Tölvumál - 01.05.1986, Side 13

Tölvumál - 01.05.1986, Side 13
- að byrja á byrjuninni! - snyrtileg uppsetning, sem gefur bðkinni greinilega heildarmynd - stuttar og hnitmiðaðar setningar - stuttar málsgreinar - að forðast tæknimál og skammstafanir - að endurtekningar eiga rétt á sér í handbokum - að gefa dæmi með skýringartexta um raunhæfa vinnslu Sá, sem skrifar handbðk, þarf að sjálfsögðu að þekkja hvernig forritið vinnur. ffiskilegast er að hann fylgist með þegar forritið er hannað, þannig að handbðk og forrit séu tilbúin samtímis. Hann þarf því að vinna hratt, en skipulega, og fá gagnrýni á handritið á öllum vinnslustigum þess. 1 einum af fyrstu köflum handbókar má gjarnan vera lausleg kynning á helstu atriðum í stýrikerfi tölv- unnar, svo sem skráarnöfn, hvernig tekin eru afrit og nokkur fleiri undirstöðuatriði. Þar á eftir er nauðsynlegt að skapa, notandanum öryggistilfinningu með því að kynna honum á einfaldan hátt hvernig komast má inn og út úr forritinu. Síðan er skrifað um hvern þátt vinnslunnar fyrir sig i sérstökum köflum. Þeir mega gjarnan hafa undirkafla til aðgreiningar á aðalatriðum. Þar er farið nákvæm- lega yfir hvert einstakt atriði £ vinnslunni og sýnd dæmi. Nauðsynlegt er að hafa kafla með samandregnu efni, sem notandi getur flett upp i þegar hann er orðinn nokkuð öruggur £ notkun forritsins. Hann er ágætt að hafa aftast eða aftarlega I bókinni til þess að hann eða þeir rugli ekki byrjendur. Handbðkin er þá ekki lengur lesin I smáatriðum, heldur notuð sem upp- flettibók. Atriðisorðaskrár (Index) eru mjög nytsamlegar. 1 þeim þurfa að koma fram blaðsiðutöl fyrir flest þau atriði, sem minnst er á í handbðkinni, þar með talin dæmi. Ef þessi atriði eru höfð í huga gæti handbðkin 13

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.