Tölvumál - 01.03.1990, Qupperneq 14
Bókasafn Kópavogs
Tölvukerfi
Ragnheiður Kjærnested
Frá ritstjóra:
Hér birtast valdir hlutar úr
inngangs- og lokaköflum ritgerðar,
semRagnheiður Kjœrnested hefur
samið um tölvukerfi bókasafns
Kópavogs.
Bókasafn Kópavogs hófútlán með
Ijóspenna tengdum tölvu 1. október
1987.
Tölvumál Mars 1990
Bókasafn Kópavogs
varð langfyrst íslenskra bókasafna
að taka tölvutæknina í sína
þjónustu.
Hvatamaður að hönnun
tölvukerfisins er Hrafn Harðarson
bæjarbókavörður í Kópavogi. Til
liðs við sig fékk hann Magnús
Bjamason, þáverandi bæjarbókara.
Hann hannaði skráningarforrit á
IBM S/34 og seinna á S/36 fyrir
bókaskrá, plötuskrá og svokallaða
Fróðlind sem er efnisorðalykill
tímarita, bóka og fleiri gagna og
auðveldar hvers kyns heimilda- og
upplýsingaleit.
Næst keypti safnið WSF
orðleitarkerfið frá IBM, en það er
afar einfalt og hraðvirkt og auðvelt
að komast að skránni á marga vegu.
Þetta kerfi hefur litla umfjöllun og
kynningu fengið hér á landi enn sem
komið er, en gæti hentað mjög víða
og kostar sáralítið.
Síðan kom Magnús á sambandi
milli bókasafnsins og tölvu
Kópavogsbæjar. Magnús hefur sett
upp ílesta þætti tölvukerfisins, núna
síðast Query-svarkerfi (Svari) og
Emulation, eða samskiptaforrit fyrir
PC og PS-tölvur.
Hugmyndin að tölvuvæðingu
bókasafnsins er frá 1980-81, en ekki
var hægt að hrinda henni í
framkvæmd þegar í stað vegna
fjárskorts.
Nokkurrar tregðu gætti í sambandi
við fjárveitingu til kaupa á útstöð
(skjá og lyklaborði), en Hrafn
Harðarson benti á að gömlu
skjalaskápamir væru að springa
undan spjaldskránum og fljótlega
þyrfti að bæta við skápum. Auk
þess þyrfti að kaupa ritvél fyrir
bókasafnsfræðing sem var að hefja
störf við safnið. Mismunurinn var
útstöðinni í hag og hún var keypt.
Þá var komið að því að hanna
útlánaforrit fyrir safnið sem byggt
yrði á skrám safnsins yfir
safnkostinn. Það var fyrirtækið
Hugver, Ari Richardsson og
Björgvin Gylfason sem hönnuðu
útlánakerfið í samvinnu við
bókasafnsfræðinga á Bókasafni
Kópavogs, og hefur kerfið hlotið
heitið Bókver.
Fljótlega varð spjaldskráin óþörf og
tölvuskráningin mun fljótlegri en
handvirka spjaldaskráningin með
ritvél. Hægt er með orðleitarkerfinu
að leita að höfundi, titli og
marktölum á mjög hraðvirkan og
öraggan hátt, en áður var aðeins um
að ræða seinlega leit í spjaldskrá.
Þarna var því kominn mjög góður
aðgangur að skránni. Það tók ár að
skrá allan safnkostinn inn á tölvuna.
Hver bók er síðan skráð jafnóðum
og hún berst safninu og það þýðir að
kominn er aðgangur að henni strax
þó spjaldskrárspjöldin frá
Þjónustumiðstöð hafi ekki borist.
Þar af leiðandi var ljóst að engin
nauðsyn var að kaupa spjöld og
halda við spjaldskrá. Það var
ákveðið að treysta eingöngu á
tölvuna þótt sumir hafi álitið það
dirfsku.
Bókasafn Kópavogs hóf útlán með
ljóspenna tengdum lölvu 1. október
1987. Ljóspenninn vinnur þannig
að bækur og önnur gögn safnsins
eru númeruð með svokölluðu
rimlaletri (bar code) og skírteini
lánþega einnig (fæðingamúmer/
kennitala, sem þýðir ýmsa
möguleika á tölfræðilegri úrvinnslu
eftir aldri, kyni o.fl.).
Ljóspennanum er síðan rennt yfir
rimlaletrið á skírteininu og því
gagni sem lána á út og þar með veit
tölvan hver fær að láni hvaða
bækur, plötur eða myndbönd.
Tölvukerfið í Bókasafni Kópavogs
hefur þegar sannað ágæti sitt,
sérstaklega hvað varðar innheimtu
vanskilabóka, útreikning á
vanskilasektum og almennt eftirlit
með útlánum og skilum safngagna.
Kerfið hefur í för með sér mikla
hagræðingu og sparnað og gerir
starfsfólkinu kleift að veita . tri
upplýsingaþjónustu og aðstoo við
lánþega. Auðveldlega er hægt að
fylgjast með nýtingu einstakra bóka
og betur gengur að innhcimta
14