Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 13
Tölvumál Apríl 1990
Helstu gallar þekkingarkerfa eru
meðal annars þeir að þau skortir
ýmsa mennska þætti svo sem
frumleika, hæfileika til að læra sjálf
og brjóstvit.
Kostir og gallar
þekkingarkerfis
Helstu kostir við að nota
þekkingarkerfi eru meðal annars að
þau verða ekki veik, fara ekki á
eftirlaun, deyja ekki og auðvelt er
að búa til nýjan sérfræðing.
Helstu gallar þekkingarkerfa eru
meðal annars þeir að þau skortir
ýmsa mennska þætti svo sem
frumleika, hæfileika til að læra sjálf
og brjóstvit. Þetta eru hæfileikar
sem fleyta manninum langt áfram
við lausn vandamála, og hann hefur
yfírburði yfir þekkingarkerfí við
lausn vandamála á sviðum þar sem
þarf að beita víðtækri þekkingu
ásamt þeim hæfileikum sem taldir
voru upp hér áður.
Lokaorð
Fyrir um það bil 20 árum voru
þekkingarkerfi varla til og fyrir 10
árum þurfti búnað upp á 20-30
milljónir til þess að búa til
þekkingarkerfi. Fyrir 5-7 árum
kostaði sams konar búnaður um það
bil 1-2 milljónir. Nú á tímum er
hægt að fá hugbúnað til hönnunar
þekkingarkerfa fyrir um 30 þúsund
krónur.
í þjóðfélagi nútímans eru þekking,
reynsla og upplýsingar alltaf að
verða dýrmætari og dýrmætari. Og
ef þróunin heldur áfrarn eins og hún
hefur gert undanfarin ár er ljóst að
þekkingarkerfí eiga eftir að gegna
mikilvægu hlutverki í upplýsinga-
þjóðfélagi framtíðarinnar.
Mynd 2
13