Tölvumál - 01.10.1987, Side 16

Tölvumál - 01.10.1987, Side 16
Þessir menn viröast litt láta það hrella sig, þótt laéknis- fræði- og félagsfræðikannanir sýni, að atvinnuleysi er sýkjandi, veldur félagslegu róti og sviptir menn sjálfs- virðingu. Svar þeirra er, að gildi vinnunnar gæti varð- veist í öllum þeim möguleikum, sem mónnum muni gefast til að verða hver öðrum að gagni á nýja vegu - og vinna skapandi störf á þann hátt. Það, sem glatast mundi, væru einungis úreltar hugmyndir um tengsl vinnu og kaups. Og þeir, sem kysu þá enn að keppa eftir auði, gætu svo sem gert það og jafnvel komist i álnir; það kynni jafnvel að reynast okkur hinum ávinningur. Hér mun nú mörgum finnast, að hugarflugið sé komið út yfir öll mörk; þessi trú á velvild eins manns i garð annars votti e.t.v. helst til mikla bjartsýni. En atriði af þessum toga kalla á almenna umræðu. Það má ráða af þvi, að þrátt fyrir sundurlyndi eru menn þó ásáttir um eitt: í þessum heimi samkeppninnar eigum við ekki annars kost en að nýta örgjörvann sem skjótast til að skapa nýjar vörur og þjónustu og endurbæta það sem fyrir er. Við eigum ekki annars úrkosti, ef við viljum viðhalda þeirri hagsæld, sem lif okkar miðast við. Velji einhver iðnaðarþjóð þann kost að viðhalda störfum, sem orðin eru þarflaus, jafnvel óarðbær, þá dæmir sú þjóð sig sjálfkrafa til fátæktar. Kenneth Baker, upplýsingamálaráðherra, hefur dregið þetta saman í slagorðin: "Tölvuvæðing eða tortíming". í reynd er sama, hvaða leið þjóðir velja - eða neyðast til að velja i þessum efnum -, sama, hvert stefnt verður, þá munu þeir nú fáir, sem véfengja orð Tony Benns frá 1978: "Þjóðfélags- breytingamar verða öldungis ólýsanlegar, og það getur reynst stjórnmálamönnum niunda áratugarins ofraun að bregðast við þeim." Hætta er falin i þvi, að öll höfum við lifað slíkt tíma- skeið, að okkur er tarnt að lita á siörari breytingar sem sjálfsagðan hlut. Flugsamgöngur og sjónvarp hafa breytt lífi Vesturlandabúa, en örgjörvinn ristir dýpra. Nú er erfitt að ímynda sér nokkur störf, sem unnin verða án örgjörvans. Umfram annað neyðir þessi örsmái gripur okkur nú til að endurmeta ýmsar grillur, sem við gátum áður vikið úr huga okkar; hugmyndir, sem áttu sér einum of óálitlegar lausnir eða þá alls engar. En nú eru margar lausnanna innan - 16 -

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.