Tölvumál - 01.10.1986, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.10.1986, Blaðsíða 7
Fljótlega eftir áramótin er einnig á dagskrá ráð- stefna um framleiðslu hugbúnaðar á íslandi. Hugbún- aðargerð er nú þegar orðin liflegur atvinnuvegur og telja menn að hátt i 500 manns starfi við kerfis- hönnun. Skýrslutæknifélagið telur timabært að huga að stöðu mála i þessum lifvænlega atvinnuvegi. Áhrif tölvutækninnar á atvinnu manna hafa lengi verið ofarlega á baugi erlendis. Um þessi mál hefur einkum verið fjallað frá þremur hliðum. Áhrif skjávinnslu á heilsufar gagnaritara og önnur mál, sem snúa að vinnuumhverfi hafa orðið tilefni heitra umræðna til dæmis i Bandarikjunum. Þá hafa ýmsar starfsstéttir verið afar uggandi um atvinnuöryggi sitt. Þar á meðal má nefna bankamenn og prentara. Að lokum má nefna breytt sjónarmið gagnvart stjórnendum fyrir- tækja. Til skamms tima hafa þeir lagt höfuðáherslu á tölvuvæðingu til að fækka starfsfólki. Nú hefur umræðan snúist gegn þeim á þeim forsendum, að þessar aðferðir hafi ekki skilað árangri í samræmi við tilkostnað og að þeir hafi reynst ófærir um að taka á málunum nærri sér. í febrúar hyggst Skýrslutæknifélagið leita samvinnu við félög launafólks og atvinnurekenda og fagfélög um ráðstefnu, sem fjallar um þetta efni. í mars hefur verið sett á dagskrá ráðstefna um tæknilega tölvunotkun og verður leitað samvinnu Verkfræðingafélagsins um hana. Ætlunin er að fjalla um svonefnd sérþekkingakerfi, sem nefnd eru "expert systems" á ensku. Fræðslumál á vormánuðum Þá hefur Sí mikinn áhuga á að stofna til ráðstefnu um tölvukennslu i skólakerfinu i mai. Ekki liggja fyrir áform um efnistök eða samstarfsaðila. Kynning á tölvunámi verður haldin i mai. Hún var haldin i fyrsta sinn við mjög góðar undirtektir i fyrravor. Hugmyndin er að ráðstefnan og kynningin falli saman og veiti þátttakendum heillega mynd af þessum mikilvæga málaflokki. 7

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.