Tölvumál - 01.03.1989, Page 3

Tölvumál - 01.03.1989, Page 3
Tölvumál Mars1989 TÖLVUMÁL FRÉTTABRÉF SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGS ÍSLANDS 2. tbl. 14. árg. mars 1989 Efnisyfirlit: 4 • Frá formanni 5 • Ólögleg fjölföldun hugbúnaðar; Lúðvík Friðriksson 7 • Ólögleg afritun hugbúnaðar; Haukur Nikulásson 9 • Fjölnir; Snorri Agnarsson 14 • Fyrirtækjakynning: Hafrannsóknastofnun 15 • FráOrðanefnd 16 • Geisladiskar 18 • Kynning á LBMS-notendahópnum Ritnefnd: Þórunn Pálsdóttir, tölvunarfræðingur, ritstjóri og ábyrgðarmaður Helgi Þórsson, forstöðumaður Sigrún Gunnarsdóttir, tölvunarfræðingur Hólmfríður Pálsdóttir, tölvunarfræðingur Ritstjórnargrein: Tölvumál koma nú út með nokkuð breyttu sniði frá því sem verið hefur. Umbrot og uppsetning er önnur og einnig eru nokkrar breytingar á innihald- inu. Blaðið verður þó, að minnsta kosti fyrst um sinn, gefið út í sama upplagi og verið hefur og útgáfutíðnin verður sú sama, eða um 9 blöð á ári. Hvað varðar breytingar á efni blaðsins eru þær enn í mótun en ýmsilegt nýtt lítur þó dagsins ljós í þessu blaði. Ætlunin er að vera með kynningu á tölvu- málum eins fyrirtækis í hverju blaði. Fyrsta fyrirtækið sem þannig er kynnt er Reiknideild Hafrannsóknastofnunar. Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins verður með fastann þátt um nýjar þýðingar á tölvuorðum. Einnig verður fastur pistill frá formanni og grein fyrir notendur einkatölva. í þetta skiptið er sú grein samantekt um geisladiska. Fréttabrotum, bæði innlendum og erlendum, verður skotið inn eftir því sem færi gefst. Að sjálfsögðu verða áfram greinar frá félagsfundum SÍ og núna eru þær tvær, um ólöglega afritun hugbúnaðar. Stefnt er að því að birta reglulega faglegar greinar og greinar um álitamál. í þessu blaði fjallar faglega greinin um íslenska forritunarmálið Fjölni. í:jármálaráðynoytið Bökasafn Efni TÖLVUMÁLA er unnið í PageMaker á Macintosh-tölvu. Fjölritað hjá Offsetfjölritun hf. 3

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.