Tölvumál - 01.03.1990, Qupperneq 11

Tölvumál - 01.03.1990, Qupperneq 11
Tölvumál Mars 1990 Hugleiðingar um þekkt stef Ágúst ÚlfarSigurðsson Vafalaust má finna mörg þjónustuatriði sem hafa fallið niður um leið og sjálfvirkni og tæknivæðing hertóku símaþjónstuna. Hvað með gamalmenni og blint fólk, sem gat auðveldlega notað handvirku símaþjónustuna til að ná sambandivið aðra? Ég hygg að þeirra hagur hafi ekki batnað. Á ráðstefnu SÍ, “Framtíðin í ljósi fortíðar” kynnd Ámi Zophoníasson okkur ýmislegt um notkun símakerfisins og tölvuvæðingu símaskrárinnar. Fyrirspumir komu fram og spunnust út frá þeim skoðanaskiptí milli Áma og eins af ráðstefnugestunum. M.a. ræddu þeir um tölvuvæddu símaskrána í formi tölvuútstöðvar, sem Frakkar hafa þróað. Ekki þótti öllum sem slík tölvustöð hefði alla nauðsynlegustu kostina til að bera, enda hefur franska kerfið ekki ennþá náð að dreifast yfir heimsbyggðina. Annar kostur þótti þeim álitlegur, gæða símaskrána þeim eiginleika að skilja mælt mál svo að símnotandinn gæti sagt henni hvert eða í hvern hann ætlaði að hringja. Símaskráin (sem væntanlega verður tölva) myndi þá leita í gagnabanka sínum og skila síðan svarinu í eyra þess sem spurði. Ekki taldi fyrirspyrjandinn þó að þar væri fundin hin fullkomna lausn. Vildi hann fá svarið (símanúmerið) skrifað á blað fyrir sig svo að síður væri hætta á að hann slægi það rangt inn auk þess sem blaðið mætti varðveita ef aftur þyrfti að hringja síðar. Enn hafði Ámi lausn á reiðum höndum. Fólst hún í því að símaskrártölvan annaðist einnig þennan síðasta þátt fyrir notandann, veldi númerið sjálf fyrir hann og kæmi þannig í veg fyrir rangan innslátt. Nú fannst undirrituðum sem menn væru að finna aftur upp löngu aflagða tækni. Þótthannhafi naumast kynnst handvirkum símstöðvum öðruvísi en úr bókum og af kvikmyndum þá taldi hann sig hafa séð þetta allt saman þar. í gömlu svarthvítu kvikmyndunum önnuðust símameyjarnar ýmsa þjónustu sem hvergi kom fram í gjaldskrám símafélaganna, en gæti nú á tímum fallið undir ISDN og VAN hugtökin og hvað þau nú heita öll. Til dæmis þurfti þorpslæknirinn í gamla daga hvorki farsíma néfriðþjóf. Efbráðatilfelli komu upp þá vissu símameyjamar oftast hvar hann var að finna og gátu miðlað lífsnauðsynlegum upplýsingum. Til allrar hamingju var ráðstefnunni ekki slitíð fyrr en við höfðum fengið fyrirheit um bjartari tíð með blóm í haga. I lok hennar lýsti formaðurinn fyrir okkur henni Snotru, draumatölvunni, sem væntanlega mun geta allt (eða því sem næst). Hún verður svo næm og skilningsrík að bamabömin okkar munu geta sagt henni frá því ef þau vilja hringja í afa sinn eða ömmu. Ef Snotra verður í vafa um hvorn afann bamið á við þá nefnir hún væntanlega nöfn þeirra beggja og spyr barnið á viðeigandi hátt svo bamið læri kurteislegt orðalag um leið. Loks þegar öllum vafa um afana hefur verið eytt sendir Snotra viðeigandi rafboð til símakerfisins. En Snotra er ekki fáanleg ennþá og á meðan látum við okkur dreyma um öll þau verk sem hún gæti leyst af hendi. Þó verðum við að halda vöku okkar og mynda okkur skoðanir á því hvaða verkefnum og upplýsingum við ætlum að treysta henni fyrir og hverjum ekki. Mér segir svo hugur að hún verði ekki einbirni. Hver veit nema hún eignist hóp systkyna, þ.á.m. stóran bróður, sem verður sólginn í upplýsingar um allt og alla. Er kannski vissara að byrgja (gagna)brunninn áður en við dettum ofan í hann ? Fyrst ég er nú kominn út á flughálan ís ætla ég í lokin að láta einn léttan fjúka um málin í A-þýskalandi og Rúmeníu. Margir þeirra sem unnu í þessum löndum við að njósna um granna sína hafa nú misst vinnuna. Þeir útsjónasömustu úr þeirra hópi hafa tekið tíl við akstur leigubíla og nýta sér þekkingu frá fyrra starfi. Viðskiptavinimir, sem taka far með þeim þurfa ekki að þekkja heimilis- fangið, sem þeir ætla til. Ef þeir nefna nafn þess sem þeir ætla að hitta þá veitbflstjórinn heimilis- fangið! 11

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.