Tölvumál - 01.06.1989, Side 13

Tölvumál - 01.06.1989, Side 13
Tölvumál júní 1989 Hvað kostar að nota upplýsingabankann? Það er erfitt að fullyrða hvað það kostar hvert fyrirtæki að nota upplýsingabanka SKÝRR. Það fer eftir ýmsu, eðli og tíðni notkunar, tengimáta og hraða sendinga. Hér er vísbending um stofn- og rekstrarkostnað, annars vegar við upphringisamband og hins vegar með fastri línu. Upphringisamband: Stofnkostnaður Mótald, Stæliro.fl....3045 þús. Vinna við uppsetningu...>6 þús. Rekstrarkostnaður Tengigjald við SKÝRR á mánuði..............1.450 kr. Notkunargjald á aðgerð umfram lOOaðgerðir.......2.56-5.56 kr. (Ein aðgerð mælist í hvert sinn sem ýtt er á sendingarhnapp og beðið um upplýsingar ffá móðurtölvunni.) skrám í upplýsingabankanum, greiddi SKÝRR að meðaltali kr. 37.000 á mánuði fyrstu 4 mánuði ársins. Auk þessa er greitt gjald til eigenda gagnasafnanna og leigugjald fyrir línu til Pósts og síma. Hvernig er hægt aö tengjast SKÝRR? Allar algengustu gerðir af tölvum og stýritækjum fyrir útstöðvargcta tengst SNA-tölvuneti SKÝRR. Sambandið er ýmist upphringi- samband eða föst lína. Línur eru ýmist talsímalínur eða að almenna gagnanetið er notað. Hraðinn er mismunandi, allt frá 1200 bot upp í 56.000 bot. Hvaða leið verður fyrir valinu ræðst af því hversu mikil notkun er áætluð og hvaða kröfur eru gerðar um hraða og gæði. Dæmigert fyrirtæki með upphringisamband við SKÝRR og aðgang að þjóðskrá og bifreiðaskrá greiddi SKÝRR að meðaltali 5.000 kr. á mánuði fyrstu 4 mánuði þessa árs. Auk þessa er greitt gjald til eigenda gagnasafnanna og skrefagjald til Pósts og síma. Föst símalína (10 km): Stofnkostnaður Lína og mótald........> 200 þús. Auk uppsetningarkostnaðar (tengibún. og vinna). Rekstrarkostnaður Tengigjald ámánuði...............6.1-24 þús. Notkunargjald áaðgerð............1.58-5.56 kr. Dæmi um fyrirtæki tengt með fastri línu á hraðanum 9600 bot, með að- gang fyrir 14 starfsmenn að flestum Upplýsingaveita Stefna SKÝRR er að vera upplýs- ingaveita þar sem upplýsingum er veitt án tillits til staðsetningar gagnasafna og án tillits til véla- gerðar. Stefnt er að því að sömu upplýsing- ar séu aðeins geymdar á einum stað. Staðsetning þeirra fari eftir því hvemig notkun er háttað, samanber flokkun í landskerfí ofl. og mið- lægni gagnanna eins og ég nefndi í upphafi. Það skapar hættu á villum og dregur úr áreiðanleika gagna að dreifa afritum af skrám til notkunar á ýmsum stöðum. SKÝRR vinna að því að samræma framsetningu upplýsinga og gera hana eins skýra og kostur er, til að auðvelda fólki að átta sig á upp- lýsingunum. Allar algengustu gerðir af tölvum og stýritœkjum fyrir útstöðvar geta tengst SNA- tölvuneti SKÝRR. 13

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.