Vísir - 22.03.1962, Síða 2

Vísir - 22.03.1962, Síða 2
Á myndinni sjáum við senni- lega vinsælasta mann Noregs í dag. Hann er Toralf Engan, sigurvegarinn í skíðastökki Holmenkollenmótsins um helg- ina. Norðmenn eru nú um þess- ar mundir á mikilli uppleið í öllum íþróttum. í skíðum eru þeir að verða leiðandi þjóð, í handknattleik hafa þeir sigrað Dani og heimsmeistarana Téljka, í ísknattleik hrepptu þeir bronzverðlaun og þannig mætti áfram telja. En sigur í stökkkeppni Holmenkollen og það svo óvenju glæsilegur sem Engan vann nú er nokkuð sem Norðmenn meta meira en nokk- uð annað og því eru vinsældir hans svo miklar. VISIR Fimmtudagurinn 22. marz 1962. x Sagt frá næsfa keppinaut I. Johanssons Sænski hnefaleikakappinn Ingi- mar Johansson ætlar ekki að láta af barsmfðum að sinni. Hjá honum kemst aðeins eitt að: Að keppa aftur um heimsmeistaratignina f þungavigt. Og að þessum tindi mjakast hann hægt og rólega, vinnur einn kappann á fætur öðrum og er nú um þessar mundir í eins góðu ,,formi“ og hann hefur nokkurn tíma verið. HoIIcndingurinn Snoek næstur. Næsti bardagi Ingimars verður í KB-íþróttahúsinu í Kaupmanna- höfn þann 15. apríl n.k. Mikili spenningur er í kringum þennan bardaga, en andstæðingur hins risavaxna Svía að þessu sinni er 35 ára gamall Hollendingur, sem á 12 ára ferii sínum sem hnefaleikari hefur aldrei verið sleginn út þrátt fyrir nokkra erf- iðleika, sem hann á við að búa vegna slæmrar sjónar (notar kon- takt-Iinsur, jafnvel meðan hann slæst). Fellur Snoek nú í fyrsta sinni? Ekki er gott að segja hvort Snoek getur gortað af þessu eftir bardagann í Kaupmannahöfn, en víst er að það verður honum hörð raun að standast „Ingos högre“ eins og Svíar kalla hin geysiföstu og þungu hægri handar högg Ing- os. Og víst er að það \/erður ekki tekið á Hollendingnum með silki- hönzkúm. Missti sjón eftir leik við Thurphin. Snoek hefur barizt frá 1950 sem atvinnumaður. Til ársins 1957 átti hann 37 leiki að baki, 30 unna, 5 tapaða á stigum, en tvo dærada jafna. 1958 slóst hanh við Randy Thurpin, sem vann Sugar Ray Robinson og varð á tímabili heims meistari í millivigt, eða þar til Sugar Ray tók titilinn aftur. I leik þeirra Thurpins fékk Snoek mörg högg og slæm frá Thurpin, og er því haldið fram að hin bága sjón hans stafi frá þeim leik. Árið 1959 var gæfan honum ekki hliðholl og hann tapaði tveim leikjum, en gerði eitt jafntefli. Árið 1960 má segja að góðæri í sögu Snoeks hins hollenzka hefj- ist. Þá sló hann mjög góðan hnefa- leikamann, Helmut Ball, út í 5. lotu, síðan Ál Karm í 3. lotu og , sterlingspund á ári eða um 400.000 krónur reiknað í ís- lenzku. © Ákveðið er að Liston og Patterson muni berjast í sum- ar en dagurinn ekki ákveðinn né heldur staður. Undirskriftir hafa farið fram. ISLAND - NOREGUR síðan hvern á fætur öðrum, marga afbragðs góða. Þ. 5. marz s.l. varði hann titil sinn sem hollenzkur meistari fyrir Jahnsen, en Jahnsen var dæmdur úr leik í 9. lotu. Líklegt, má telja að Snoek sé ekki af sama „klassa" og Ingemar, enda er Ingemar nú sem stendur einn af 3 beztu í heiminum, eftir Patterson og Sonny Liston, en lík- lega þýðir ekki fyrir Ingemar að bíða eftir að fá sína jafnoka í hringinn. Þá fær hann ekki í keppni fyrr en hann hefur unnið Evrópumeistaratitilinn og allir leikir hans nú eru liður í þeirri viðleitni hans. • Billy Wright hefur tekið við forstjórn Aston Villa og fyrir það er hann sagður taka 3.500 © Hollenzka stúlkan Ria Van Velsen setti um helgina nýtt heimsmet í 100 metra baksundi og synti á 1.10.3 mín. Þessar myndir bárust okkur frá Danmörku, og 6ýna Ung- lingalandsliðið í Ieik sínum gegn Norðmönnum. — Á neðri myndinni sjáum við norsku leikmennina nr. 10, 8, 8 og 5. Á milli nr. 10 og 8 sést Kristján Stefánsson og Iengst til hægri Lúðvík Lúðvíksson. — Efri myndin: Kristján skýtur á markið (bak við hann er Rósmundur Jónsson.) Norðmaðurinn reynir að verja. Handknattleiksmót íslands að Hálogalandi kl. 8.15: 3. fl. k. A Breiðabl. - KR 2. fl. k. A Ármann — ÍBK 3. fl. k. A FH — Ármann 1. fl. KR - IR.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.