Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 16
Tölvumál Apríl 1990 Símabyltingin Erindi Áma Zophoníassonará ráðstefnu SÍ, 26. janúar 1990 ATH: í erindinu var hringt í nokkrar símaþjónustur sem í boði eru. Ennfremur voru spilaðar upptökur af símaþjónustum eins og þœr munu heyrast íframlíðinni. Verulegar breytingar eru að verða á símtækninni og símanotkuninni sem fela í sér að síminn verður stöðugt mikilvægari sem tæki til upplýsingamiðlunar. Síminn er orðinn útstöð við tölvu. Allir kunna á síma - frá fimm ára aldri og fram á grafarbakkann notum við símann. Það kann að virðast að ég sé rúmum 80 árum á eftir tímanum að ræða um símann á fundi um framtíðina. En raunin er sú að verulegar breytingar eru að verða á símtækninni og símanotkuninni sem fela í sér að síminn verður stöðugt mikilvægari sem tæki til upplýsingamiðlunar. Þessi breyting er það sem ég hef kosið að kalla símabyltinguna. Ég mun fjalla um símann sem upplýsingamiðil. Fyrst fara nokkrum orðum um söguna og þá upplýsingasíma sem hafa boðist símnotendum. Síðan ber ég saman símann og annan frægan upplýsingamiðil - tölvuna og reyni með því að varpa ljósi á hvers vegna síminn er svo árangursríkur og öflugur upplýsingamiðill. Að lokum fáið þið að heyra tvö dæmi um hvemig nýta má símann sem upplýsinga- og reyndar afþreyingarmiðil í framtíðinni. Þegar ég hef lokið erindi mínu vonast ég til að þið sjáið símann í nýju ljósi, sjáið möguleika símans til að miðla okkur upplýsingum. Ég ætlast til að þeir sem hér eru í forsvari fyrir fyrirtæki og stofnanir hugsi um hvemig þeirra fyrirtæki geti nýtt símann til að koma upplýsingum til viðskiptamanna sinna. Hlustum nú á nokkur dæmi um upplýsingasíma. [ hringt í símsvara ] Þetta era dæmi um gamla kunningja sem hafa verið lengi við líði. Sannleikurinn er sá að í þessar þjónustur hringja þúsundir manns daglega. í sumum tilvikum er um gríðarlega öfluga gagnabanka að ræða. T.d. hringja í 03 daglega 10 - 15.000 manns. Á árinu 1989 framkvæmdu stúlkumar á 03 tæplega 5 milljón uppflettingar. 03 er að líkindum lang mest notaði gagnabanki á landinu - og helstu ástæðuna tel ég vera að síminn er notaður sem dreifdeið - miðill. En lítum nú nær okkur í tíma og kynnumst nýjum og nýlegum símaþjónustum. [ hringt í tölvubanka ] Hér heyrðum við dæmi þar sem tæknivæðingin hefur í meira mæli áhrif. Það sem gerist í þessum tilvikum er að fullkomnir tölvusím- svarar skynja tónvalsboðin sem við sendum með því að ýta á takkana á símanum okkar og bregðast við eftir fyrirfram forrituðum leiðum. Þetta þýðir í raun að síminn er orðinn útstöð við tölvu, eða kannski frekar að síminn hefur nú öðlast sömu eða svipaða stöðu og lyklaborðið við tölvuna okkar. Tölvan skilur og skynjar þegar við ýtum á takkana. Munurinn er að á símanum höfum við 12 takka og ennþá engar myndrænar upplýsingar. En það em aðrir kostir sem síminn hefur í ríkum mæli og gera það að verkum að síminn stendur mun betur að vígi sem upplýsingamiðill þar sem honum verður við komið. Allir eiga síma, allir kunna á síma, við hringjum oft á dag, við höfum síma í vinnunni, heima, sumir hafa síma í bílnum, bílskúmum og svefnherberginu. Allir kunna á síma - frá fimm ára aldri og fram á grafarbakkann notum við símann. Það sem gerst hefur er að gamall draumur tölvumanna um að allir ættu tölvu og notuðu hana við hversdagsverkin er orðin að vemleika - reyndar tölvu með 12 takka lyklaborði sem flytur tal, en engu að síður tæki sem hefur flesta möguleika tölvunnar til að miðla upplýsingum. Þessi veruleiki, að hvert heimili hafi yfir að ráða tölvuígildi sem allir kunna á og nota reglulega, býður upp á ótal möguleika. Fyrirtæki og stofnanir geta miðlað fjölbreyttum upplýsingum og boðið upp á ýmis konar nýjar og spennandi þjónustur. Möguleikamir em fjölmargir. Flugfélög og skipafélög geta gefið upplýsingar um áætlanir og vöruúrval, ferðaskrifstofur sagt frá ferðamöguleikum, fasteignasölur kynnt fasteignir o.fl o.fl Ég trúi því að þessar breytingar séu svo umfangsmiklar að kalla megi þær símabyltingu. 16

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.