Tölvumál - 01.03.1990, Side 8
Tölvumál Mars 1990
Nefndir
SÍ hefur átt fulltrúa í nokkrum
nefndum og á vegum þess hafa
starfað á árinu staðlanefnd,
samstarfshópur um þýðingar á
hugbúnaði, ritnefnd og orðanefnd .
Orðanefnd skipa:
Sigrún Helgadóttir.formaður
Örn Kaldalóns
Baldur Jónsson
Þorsteinn Sæmundsson
Formaður staðlanefndar er Auðun
Sæmundsson, Lúðvík Friðriksson
veitti formennsku samstarfshópi um
þýðingar á hugbúnaði og ritstjórar
Tölvumála eru þeir Helgi Þórsson
og Ágúst Úlfar Sigurðsson.
Nokkrar breytingar hafa orðið á
ritnefnd á árinu og hafa alls ellefu
manns setið í ritnefnd. Ritnefnd
skipa nú:
Helgi Þórsson, ritstjóri
Agúst Ulfar Sigurðsson, ritstjóri
Daði Jónsson
Hólmfríður Pálsdóttir
SnorriAgnarsson.
Lengst af árinu var Þórunn
Pálsdóttir ritstjóri. Ritstýrði hún
blaðinu af mikilli röggsemi og
ákveðni og á hún mikinn heiður
skilinn fyrir sinn þátt í þeim
breytingum sem orðið hafa á
blaðinu. Undir lok ársins íluttist hún
út á land og varð því að láta af
ritstjóm.
Ritnefnd og fyrrverandi ritnefndar-
mönnum, þeim Sigrúnu
Gunnarsdóttur, Guðríði
Jóhannesdóttur og Guðbjörgu
Sigurðardóttur þakka ég öllum fyrir
óeigingjamt starf í ritnefnd. Auk
þeirra hafa formaður og fyrrverandi
framkvæmdastjóri SÍ komið aðeins
við sögu.
Fulltrúi okkar í UT-staðlaráði er
Helgi Jónsson, en Guðjón
Reynisson og Bjami P. Jónasson eru
tilnefndir í tölvunefnd af hálfu SÍ.
IFIP tengiliður okkar er Anna
Kristjánsdóttir, Lilja Ólafsdóttir,
Hjörtur Hjartar og Kjartan Ólafsson
hafa verið fulltrúar okkar í stjórn
NDU. Lilja lét í júni af formennsku
í NDU svo og hætti Hjörtur Hjartar
setu í stjóm NDU í september.
Kjartan Ólafsson er nú aðalfulltrúi
okkar í stjórninni.
Félagskjömir endurskoðendur hafa
verið Jakob Sigurðsson og Sigurjón
Pétursson.
Stjóm hefur tekið ákvörðun um
skipun siðanefndar og hefur Oddur
Benediktsson fallist á að veita
nefndinni forsæti.
Félagamál
Félögum hefur fjölgað á árinu.
Þannig vom félagar um miðjan
janúar 1990 alls 764 en vom 618
1. febrúar 1989. í síðastnefndu
töluna vantar nema úr HI og
gjaldfría félaga. Ef þeim er sleppt í
viðmiðuninni er fjöldi félaga nú
666. Fjögun er því nær 8% á
starfsárinu.
Þá hefur fyrirtækjum fjölgað úr 175
í 179. Erþessi þróun mjög
ánægjuleg.
Félagsfundirog
heimsóknir
Á árinu voru haldnir fjórir
félagsfundir og eitt fyrirtæki
heimsótt:
Ólögleg afritun hugbúnaðar
síðdegisfundur 2. mars, 20
þátttakendur
Open Systems Foundation
síðdegisfundur 6. apríl, 39
þátttakendur
Tölvuveirur og varnir gegn þeim
hádegisverðarfundur 11. október,
104 þátttakendur
Virðisaukaskattur og tölvumál
hádegisverðarfundur 15. nóvember,
157 þátttakendur
Mjólkursamsalan
tækniheimsókn 29.júní, 22 þátttak-
endur.
Heildarþátttaka á félagsfundum er
því 342 félagar eða 68 að meðaltali.
Stjóm varð fljótlega ljóst að gera
varð breytingu á því fyrirkomulagi
sem ríkt hafði um langt skeið að
hafa fundi síðdegis. Aðsókn að
þeim fundum var orðin mjög dræm.
Því var ákveðið að halda fundina í
hádeginu og bjóða léttan hádegis-
verð. Þetta fyrirkomulag hefur
reynst mjög vinsælt og hefur þátt-
taka mestorðið 157.
Bryddað var upp á þeirri nýjung að
heimsækja fyrirtæki og mæltist hún
vel fyrir. Áframhald verður á
heimsóknum á nýju starfsári.
Fyrirlesumm á fundum skal hér
þakkað sérstaklega fyrir þeirra
framlag.
Ráðstefnur
Fjórar ráðstefnur hafa verið á
vegum SÍ á starfsárinu:
Hagnýt tölvusamskipti haldin 17.
maí og sóttu hana 154 þátttakendur.
Haldnir voru 6 fyrirlestrar.
Hugbúnaðargerð, bætt
vinnubrögð, breytt viðhorf haldin
25. október og sóttu ráðstefnuna
123 þátttakendur. Haldnir vom 7
fyrirlestrar.
Einmenningstölvur - Afl til átaka
ET dagur SÍ var haldinn 8.
desember með 152 þátttakendum.
Fyrirlesarar voru 7.
Framtíð í ljósi fortíðar, ársfundur
SÍ var haldinn 26. janúar í tengslum
við aðalfund félagsins og sóttu hann
110 þátttakendur. Fyrirlesarar voru
8.
Samanlagt hafa því 539 sótt
ráðstefnur á vegum félagsins eða
134 að jafnaði.
Ráðstefnur SÍ eru vinsælar og er
það fyrst og fremst að þakka góðum
undirbúningi þeirra sem að þeim
hafa staðið og frábærum
fyrirlesurum.
Alls hafa 38 haldið fyrirlestra og
erindi á ráðstefnum og fundum SÍ á
starfsárinu. Hafi þau öll þökk fyrir
sitt framlag.
Námskeið
SÍ hefur um sinn hætt
námskeiðshaldi fyrir félagsmenn
sína. Bæði er að framboð hefur
aukist mikið og svo hitt að nokkur
áhætta var því samfara að halda
námskeið. Ekki er þó útilokað að
félagið muni standa fyrir
námstefnum og námskeiðum á
næstu árum.
8