Vísir - 21.06.1962, Síða 15
Fimmtudagur 21. júní 1962.
CECIL SAINT-LAURENT
(CAROLINE CHERIE)
THE UAST SUItVIVOK.
te OP A STK.IC<EN
t- SETTLEWENT FlEF
' IN TAKZAK’S A.EWS,
f /IAUM5LINS A50UT A
« '5WSEPIH6 TSZZOZ-
7ISTUK5EF, TAKZAN FECII7EI7 TO
QUESTION THE CHIEP OF A NEAKSV
VILLAGE,HIS NATIVE FKIENP’ KU7AMI.
miuud
- OiM»
VISIR
að segja datt mér þetta í hug
í fyrsta skipti, sem ég var hand-
tekin, en ég hafði ekki trú á,
að það mundi koma að gagni.
Haldið þér í raun og veru að
þetta muni duga?
— Eitt er alveg víst, að af-
tökunni verður frestað, en þér
skuluð gera yður Ijóst, að þér
eruð ekki fyrsta konan, sem
reynir að bjarga sér á þennan
hátt. Dómararnir munu því ala
grunsemdir um, að þér séuð að
reyna að blekkja þá. Þér verðið
að ganga undir læknisskoðun,
og svo eftir mánuð-------
— Það er ágætt, á einum
mánuði gæti.. .
— Já, hver veit, þér gætuð
kannske komið því svo fyrir,
að þessu væri slegið á frest
nokkra mánuði. Og ef þér nú í
raun og veru yrðuð vanfær, þá
verðið þér ekki teknar af lífi.
Þér fáið að vera í friði. Þér fáið
að ala bam yðar. Þér fáið jafn-
vel að hafa það á brjósti. Og
hér er því um alllangan tíma að
ræða.
— En hvernig get ég sannfært
þá um að ég sé vanfær, þegar
ég er það ekki?
— Ja, hver getur sannað —
fyrst um sinn, — að þér séuð |
það ekki?
Þér eruð það ekki nú, en þver i
getur hindrað yður í að verða
það. Þér getið vitanlega ekki
verið viss um, að það heppnist,
en tækifærið hafið þér?
— Við hvað eigið þér?
— Ég skil mæta vel, að yð-
ur mun finnast uppástunga mín
móðgandi, en á hitt er að líta,
við kunnum að eiga skammt eft-
ir ólifað, og ég áreiðanlega, en
þetta gæti orðið til þess að
bjarga lífi yðar. Við megum ekki
sleppa, tækifærinu. Tíminn leyf-
ir mér ekki að fara riddaralega
að því að vinna hylli yðar, —
eins og ég mundi gert hafa við
aðrar aðstæður.
Orð hans hneyksluðu Karólínu j
minna en þau mundu hafa í
hneykslað flestar konur aðrar,!
og henni fannst sannast að!
segja hressileg tilhreyting í að
hitta fyrir karlmann, sem kom
til dyranna eins og hann var
klæddur og notaði ekki orð-
skrúð eða beitti brögðum til
þess að leyna löngun sinni.
— Og ef ég nú yrði ekki ó-
frísk, sagði hún eftir langa þögn.
— Við gætum þó altént reynt,
sagði hann hlæjandi og kyssti
hana og fór að sópa hálminn
ofan af henni. Löngun hennar
var vakin og hún sagði glettin:
— Þér haldið þó ekki, að þetta
dugi...
— Þú munt brátt sannfærast
um...
— Ég hef leyft yður að njóta
blíðu minnar, en ekki að þúa
mig, hvíslaði hún á móti, og
fór nt. að hugsa um afleiðingar
þess, að hinir fangarnir kynnu
að vakna, en í sama mund og
löngunin ætlaði að verða öllum
beyg yfirsterkari, heyrðist geng-
ið þunglega upp stigann. Það
var varðmaður, sem upp kom,
og brá á loft ljóskeri, er Boi-
mussy var að færa sig frá henni,
en vörðurinn var ekki í vafa
um hvað þarna hafði staðið til.
Karólína varð eldrauð af
skömmustu og reiði, er vörður-
inn ávarpaði hana og sagði:
— Þér getið sofið í hinurn
enda loftsins, kvenborgari. Her-
menn okkar munu vernda yður.
Hann þreif í úlnlið hennar og
kippti henni upp, en Boimussy
sagði rólega:
— Ef þið skerðið hár á höfðl
þessarar konu kveiki ég í kof-
mum!
— Hafið engar áhyggjui
jagði hermaðurinn, við erun
ekki vanir að nauðga konum
en geti hún ekki haldið sér r
skefjum sjálf, held ég að her
menn lýðveldisins hafi unnið til
bess, að fá að gamna sér met
henni og öðrum slíkum.
Hann benti henni á hálmbing
1 hinum enda loftsins og sagði
henni að hvílast þar það sera
°.ftir væri nætur.
Engir fanganna höfðu orð é
bví morguninn eftir, sem gerzl
hafði um nóttina, og var kom
ið til Parísar um það bil og
dimmt var orðið. EkkeH sér-
stakt hafði komið fyrir urp nótt-
ina. Það var ekið með fangana
inn í fangelsisgarðinn og þar
urðu þeir að bíða alllengi. Svo
voru nöfn þeirra kölluð upp og
ayr fangelsisins lukust að bakv
peirra.
Þegar Karólína vaknaði sá
crawir
62?
hún, að hún hvíldi ekki í venju-
legum fangaklefa, heldur í stór-
um sal, sem var afþiljaður .
opna bása, og voru þil úr tré
Hún var í þeim hluta salarins,
sem virtist vera kvennadeild, og
kom nú auga á mann, sem stóð
við undirsæng á gólfi, og var
hann að tala við konu nokkra.
Var hún að gæða sér á ríkulegri
máltíð og virtist konan glæsileg.
Nokkrar konur sváfu enn, þótt
bjart væri orðið, en aðrar voru
staðnar upp og voru að tala
saman. í horni stóðu tvær ung-
ar stúlkur á nærfötunum einum
og snyrtu sig, og skeyttu ekkert
um það, þótt karlmaður væri
þarna nærstaddur. — Karólína
sofnaði afaur.
i Það var Bomuisey, sem vakti
og hvatti hana til þess að rísa
á fætur. Þegar hún stóð upp datt
pyngja hennar á gólfið, en hún
hafði falið hana innan klæða
daginn áður, til þess að girða
fyrir, að henni yrði stolið af
henni.
Bomuissy lýsti aðdáun sinni
á fangelsinu, þetta væri í raun-
inni fyrirmyndarfangelsi, miðað
, við ýmis önnur, því að hér væri
I allt svo frjálslegt, föngunum
: væri leyft að fara um innan
j fangelsisins að vild, þeir gætu
i fengið lystilega rétti og vín,
WMf/uÉflk HE WALK.EF TOWAK" THE
% “!i a /f, 5TOCKAI7E ANI7 BOLP’LV
* ffM, wannouncec7 his pkesence--
^ : \ BUT suc’VENLVv a hostile
^ 'y&W'/ ’/éf/ akkow czbasbt his
J'yO" Diitr. by United Featurt Syndieate, Inc.^ SWOULC7EK.Í
Þorpsbúinn dó í höndum Tarz-
ans, muldrandi um ögnir og eyði-
leggingu.
Miður sín af þessari sjón, ákvað
Tarzan að spyrjast fýrir um þetta
hjá vini sínum, Kudami sem var
foringi í þorpi skammt frá.
Ugglaus gekk Tarzan í áttina að
þorpinu og tilkynnti komu sína en
skyndilega klauf ör
stakkst í öxl hans.
loftið og
;.vv
Barnasagan
Kalli
og
elduriihi..
.Eftir að Tommi hafði slökkt eld-
inn og hindrað hann aftur með
slapzkyanska eldinum, hljóp Kalli
í vélarúmið, þar sem hann gaf
meistaranum skipun um að
-slökkva eldana og kveikja þá aft-
ur með slapzkyanska eldinum. „En
við erum á fullri ferð“, hrópaði
meistarinn. „Það skiptir engu
máli,“ sagði Kalli. Nú voru allir
tilbúnir og komnir um borð og
fengu sína fyrstu máltíð hjá
Tomma og hún 'oragðaðist dásam-
lega.
„Þrjóturinn hefur vandað sig í
þetta skiptið," sagði Kalli, „enda
er maturinn líka eldaður í slapzky-
önskum eldi.“
„Hvernig þá?“ sogði furstinn
hissa.
„Ha, ha,“ sagði Kalli, „oa við
siglum fyrir slapzkyönskum eldi
Iíka,“ sagði hann hróðugur. „Það
er öruggasta leiðin tií að koma
eldinum heilu og höldnu til Baga-
tel.“ „Ó, ó,“ stundi stýrimaður-
inn. „Þetta á' eftir að færa ógæfu
yfir okkur.“
hefðu þeir, sem dæmdir höfðu
verið til lífláts skilnaðarhóf nótt
ina fyrir aftökuna og væri þá
mikið drukkið.
Bomuissy leiddi hana um göng
og sali og kynnti hana fyrir
ýmsum vinum, körlum og kon-
um, því að hann komst að raun
um, að hann var vinmargur inn-
an þessara veggja, þar sem svo
margir vina hans biðu nú sömu
örlög og biðu hans.
Allt í einu heyrði hún kallað:
„Karólína.“
Karólína þekkti röddina — og
kom brátt auga á frú de Coigny.
— Hvernig ... fyrir tíu mán-
uðurrl skuluð þér skjólshúsi yfir
mig og nú ------
— Okkur eru víst sömu örlög
ætluð. Hvf langt er síðan þér
voruð handteknar?
— Aðeins tveir dagar.
— Þá er það aðeins upphafið,
litla vinkona. Á morgun eru þrír
mánuðir síðan ég var handtekin.
Þær féllust í faðma og Karó-
lína sagði:
— Ég er hamingjusöm yfir að
eignast vinkonu hér. Þér megið
ekki halda, að ég hafi gleymt
vinsemd þeirri, sem þér auð-
sýnduð mér ...
... né heldur því, er þér láguð
undir undirsænginni minni?
— Hafið þér frétt nokkuð frá
herra de Salanches? spurði
Karólína.
— Hann getur sjálfur sagt yð-
ur allar fréttirnar af sér — eftir
nokkrar mínútur. Hann er í leyfi
og sem stendur í París. Hann
kemur hingað í dag. Hann hef-
ur komið einu sinni áður. Það
var fyrir þremur dögum. Um-
fram allt, kallið hann ekki Sal-
anches. Hann var rekinn úr hern
um af því að hann er aðals-
ættar, en gekk í hann aftur und-
ir fölsku nafni. Hann er orðinn
undirforingi og verður brátt
lautinant.
Karólína ætlaði ekki að trúa
sínum eigin eyrum. Það átti þá
fyrir henni að liggja að sjá Gast-
on aftur — og eftir nokkrar mín
útur. Og hún fór að hugsa um
hve skelfilega illa hún hlyti að
líta út, — hann mundi ekki
verða neitt hrifinn af henni. 1
þessum svifum bað frú de Co-
igny hana að' afsaka sig, hún
þyrfti að bregða sér frá, en
Karólína sneri sér að stúlkunum
tveim, sem höfð,u verið að
snyrta sig, þegar hún kom inn.
— Langar yður til þess að
þvo yður? spurði önnur. Þér er-
uð víst ný — eða voruð það
ekki þér, sem kom í nótt?
— Hérna er vaskafat, sagði:
hin, þér megið gjarnan nota það, '
en vatnið er kalt------
. — Ó, það gerir ekkert til, —
ég er ykkur mjög þakklát.
— Og þér megið líka nota
handklæðið, það cr yður meir en
velkomið!