Tölvumál - 01.10.1987, Page 12

Tölvumál - 01.10.1987, Page 12
 SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG fSLANDS Pósthólf 681 121 REYKJAVÍK ¥ [—1 f "tq N Á M S K E I Ð g HUGBÚNAÐARGERÐ Skýrslutæknifélag íslands heldur námskeið i hugbúnaðargerð, dagana 2.-6. nóvember n.k. kl. 09.00 til 17.00, að Hótel Loftleiðum (Eiriksbúð). Námskeiðið er einkum ætlað þeim, sem þurfa að skipuleggja og stjóma stórum hugbúnaðarverkefnum, s.s. kerfisfræðing- um, ráðgjöfum, tölvunarfræðingum og verkfræðingum. Kjarni námskeiðsins er fyrirlestrar, jafnframt þvi sem þátttakendur fást við verkefni tengd efni þeirra. Farið verður i heimsókn til stærstu tölvuseljenda hérlendis og þau hjálpartæki er þeir bjóða við hugbúnaðargerð verða kynnt. Ennfremur verða kynnt aðfengin hugbúnaðarkerfi sem nota má til þess að meta og hanna hugbúnað. Þátttakendur kynnast nýjustu aðferðum við kerfisgerð og beitingu þeirra. M.a. verður fjallað um kröfu- greiningu, kerfisgreiningu, kerfishönnun, gangsetn- ingu tölvukerfa, hjálpartæki, s.s. forritunarmál af fjórðu kynslóð, frumgerðir ("prototypes"), hugbún- aðarverkfræði, prófanir tölvukerfa, verkefnisstjórn- un, gæðamat og gæðaeftirlit, mat á stærð hugbún- aðarverkefna, hagkvæmnisathuganir á rekstri tölvu- kerfa, staðla, útboðslýsingar og tilboðsgerð. KENNARAR: Dr. Oddur Benediktsson, prófessor i tölvunarfræði við Háskóla íslands. Bjarni Júliusson, kennari i kerfisgreiningu og kerfishönnun við Háskóla íslands. BÆKUR: Testing in Software Development: Ould og Unvin Software Engineering Economics: Boehm Software Engineering: A practitioners Approach: Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hjá Kolbrúnu Þórhallsdóttur, sem einnig gefur allar nánari upplýsingar, á skrifstofu Skýrslutæknifélags íslands i síma 2 75 77. SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.