Tölvumál - 01.05.1986, Qupperneq 10

Tölvumál - 01.05.1986, Qupperneq 10
BAKSLAG 1 FRAMLEIÐSLU HUGBÚNAÐAR í nýlegu tölublaði bandaríska vikuritsins Business Week er fjallað um samdrátt I framleiðslu hugbunaðar fyrir stórar tölvur. Það hefur komið fram I umfjöllun manna hér á landi að umfang hugbúnaðarframleiðslu í heiminum hafi aukist um 30% til 40% á ári. Sumir bjartsýnismenn hafa talið þennan markað nánast ðtæmandi. Margir hafa bent á að við íslendingar eigum frekar að reyna okkur á þessum markaði en við framleiðslu tölvutækja. Undanfarin ár hafa skipst á skin og skúrir £ flestum greinum upplýsingaiðnaðar. Mörg þekkt stðrfyrirtæki hafa lent I erfiðleikum. Um það má taka mörg dæmi. Einn helsti framleiðandi einmenningstölva er Apple Computers. Það fyrirtæki hefur verið ðvenju mikið á síðum blaða á liðnum mánuðum. Afkoma Apple hefur versnað mikið síðustu mánuði. Annað stðrfyrirtæki I tölvuiðnaði er Control Data Corporation. Það er einnig með elstu fyrirtækjum á þessu sviði. Háværar raddir telja þetta grðna fyrirtæki nú allt að þvx á barmi gjaldþrots. Menn hafa fylgst með erfiðleikum þessara fyrirtækja og ýmissa annarra, sem hafa að mestu leyti tekjur slnar af framleiðslu tölvutækja. Þrátt fyrir það hefur hugbúnaðariðnaðurinn verið talinn traustur. Llklega er hönnun kerfa fyrir stórar tölvur elsta grein hugbúnaðariðnaðarins. Velta margra fyrirtækja, sem höfðu verkefni við að hanna hugbúnað fyrir stðru tölvurnar, ðx til skamms tíma um 40% á milli ára. Árið 1982 var samanlögð velta alls markaðarins 30% meiri en árið áður. Árið eftir dróg hins vegar mjög úr vextinum. Hann minkaði niður I tæp 10%. Árið 1984 tðk markaðurinn nokkuð við sér aftur og margir bjuggust við að hann stefndi I sama farið. Það reyndist ekki. Á nýliðnu ári, 1985, var aukning veltu markaðarins aftur um eða innan við 10% og á þessu ári er spáð enn minni aukningu. Þessar breytingar' komu mörgum fyrirtækjum I opna skjöldu, sérstaklega þeim, sem höfðu byggt rekstraráætlanir slnar á 30% vexti. Mörg þeirra hafa 10

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.