Tölvumál - 01.10.1986, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.10.1986, Blaðsíða 15
Samlagning vektora hraðvirk Til að gefa hugmynd um mismunin á milli venjulegrar runu algóritma og samhliða algóritma skulum við lita á hvernig við leggjum saman tvo vektora, A og B, sem hvor inniheldur n tölur og setjum niðurstöðuna i vektorinn C. Hér á eftir er lýst venjulegu runu algóritma fyrir þetta verkefni. FOR 1:-1 TOnDO ClO>Ali]*Bl1]; Timinn sem það tekur venjulega tölvu að leysa þennan algóritma er af stærðargráðunni n, þar sem hann þarf að lita á allar n tölurnar i A og B. Samhliða algóritminn hér á eftir gerir hins vegar ráð fyrir að við höfum n undirtölvur og að vektorarnir A og B séu i sameiginlegu minni. Forritið eins og það litur út fyrir undirtölvu númer i er eftirfarandi: CUlAIU - Btil Allar undirtölvurnar n að tölu framkvæma þessa skipun samtimis, hver með sinni einkennistölu. Þannig leggur undirtölva númer 7 saman tölunúmer 7 i vektornum A og tölu með sama númeri i vektornum B. Timinn sem þessi algóritmi tekur er jafnlangur og það tekur að leggja saman tvær tölur. Hann er þvi n sinnum hraðvirkari en runu algóritminn. Jafnvel þó að við höfum færri en n undirtölvur þá er samt hægt að nota þennan algóritma til að auka vinnsluhraðann. Ef við höfum aðeins tvær undirtölvur getum við til dæmis skipt tölunum upp á milli þeirra þannig að hver undirtölva þurfi að leggja saman n/2 tölur þá er samhliða algóritminn tvisvar sinnum fljótari en runu algóritminn. Það er auðvelt að sjá að hraðaaukningin er i réttu hlutfalli við hversu margar undirtölvur við höfum, svo framarlega sem þær eru ekki fleiri en n. Dæmi: Við skulum nú lita á verkefni þar sem hraðaaukningin er ekki alveg i réttu hlutfalli við fjölda undirtölva. Við viljum til dæmis finna stærstu 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.