Tölvumál - 01.10.1987, Page 14

Tölvumál - 01.10.1987, Page 14
þumlungi að gildleika. Flinm slikir kubbar gátu skipst á upplýsingum 18 milljón sinnum á sekúndu. Þessi tölva vann hundrað sinnum hraðar en samsvarandi tölva gerði árið 1972, hún var meira en hundrað sinnum minni og kostaði u.þ.b. tiu sinnum minna. Ég nefni þessar tölur til að árétta, hvemig örgjörvinn sækir mátt til smæðar sinnar. Ódýr verður hann vegna smæðar og hraðvirkur af sörnu sökum; og vegna smæðar hans er hægt að nota hann á stöðum, þar sem tölvur fýrri tima hefðu ekki rúmast. Þannig gerir hann framtiðarsýn eldri tölvu- fræða að raunveruleika; sem sé, að tölva geti annað hvaða verki sem er, sé á annað borð hægt að skilgreina það skýrum orðum. Mánrikynið hefur þá loks eignast fyrstu allsherjar- vélina. Afleiðingin er sú, að sistækkandi svið mannlegrar starfsemi má nú fela æ ódýrari rafeindabúnaði. Störf manna hverfa, og þau störf, sem fyrst hverfa, eru raunar hvorki ógeð- felldustu né hættulegustu störfin. Teiknibúnaður tölva getur einatt annað störfum tækniteiknara og hönnuða skjótar og betur en áður. Sjálfvirkni hefur leyst verkþekkingu prentara af hólmi. Svo kann jafnvel að fara, að sérmennt- aðar tölvur geri óþörf eða úrelt störf sérfræðinga,- laekna, lögfræðinga, eða þá háskólakennara. Reynslan bendir ljóslega til einnar niðurstöðu. Tölvan seilist öðru fyrr í ýmis "milliliðastörf". Hún dregur úr samskiptum þess, sem framleiðir vöru eða veitir þjónustu, og þess, sem verka hans nýtur. Sú breyting kann að koma niður á "milliliðum í millistétt" áður en varir, fólki á borð við starfsmenn ferðaskrifstofa og barika ekki siður en verkamönnum við færibönd. í sem stystu máli mun meiri auður skapast af starfi færra fólks en áður, og þar verður um mjög sérmenntað fólk að ræða. Viðbrögð stjómmálamanna Hvemig hafa nú hægri- eða vinstrisinnaðir stjómmálamenn brugðist við öllu þessu? Þeir skírskota vitaskuld oftast til sögunnar, og benda á, að tiltekin jafna hafi ætið gengið upp, sem sé, að ný tækni jafngildi nýjum auði, sem aftur jafngildi aukinni eftirspum og þá jafnframt auknum starfstækifærum. Sú jafna mun duga okkur áfram, segja þeir. Flestir viðurkenna þeir þó, að þetta muni gerast hraðar en áður hefur þekkst, og þorri almennings verði að - 14 -

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.