Tölvumál - 01.02.1989, Qupperneq 13

Tölvumál - 01.02.1989, Qupperneq 13
SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANOS Postholf 681 121 REYKJAVIK Í&L FÉLAGSFUNDUR Skýrslutæknifélag íslands boðar til félagsfundar í Norræna húsinu fimmtudaginn 2. mars 1989, kl. 16.00 Efni: ÓLÖGLEG AFRITUN HUGBÚNAÐAR - alvarlegt vandamál? Það er hagur allra, bæði notenda og seljenda hugbúnaðar, að ekki séu notuð ólöglega afrituð eintök forrita. Þannig er stuðlað að betri þjónustu, örari nýjungum og lækkandi verði á hugbúnaði. Á síðasta ári var fjallað um einn anga þessa máls á athyglisverðum félagsfundi um höfundarétt. Með þessum fundi hyggjumst við færa umræðuna nær daglegum veruleika og ræða þessa spurningu opinskátt. LEITAST VERÐUR VIÐ AÐ SVARA ÞEIRRI SPURNINGU HVORT ÓLÖGLEG AFRITUN OG DREIFING Á HUGBÚNAÐI SÉ ALVARLEGT VANDAMÁL HÉR Á LANDI. Framsögumenn: Hjörtur Hjartar, varaformaður SÍ Lúðvík Friðriksson, verkfræðingur Haukur Nikulásson, sölustjóri Kaffiveitingar verða kl. 16.00 á undan erindunum, sem hefjast kl. 16.15. Að því loknu gefst fundarmönnum tækifæri til fyrirspurna og umræðna um efnið. Fundarstjóri: Halldór Kristjánsson, formaður SÍ. Stjórnin.

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.