Tölvumál - 01.10.1986, Blaðsíða 8
í apríl er á dagskrá félagsfundur, sem nemendur í
tölvufræðum við Háskólann annast. Þessi fundur er
orðinn að hefð. Hann gefur studentum færi á að kynna
það, sem þeir eru að vinna að. Félagsmönnum gefst
jafnframt kostur á að fylgjast með. Einnig er áformuð
vettvangskynning i april.
Af þessu má sjá að vormánuðirnir eru einkum helgaðir
fræðslu og skólamálum.
Tölvuorðasafn kemur út
Meðal annarra efna, sem eru á dagskrá vetrarins má
nefna útgáfu Tölvuorðasafnsins. Það hefur verið
endurskoðað og bætt i það mörgum orðum frá fyrra
orðasafni, sem gefið var út fyrir nokkrum árum. Þá
er áformað að gera könnun á tölvunotkun á íslandi.
Vonast er til að niðurstöður liggi fyrir á fyrstu
mánuðum næsta árs. Að endingu má nefna stofnun
fagráðs, sem stjórn félagsins hefur rætt á nokkrum
fundum. Þetta mál verður kannað enn frekar á næstu
vikum og leitað umsagnar ýmissa aðila innan okkar
samtaka, áður en ákvörðun verður tekin.
Deildir og kiúbbar
Stjórn félagsins hefur ákveðið að koma til móts við
hópa áhugamanna um afmörkuð mál með þvi að ýta undir
stofnun deilda eða faghópa.
Innan Skýrslutæknifélagsins eru ótal hópar, sem hafa
sameiginleg áhugamál. Aðilar, sem eiga við hliðstæð
vandamál að striða i sinu daglega starfi hafa oft
komið á formlegu eða óformlegu sambandi sin á milli.
Fyrirtæki, sem nota tölvur frá sama framleiðanda eða
af sömu tegund, geta þannig miðlað hvert öðru af
reynslu sinni. Sama á við aðila, sem nota hugbúnað
frá einum framleiðanda. Þá má nefna aðila, sem eru að
fást við hliðstæð vandamál, en nota ólikar aðferðir
og tæki.
öflugasti hópur af þessu tagi er efalaust DECUS
samtökin. í þvi félagi eru áhugamenn um Digital
8