Tölvumál - 01.10.1986, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.10.1986, Blaðsíða 13
SAMHLIÐA ALGÓRITMAR í þessari grein er ætlunin að gefa yfirlit yfir algóritma fyrir samhliða (parallel) tölvur. Samhliða tölva samanstendur af mörgum smærri undirtölvum, allt frá fáeinum tugum til nokkura þúsunda. Þær vinna allar saman að lausn þess vandamáls, sem leysa á. Hér verður ekki reynt að íysa hinum ýmsu gerðum samhliða tölva, sem eru að koma á markað heldur notast við einfalt likan til að sýna þær aðferðir, sem notaðar eru við að leysa vandamál i slikum tölvum. Samhliða tölvur Á siðasta áratug hafa rannsóknir á samhliða algóritmum aukist mjög, þó enn sé mikið verk óunnið. í samhliða algóritmum geta margir mismunandi hlutir verið að gerast samtimis. Af þessum sökum er mun erfiðara að hanna og skilja samhliða algóritma, en venjulega runu algóritma. Auk þess voru fyrstu raunverulegu samhliða tölvurnar ekki byggðar fyrr en fyrir 3-4 árum og enn i dag hafa eingöngu verið byggðar tilraunatölvur. Sem dæmi um samhliða tölvur má nefna "Cosmic Cube" tölvuna frá California Institue of Technology. Hún samanstendur af 64 16-bita undirtölvum af gerðinni Intel 8086, samskonar og notaðar eru i mörgum PC-tölvum. Hver 8086 tölva hefur 512K minni og er tengd við 6 aðrar. Þeim sem áhuga hafa má benda á að i janúarhefti timaritsins "Communications of the AMC" 1985 er grein um "Cosmic Cube". Margar undirtölvur vinna samtímis Ástæðan fyrir þvi að samhliða vinnsla er talin hagkvæm er að til þess að auka vinnsluhraða tölva dugir vart lengur að auka einungis klukkutiðnina. í sumum af hraðvirkustu tölvunum er klukkutiðnin þegar orðin svo há að á einu klukkutikki kemst rafstraumur aðeins nokkra tugi sentimetra eftir rafþræði. Það þýðir að tölvan þarf að vera mjög samanþjöppuð til að merkið i virunum nái til allra hluta hennar á nógu skömmum tima. Samhliða tölvur auka vinnsluhraðann með þvi að láta margar undirtölvur vinna samtimis að ákveðnu verki. 13

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.