Tölvumál - 01.10.1987, Side 7

Tölvumál - 01.10.1987, Side 7
Þann 3. september s.l. sendi nefndin bréf til Jóns Baldvins Hannibalssonar, f jármálaráðherra, þar sem rökstudd mótmæli voru lögð fram gegn álagningu söluskatts á tölvur, hugbúnað og tölvuþjónustu, og skorað á stjómvöld fýrir hönd Skýrslutæknifélags íslands að endurskoða hug sinn i þessu máli. Nefndarmenn teldu það alvarleg mistök ef skammtíma- s j ónarmið yrðu látin ráða á kostnað langtimahagsmuna islensks þjóðfélags og þar á meðal skattgreiðenda. Vegna óljóss orðalags nýútgefinnar reglugerðar um 25% söluskatt á tölvur og 10% sérstakan söluskatt á tölvu- þjónustu óskuðu söluaðilar IBM PC-tölva eftir þvi við fjármálaráðuneytið þann 8. septerriber s.l. að skýrt yrði hvemig hugbúnaður skyldi skattleggjast. Það gerði ráðuneytið með bréfi dags. 9. september, sem sent var til tollstjóra og til áðumefndra söluaðila. Þar kemur fram að 25% söluskattur sé lagður á staðlaðan hugbúnað. Þar sem ljóst er að 25% söluskattur er reiðarslag fyrir islenskan hugbúnaðariðnað hélt nefndin ötullega áfram að vinna að þessu máli. Að loknum viðræðum við aðstoðarmann f jármálaráðherra, Bjöm Bjömsson, og rikisskattstjóra var ljóst að aðalatriði málsins em þessi: Hugbúnaður er söluskattsskyldur og verða engar undan- þágur veittar Óheppilegt er að framleiðsla og þjónusta hugbúnaðar- fyrirtækja sé flokkuð i þrjá flokka: fjölfaldaður hugbúnaður með 25% skatti vinna, aðlögun, viðbætur og uppsetning með 10% skatti og kennsla án söluskatts. - Mælt verði með þvi að söluskattur á hugbúnað verði 10%, hvort sem hugbúnaðurinn er fjölfaldaður eða ékki og að kennsla sem fer fram i kennslustofu á skipulögðu námskeiði sé án söluskatts. Þegar þetta er ritað hafa Skýrslutæknifélag fslands og Félag islenskra iðnrekenda boðað til sameiginlegs fundar i Norræna húsinu til að kynna stöðuna i söluskattsmálum og ræða áfrairihaldandi aðgerðir. -kþ. - 7 -

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.