Vísir - 22.03.1962, Síða 5
Fimmtudagurinn 22. marz 1962.
VISIR
5
Þau syngja gömlu Passíu-
sálmalögin í útvarpinu
Nu er hálfnaður að þessu
sinni Iestur Passíusálmanna I
útvarpinu, 27. sálmur í kvöld.
Lesari í ár er séra Sigurður
vígslubiskup Stefánsson á
Möðruvöllum. Á undan og eftir
lestri hans eru nú í fyrsta sinn
í útvarpinu sungin gömlu Pass-
íusálmalögin. Fjórir söngvarar
syngja. Ljósmyndari Vísis tók
þessa mynd í gær af æfingu
söngfólksins í Dómkirkjunni.
Talið frá vinstri: Þuríður Páls-
dóttir, Magnea Waage, Erlingur
Vigfússon og Kristinn Hallsson.
Að baki þeim situr Páll ísólfs-
son og leikur undir á orgelið.
Það er Sigurður tónskáld
Þórðarson, sem útsett hefir
gömlu Passíusálmalögin, sem
við heyrum nú á hverju kvöldi.
Hann hóf að safna þeim víðs-
vegar af landinu fyrir um 20
árum, hefir búið þau til útgáfu,
og koma þau út á vegum
bókaútgáfu Menningarsjóðs áð-
ur en langt ftður í minningu
þess, að liðin eru 300 ár, síðan
farið var að syngja Passíusálm-
ana, og það var gert undir
þessum gömlu þjóðlögum /
fram um síðustu aldamót, þeg-
ar Jónas Jónasson safnaði og
gaf út erlend lög, sem notuð
hafa verið víðast hvar á land-
inu síðan.
Björn Bjarnason menntaskóla-
kennari áfram sínum ótrúlega
skemmtilegu erindum um
stærðfræði, sem hann kallar
þvi gamla fslenzka heiti Töl-
vísi, og ræðir enn um svokall-
aða talnaritun.
Guðmundur Gilsson
organleikari
Bach leikinn á orgel.
Þá kemur 6. kynning ís-
lenzkra orgelleikara á Bach,
ungur orgelleikari, Guðmundur
Gilsson á Selfossi, leikur orgel-
tilbrigðin „Sei gegrusset, Jesu
gUtig“, en Páll ísólfsson flytur
formálsorð. — Ekki get ég að
því gert, að frá því ég fyrst
man, hef ég ætíð hugsað mér
hinn mikla meistara Bach
fyrst og fremst skáld orgelsins,
enda þótt hann hafi vitaskuld
samið fjölda verka fyrir mörg
hljóðfæri önnur. Ýms tónverk
hans, sem við heyrum oft í út-
varpinu leikin af hljómsveitum,
eru ekki þannig komin frá tón-
skáldinu, heldur útsett af seinni
tíma mönnum, einkum Sto-
kowski. Það er því mjög
skenWhtilégt1 að bera saman
þau verk leikin á hljóðfærið,
sem Bach samdi þau fyrir og
svo aftur hljómsveitarútsetn-
ingarnar. Orgelið er raunar það
hljóðfæri, sem hljómað getur
líkast heilli hljómsveit. —
Guðmundur Gilsson (skírður
Gilsson) er Reykvíkingur, son-
ur Guðjóns vélstjóra Sigurðs-
sonar og Guðnýjar Jensínu
Gilsdóttur. Hann lauk námi (að-
algrein orgelleikur) í Tónlistar-
skólanum f Reykjavík og í
söngmálaskóla Þjóðkirkjunnar.
Var síðan á námskeiði í við-
haldi kirkjuorgela f Danmörku
og Þýzkalandi, stundaði orgel-
nám við tónlistarháskóla rfkis-
ins í Hamborg 1952 — 55.
Kenndi fyrst eftir heimkom-
una við tónlistarskólann f Vest-
mannaeyjum og kirkjusöng-
málaskólann. Frá 1955 hefir
hann verið skólastjóri og
kennari tónlistarskóla Árnes-
sýslu á Selfossi og einnig í
Rangárvallasýslu, og orgel-
leikari Selfosskirkju frá sama
tíma, og er formaður kirkju-
kórasambands Árnessýslu.
Kvöldvaka bændavikunnar
býður upp á fjölbreytta dag-
skrá í útvarpinu í kvöld. Fyrst
syngur karlakórinn Heimir í
Skagafirði undir stjórn Jóris
Björnssonar bónda á Hafsteins-
stöðum. Þá verða viðtöl við
þýzkar húsfreyjur á íslenzkum
sveitabæjum. Ráðunautar Bún-
aðarfélagsins tveir, þeir Agnar
Guðnason og Jóhannes Eiríks-
son, fara á bæi og ræða við hús-
freyjurnar að Seli í Grfmsnesi,
Miðhúsum í Biskupstungum,
Eystri-Ey í Kjós og Hrísakoti í
Botnsdal. Húsfreyjan að Seli
heitir Elinóra og við höfum
fyrir satt, að hún sé
einskonar barónessa eða því
sem næst, var ein þeirra mörg-
hundruð flóttastúlkna, sem
hingað komu 1949 frá Austur-
Þýzkalandi með tvær hendur
tómar og réðu sig í vist á ís-
lenzka sveitabæi, kræktu marg-
ar í bóndasoninn og tóku þau
svo við búsforráðum. Sumar
þessar stúlkur voru af forríku
fólki komnar, en flýðu frá öllu
og höfnuðu hér slyppar og
snauðar. Fáum við eitthvað
meira að heyra af því í kvöld.
„Góði dátinn Svæk“.
Fluttur verður leikþáttur úr
sveitinni eftir Emil Ásgeirsson
(bróður Haraldar Á.) bónda f
Gröf í Hrunamannahreppi, og
Helga húsfreyja Þórðardóttir í
Auðsholti í Biskupstungum
flytur minni karla. Þá verða
viðtöl við veiðimenn, Hinrik í
Merkinesi, Lárus í Grímstungu
og Carlsen minkabana. En það
er ekki aðeins Carlsen, heldur
og hinn landfrægi hundur hans
„Góði dátinn Svæk“, sem læt-
ur til sín heyra.
Ingólfur • • •
Framh. af 1. síðu.
að hér væri um að ræða frum-
rannsókn á sjálfu svæðinu und-
ir Miðbænum. — Með hinum
litla jarðbor ,sem safnar i sig
kjarna þess jarðvegs sem hann
fer f gegnum, er hugmyndin að
bora á alls 15 stöðum, víðs veg-
ar i miðbæjarsvæðinu, t.d. við
Herkastalann, í Aðalstræti, í
Grjótaþorpinu, við Dómkirkj-
una, þar sem áður stóð Dillons
hús og víðar. Borað verður í
rannsóknarskyni gegnum yngstu
jarðlögin.
Þvi miður verður ekki hægt
að hefja þessar boranir og at-
huganir fyrr en f byrjun maí-
mánaðar, sagði Þorkell Grims-
son, og með mér starfar við
rannsóknimar Þorleifur Einars-
son náttúrufræðingur.
í vetur hefur Þorkell nokkuð |
unnið að rannsóknum hins'
foma bæjarstæðis Reykjavíkur.
Jafndægur . • •
Framh. af 1. síðu.
heima. Það mátti sjá það
á fasi og allri framkomu
vegfarenda að þeim var
létt i skapi við tilhugs-
unina um nálægð vors-
ins. Menntaskólakrakk-
ar spígsporuðu áhyggju
lausir á Lækjargötunni,
og nutu rjómaíssins úti
í veðurblíðunni, í ná-
lægð við blessað vorið.
(Ljósm. Vísis: I.M.)
IFrumsýning • • •
Framh. af 16. síðu.
fyrsta skipti hér á landi. En hefur
verið mikið leikið á Englandi og
hvarvetna hlotið miklar vinsældir,
enda er leikurinn hinn spaúgileg-
asti. Leikurinn gerist á stríðsárun-
um og fer fram á heimili sóknar-
i prestsins.
Með hlutverkin fara: Auður Guð-
mundsdóttir, Ragnar Magnússon,
Margrét Guðmundsdóttir, Steindór
Hjörleifsson sem leikur sóknar-
prestinn séra Toop í veikindafor-
föllum annars, Sigurður Kristins-
son, Valgeir Óli Gíslason, Sverrir
Gaðmundsson og Gunnlaugur
Magnússon.
Leiktjöld eru máluð af Bjarna
Jónssyni listmáiara. Guðmundur
Þorleifsson smíðaði leiksviðsút-
búnaðinn.
Athugasemd
Vegna óverðskuldaðra ummæla
á þriðju síðu blaðsins s.l. fimmtu-
dag skal eftirfarandi tekið fram:
ísl. niðursuðuvörur hafa verið
fluttar út fyrir tugmilljóhir króna
á síðastliðnum árum, og nam út-
flutningurinn á árinu 1961 rúm-
lega 22 milljónum króna til 13
landa.
Mestur hluti niðursuðuvara
þeirra, sem út hafa verið fluttar,
hafa verið í umbúðum, sem fram-
Ieiddar eru hér á landi.
Þrátt fyrir frjálsan innflutning ,
dósa ,sem eru tollfrjálsar við út-
flutning, hafa framleiðendur séð
sér hag í því að kaupa dósirnar
hérlendis.
Leikfimi
að nýju
Ákveðið hefur verið í sam-
ráði við heilbrigðisyfirvöldin að
leikfimi og sundkennsla hefjist
•að nýju á morgun samkvæmt
stundaskrá f öllum skólum.
Það skal þó brýnt fyrir for-
eldrum þeirra barna, sem hafa
fengið inflúenzuna og hafa ekki
náð sér að fullu eftir hana að
fara varlega í sakimar fyrst í
stað.
Hæstu með
300 tonn
í SÍMTALI sem blaðið átti í
morgun við Vestmannaeyjar,
kom það fram, að það er
heldur dauft yfir vetrarver-
tíðinni í þessari stærstu ver-
stöð landsins. Sem dæmi um
lítil aflabrögð, var það tekið
fram að um miðjan þennan
mánuð hafi aflahæsti bátur-
inn verið kominn með um
300 tonna afla alls, en það er
Stígandi, skipstjóri Helgi
Bergvinsson.
Eftir kvöldfréttatíma heldur
Axglýsendur athugið!
Al’jr auglýsingar, aðrar en smáauglýsingar, þurfa að hafa
borizt blaðinu fyrir kl. 6 daginn áður. Smáauglýsingar fyrir kl. 10
f.h. samdægurs.
I
idantekning er á þessu á mánudögum. Þá er frestur til að
skila öllum auglýsingum til kl 10 f.h. samdægurs.
KL :taka auglýsinga er í Ingólfsstræti 3 og Laugavegi 178
(III. hæð). - Sími 11660.
Dædblaðið VÍSIR