Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 9
Tölvumái Apríl 1990 Hönnunar- hugbúnaðurínn SVARIÐ fyrir IBM AS/400 Erindi Eiðs Arnarsonar frá ráðstefnu SÍ, 8. mars 1990 Almenna Kerfísfræðistofan hf. hefur fyrst allra hugbúnaðar- fyrirtækja á íslandi markaðssett hönnunarhugbúnað fyrir AS/400 tölvu IBM. Hér er um að ræða hugbúnaðarkerfi, sem ætlað er fyrir fyrirtæki sem eru með kerfisfræðinga í vinnu. Með notkun kerfisins er hægt að stytta verulega, allt að 70 til 80 hundraðshlutum, tímann sem það tekur að skrifa nýjan hugbúnað. Þetta hefur í för með sér verulegan spamað í smíði nýrra hugbúnaðarkerfa. Meðnotkun SVARSINS er einnig hægt að koma á stöðlun á útliti skjámynda og allri vinnu við gerð nýs hugbúnaðar. Forrit sem eru búin til í SVARINU eru sérstaklega þægileg fyrir notendur þeirra. Má þar nefna að boðið er upp á sérstakt gluggakerfi, þar sem notandinn getur kallað fram litla glugga á skjáinn sem sýna hvað má slá inn í það svæði sem notandinn er að vinna við í hvert eitt sinn. Notandinn sér ekki eingöngu hvað má slá inn, heldur getur hann einnig merkt við þær upplýsingar, sem hann vill fá í sitt innsláttarsvæði og eru þær upplýsingar þá fluttar úr glugganum yfir í innsláttarsvæðið. Af öðrum möguleikum má nefna að notandinn getur alltaf kallað fram hjálpartexta fyrir hvert einasta svæði á skjánum og birtist þessi texti neðst á þeirri skjámynd sem verið er að vinna við í hvert eitt sinn. Einnig getur notandinn farið beint í handbók þeirra kerfa, sem skrifuð eru í SVARINU. Ástæðan fyrir því að S VARIÐ býður upp á að farið sé beint í handbækur er sú að allar handbækur eru geymdar í tölvunni sjálfri. Þetta gerir alla vinnu við kerfin, sem eru gerð í SVARINU þægilega þar sem notandinn hefur greiðan og skjótvirkan aðgang að öllum lýsingum kerfisins. SVARIÐ sjálft annast og heldur utan um eftirfarandi fyrir kerfisfræðinginn: * Allar svæðalýsingar * Allar skráarlýsingar * Býr til allar DDS lýsingar * Býr til öll skjámyndaforrit * Stjómar notkun skipanahnappa * Stjómar notkun aðgerðarstafa * Tengir aðgerðir (skjámyndir) saman í forrit * Býr til alla hjálpartexta svæða eftir svæðalýsingum * Býr til öll gluggaforrit * Hefur innbyggðar skipanir sem auðvelda forritun. * Býr til fmmgerðir (prototype) fyrir viðskiptavininn * Styttir forritunartímann um allt að 80 % * Auðveldar allt viðhald á hugbúnaði * Hefur sitt eigið öryggiskerfi. Einnig má geta þess að forrit, sem skrifuð em í SVARINU bjóða upp á sérstaka gluggaframsetningu, sem ekki hefur sést hingað til nema í hugbúnaði, sem skrifaður hefur verið á einmenningstölvur. Hér er átt við að hægt er að stjóma vinnugangi í forritum með því að kalla fram á skjáinn litla glugga, sem sýna hvaða kostir bjóðast í því forriti sem notandinn er að vinna í. Sé bendillinn t.d. færður á texta, sem segir “stofna nýjan viðskiptavin" og ýtt á skipanahnappinn, þá kemur fram á skjáinn sú skjámynd sem notuð er til að skrá inn nýja viðskiptamenn, “Pull Down Window” á ensku. Almenna Kerfisfræðistofan hf. hóf kynningar á SVARINU í desember síðastliðnum í húsakynnum IBM á íslandi og hafa nú þegar selst þrjú kerfi. Forsaga málsins er sú að árið 1985 skrifaði Almenna Kerfisfræðistofan sinn fyrsta hönnunarhugbúnað á IBM System/36 tölvuna og allar götur síðan hefur Almenna 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.