Tölvumál - 01.10.1986, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.10.1986, Blaðsíða 12
Eftirfarandi grein barst TÖLVUMÁLUM frá Hjálmtý Hafsteinssyni, sem er við doktorsnám i Cornell háskólanum i N.Y. Hann segir meðal annars i bréfi til félagsins: "Ég hef verið meðlimur i Skýrslutæknifélaginu i nokkur ár og mér lýst vel á þær breytingar, sem verið er að gera á TÖLVUMÁLUM. Það væri gaman ef TÖLVUMÁL gætu orðið að raunverulegu mánaðarriti með efni fyrir alla, sem vinna við tölvur. Ég hef orðið var við að ég hef átt i nokkrum erfiðleikum með að útskýra i stuttu máli fyrir fólki það svið tölvunarfræðinnar, sem ég er i. Mér datt þá i hug að setja saman stutta yfirlitsgrein um samhliða algóritma. Ef þið haldið að þið getið notað grein þessa i TÖLVUMÁLUM, þá er ykkur velkomið að birta hana. " Ritnefnd þakkar Hjálmtý kærlega fyrir greinina og birtir hana hér með ánægju, þvi eins og oft hefur verið tekið fram, þá er alltaf ánægjulegt að heyra frá lesendum TÖLVUMÁLA og fá efni til birtingar.-kþ. 12

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.