Tölvumál - 01.06.1989, Qupperneq 14

Tölvumál - 01.06.1989, Qupperneq 14
Tölvumál júní 1989 Fyrirtæki og stofnanir tengd SKÝRR geta nú flett upp niðurstöðum á bankareikningum sínum í gegnum tenginu við Reiknistofu bankanna. Unnið er að samræmingu og ein- földun á þeim "verkfærum" sem SKÝRR bjóða upp á til að vinna úr upplýsingunum. Virðisaukið net (Value Added Network) Nýlega var stigið stórt skref fram á við á þessari braut, þegar SNA-net Reiknistofu bankanna og SKÝRR voru tengd saman. Þar með opnað- ist leið fyrir alla þá sem hafa aðgang að annarri hvorri tölvumiðstöðinni, til að fletta upp upplýsingum í móð- urtölvu hinnar. Fyrirtæki og stofn- anir tengd SKÝRR fletta nú upp niðurstöðum á bankareikningum sínum og bankamir fá aðgang að skrám í upplýsingabanka SKÝRR í gegnum þessa samtengingu. Teng- ingin opnar líka möguleika á að flytja niðurstöður úr daglegu upp- gjöri bankanna viðstöðulaust inn í innheirníukerfi hjá SKÝRR og inn- legg á bankareikninga hjá RB strax að lokinni launakeyrslu hjá SKÝRR svo að einhver dæmi séu tekin. SKÝRR tengjast einnig ísneti. SNA-net SKÝRR, SNA-net Flug- leiða og DEC net Verslunarbankans eru þar samtengd. Þess verður ef til vill ekki langt að bíða, að hægt verði að skoða áætlanir flugvéla og jafnvel að bóka flugfarmiða í gegnum ísnet. Tengistaðlar í ísneti eru IBM (SNA), DEC (DECNET) og UNIX (TCP/IP). ■ S Sumarheimsókn \ Mjólkursamsalan og Skýrslutæknifélag íslands ■ bjóöa til tækniheimsóknar aö Bitruhálsi 1 í húsnæði Mjólkursamsölunnarfimmtudaginn 29. júní klukkan 14.00. Dagskrá: Mjólkursamsalan - kynning Stýrikerfi framleiðslu skoðað og kynnt Heimsókn í tölvudeild MS Kaffiveitingar Mjólkursamsalan er eitt tæknivæddasta iðnfyrirtæki landsins og hefur sjálfvirkur stýribúnaður við framleiðslu vakið mikla athygli. Hér er því kjörið tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og skoða áhugaverðan búnað í notkun. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Skýrslutæknifélags íslands eigi síöar en 28. júní 1989, í síma 27577. 14

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.