Tölvumál - 01.06.1989, Qupperneq 19
Tölvumál júní 1989
(domairi) menntastofnana í Banda-
ríkjunum. Vilji viðtakandinn í
Stanford svara, sendir hann einfald-
lega póst til nnafn@rhi.hi.is, þar
sem nnafn er nú neteinkenni send-
andans hjá RHÍ, is er íslenska net-
svæðið, hi er Háskóli íslands og rhi
er Reiknistofnun. Sami búnaður er
að sjálfsögðu notaður við póstsend-
ingar til notenda innan stofnana og
fyrirtækja (og má þá einfaldlega
sleppa svæðisnetfangi stofnunar, og
nota eingöngu neteinkenni við-
takanda).
Almennt er notkun póstkerfisins
mjög einföld og tölvupóstur er kom-
inn á áfangastað innan nokkurra
klukkustunda.
Tölvuráöstefnur
Usenet er alþjóðlegt ráðstefnukerfi
þar sem menn skiptast á skoðunum
um margvísleg málefni, koma á
framfæri fféttnæmu efni og dreifa
hugbúnaði. Þar sem umfang upp-
lýsinga á Usenet á hverjum tíma er
mikið (gróflega áætlaður lesenda-
fjöldi er um 200.000) velja lesendur
þær ráðstefnur sem þeir vilja
fylgjast með og sjá ekki annað.
Usenet er skipulagt þannig að
ráðstefnum er gróflega skipt í
nokkur áhugasvið og síðan er fínni
skipting í undirráðstefnur innan
hvers sviðs.
Til fslands koma um 350 ráðstefnur,
en á netinu í heild eru mun fleiri.
Innan hverrar stofnunar eða fyrir-
tækis eru einnig venjulega settar
upp ráðstefnur með takmarkaðri
dreifingu (fara ekki út af vélum
viðkomandi aðila). Einnig eru settar
upp ráðstefnur með annars konar
takmörkunum á dreifingu (aðallega
landfræðilegri). Af aðilum tengdum
íslenska Unix-netinu eru átta
áskrifendur að Usenet (þar á meðal
RHÍ, Raunvísindastofnun, Haf-
rannsóknarstofnun og Orkustofnun
og aðrir eru í takmarkaðri áskrift).
Ráðstefnum er almennt skipt í tvo
flokka, opnar og lokaðar ráðstefnur.
í opnar ráðstefnur má hver sem er
skrifa greinar og taka þátt í umræð-
um. Greinar og svör sem beint er
inn í lokaðar ráðstefnur fara hins
vegar í gegnum nokkurs konar rit-
skoðun. Einn aðili tekur þá að sér að
sía það sem inn í slíkar ráðstefnur er
sent og sér hugbúnaðurinn á
hverjum stað um að senda þessum
aðila greinamar í pósti. Hver sem er
getur aftur á móti lesið slxkar lokað-
ar ráðstefnur.
Useneí er alþjóðlegt
ráðslefnukerfi þar sem
menn skiptast á skoðunum
um margvísleg málefni,
koma á framfœri fréttnœmu
efni og dreifa hugbúnaði.
Helstu ráðstefnuflokkamir á Usenet
era EUNET ráðstefnur sem er ein-
ungis dreift innan Evrópu og ein-
skorðast umræðumar við málefni er
snerta fólk og atburði í Evrópu.
Nokkur fjöldi undirráðstefna era í
þessum flokki, um ýmis mál, allt frá
dreifingu hugbúnaðar til umræðna
um evrópsk stjómmál.
COMP ráðstefnur era meginhluti
Usenet. Þær fjalla um efni sem teng-
ist tölvum og tölvunotkun og er
dreift um allan heim. Á sumum
þessara ráðstefna er dreift miklu
magni hugbúnaðar fyrir hinar ýmsu
tegundir véla.
SCI ráðstefnur fjalla um ýmsar
greinar raunvísinda og læknisfræða.
Undirráðstefnur fjalla um stjömu-
fræði, eðlisfræði, efnafræði, ýmsar
greinar stærðfræða, geimvísindi og
margt fleira.
Á SOC ráðstefnum era rædd
menningar- og félagsmál ýmissa
landa, landsvæða og þjóðarbrota.
Dæmi um undirflokka era ráðstefn-
ur um málefni Afríku og Kína.
Þessar ráðstefnur koma ekki til
íslands.
REC ráðstefnur era ýmsar
afþreyingarráðstefnur. Skiptast í
flokka um alls konar spil og leiki,
um bókmenntir og tónlist. Flestar
þessara ráðstefna koma ekki til
Evrópu og þar með ekki til íslands.
Til íslands koma um 350
ráðstefnur og innan
hverrar stofnunar eða
fyrirtækis eru einnig
venjulega settar upp
ráðstefnur með
takmarkaðri dreifingu.
USENET verða ekki gerð tæmandi
skil í stuttu máli, en handbækur um
notkun kerfísins og nánari upplýs-
ingar má fá hjá Reiknistofnun. ■
19