans en lít- ið annað. Ulf Trotzig er óhlut- lægur og dálítið grófur, en lita- meðferð hans ekki öll þar sem hún er séð í fyrstu. Norðmenn hafa löngum átt góða listamenn, en nú er ekki annað sýnt en að sá tími sé að mestu liðinn hjá. Eg man eftir Ragnar Kraugerud á norsku sýningunni hér fyrir nokkrum árum og þótti hann athygls- verður og einnig nú. Hann not- ar mikið dökka jarðliti, en er traustur expressionisti. Arne Strömne er óhlutlægur og mál- ar einnig með dökkum litum, en býr yfir einhverju dulúð- ugu, sem taka mun sinn tíma að kynnast. Finnsku málararnir eru hver öðrum líkir og er það enginn ókostur á deild þessa sérstæða lands. Þar eru að finna verk eftir yngsta málara sýningar- innar og eru svo naturalistisk, að undrun vekur á þessum stað. Hann heitir Johani Linnovaara og nr. 51 minnir á Dali, hvað vinnubrögð snertir. Þetta eru athyglisverðar myndir og gætu bent til nýsköpunar á þessu sviði og einnig þess, að Finnar séu frjálslyndari í myndlist en margir aðrir. Mauri Favén er skemmtilegur við fyrstu kynni, en vafasamt má telja að þetta sterklitaða skýjafar vinni á. Unto Koistinem notar dökka liti, eða öllu fremur einn lit, og málar aðallega konur á mjög sérstæðan hátt og verða myndir hans minnisstæðar. Landslags- myndir eftir Ragnar Ekelund eru í daufum og þægilegum lit- um, blátt áfram og eðlilegar. Olavi Lanu er vafalaust sur- realisti en á jniðaldavísu. * Ekki verður annað sagt um okkar eigin menn, en að þeirra hlutur sé í engu lakari en hinna. Um þá Jón Stefánsson og Jóhannes var auðvelt að spá. Sverrir Haraldsson hefir nú breytt um stefnu og tekið upp einhverja hálofta rómantík og vinnur af hárfínni nákvæmni. Eiríkur Smith hefir að vísu hagnað af sambýlinu við Risan, en er betri en áður var. Eg ætla ekki að skrifa langt mál um höggmyndirnar. Adam Fischer er afburða myndhöggv- ari af þeim gamla skóla, sem nú er að líða undir lok, en satt að segja er óráðið hvað við tek- ur. Vafalaust má finna eitt og annað í hinni nýju höggmynda- list, sem spáir góðu, en á þess- ari sýningu dregur það lélega þó fremur að sér athyglina. Spýtnadót, kolryðgað járn og sótugir trjábútar og allt þetta lítt mótað af höndum, hvað þá andlegri snilli. Er þetta úrval höggmyndalistar í dag? í Listamannaskálanum er mikill fjöldi verka, sem nefnt er graflist og ber margt af því það nafn með rentu, því erfitt er að koma auga á, hvar listin er grafin. Eitthvað er af góð- um og sæmilegum myndum þarna, ef vel er leitað, en fjöld- inn er um of. Þótt ráða megi af þessari sýn- ingu, að norræn list sé ekki ris- há um þessar mundir, þá var þó fróðlegt að fá tækifæri til að sjá þetta úrval. Þetta tækifæri ættu allir að nota, sem vilja verða nokkurs vísari á þessu sviði. Felix. Fulltrúi fslands við útför. Útför Dags Hammarskjölds, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, fer fram í Uppsölum nú í dag. Hefir verið á- kveðið, að Magnús V. Magnús- son, sendiherra íslands í Stokk- hólmi, verði sérstakur fulltrúi ríkisstjórnar íslands við útför- ina. ■Jr Moona Hussein, kona Husseins Jordaniukonungs, á von á sér — næsta vor. Þau voru gefin saman í sumar. — gorejscr U godt «on. menneskeligt muligt. Men pllgtpn kan Ikke Indbe- tatte det umenncskelige, at man akul- ' le tprscnge aln bcvldsthed pA det Íoglik’tunuHgé,' og da det íkke er ^mullgtatanvende ’de tó J be- og rimellghcd dikierer mlg, ldet Jeg aptager, ,ai jeg vlUé (nena det lam- me, felv otn jeg ýar anaat 1 cn dcn «koI?form.' •. * - nemlig, at det vtlle’ rmn eievw, fordelt pi to. denvder er bctegsedg «oca_ .egnáde*. mi der Utke anaUUéa pogen optagel- tespreye.'Mcij hvla dar nu «r end «8 egnede, hc derbera odc. ca rar naa tor aiildlg* hcdtaa akyjd pi. udklg after et lena- grevebarn af paascnde dt hvor privö og der héJTér Utica tes nógenl tndaá nJullgh*4 tór lamwerlo-1 fgarel méd 'at; íteriun IT’djgtlghedskrlterlet- eUer. hlnt andet' dunkle. VlI. han yære'.reUay'- .... 4lg. k'an ,ban I Jaraté otógang- Ikké fpnóer.^mra dip. denolwatíike rtt (age henijn .tn andét end djgtlghe- kosining af 'den 'pcreoallge frlhéd og Ilvéu ret m et rokæ U? og fra. S* iángf étáteji Utke truee ’l ’tin'ekpl- yteni, mi foik eelv ota, hvórdan de vt) .tammenactú ilg* — *| ikóreh. Uo' ilg paplrerne.^* •’ "" .* •*’ •• .'•" • I kredM' udea for gymniuleakoltn o* d« h»J«re laereamíaltir anier mán vlitqók daá bmálggrlbende aktk'pjed •t «Ive vldnosbyrd ód.ea’ prevp eU'er ekaamcn for at' rawe enibetyden'dt MYNDLIST

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.