Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 7
Tölvumál Apríl 1990
Samskipti
verkkaupa
og verksala
Erindi Björgvins Schram
frá ráðstefnu SÍ, 8. mars
1990
Undirbúningur vinnslu verkefnis var
fólginn íþví að raða saman
stýrspjöldum, forritum í vélarmáli
og síðan sjáljum inntaksgögnunum.
Úttaksgögn voru öll íformi
útskrifaðra lista og var lögð mikil
áhersla á að teikna upp printsnið.
Kostur góðrar kerfissetningar er
ekki að hanna kerfið eins og
notandin biður um það í dag, heldur
eins og hann biður um það á
morgun.
Augu manna beinast mjög að öllum
nýjum hugmyndum og aðferðum
við skipulagningu verkefna og var
síðasti fundur félagsins haldinn til
þess að upplýsa félagsmenn um eitt
og annað, sem til nýjunga getur
talist. Mig langar hins vegar að rifja
upp ýmislegt sögulegs eðlis um það,
hvemig staðið var að hönnun
tölvuverkefna fyrir u.þ.b. 20 ámm
síðan.
Tæknin hefur að sjálfsögðu breyst
mikið og haft mikil áhrif á
vinnubrögð við kerfísgerð. Engu að
síður er hægt að læra af reynslunni,
því að mörgu leyti stöndum við
frammi fyrir sömu vandamálum og
áður við að skilgreina hvað
tölvukerfið á að gera og að viðhafa
góða stjómun á þróun þeirra.
Lífið var að mörgu leyti einfaldara í
þá daga. Tölvukerfí vora einfaldari,
eingöngu var um runuvinnslu-
verkefni að ræða, skjáir vom ekki
til, nema ef vera skyldi sem
“console” skjáir á stærstu tölvum.
Samskipti við tölvumar var í formi
gatspjalda, þessara góðu gömlu, 80
dálkar, 12 línur. Þetta var fyrir daga
disklinga.
Forritun var lang dýrasti
verkliðurinn við kerfisgerð, sem
skilst vel, þegar við rifjum upp
hverjar aðstæðumar vom.
Forrit vom skrifuð á þar til gerð
eyðublöð, sem skráningardeild sá
um að gata á gatspjöld. Spjöldunum
var komið til tölvuvinnslu með
beiðni um þýðingu, en þýðingar
vom framkvæmdar tvisvar á dag.
Samkvæmt forritunarlista vom
spjöldin leiðrétt af forritaranum og
send aftur til þýðingar. Það tók því
yfirleitt marga daga að þróa eitt
forrit eins og gefur að skilja. Þegar
þýðarinn fann ekki fleiri villur í
forriti, þá gataði tölvan út forritið í
vélarmáli og þá var hægt að hefjast
handa með prófun forritsins.
Undirbúningur vinnslu verkefnis var
fólginn í því að raða saman
stýrspjöldum, forritum í vélarmáli
og síðan sjálfum inntaksgögnunum.
Spjaldahaugurinn var lesinn inn og
unnið úr spjöldunum. Nýjar
stofnskrár vom gataðar út af
tölvunni eftir uppfærslu. Þegar lesa
þurfti inn gögn í mismunandi
röðum, þá var gagnaspjöldunum
raðað í þar til gerðum
röðunarvélum.
Öll kennsla á tölvur var afar
takmörkuð. Ekki var um neina
kennslu að ræða í skólum landsins.
Það vom fyrst og fremst
tölvuseljendur, sem stóðu fyrir
kennslu með námskeiðahaldi bæði
hérlendis og erlendis. Námskeiðin
vom fyrst og fremst á tæknisviðinu,
þ.e.a.s. tölvustjómun og forritun.
Kennsla í hugbúnaðargerð var af
afar skomum skammti enda voru
vinnubrögð við kerfishönnun
margbreytileg og hafði hver
kerfisfræðingur sína hentisemi í
þeim efnum.
IBM rak hér áður fyrr
tölvuþjónustu, þ.e.a.s. tók að sér að
hanna og vinna tölvuverkefni. Eins
og fyrr segir giltu mjög takmarkaðar
reglur um það, hvemig standa
skyldi að hönnun verkefna, en þegar
kom að uppsemingu, þ.e.a.s. gerð
kerfislýsinga, forritun, prófun og
gangsetning, vom til mjög ákveðnar
reglur, sem var fylgt stranglega og
aldrei bmgðið út af. Hlutverk og
ábyrgðasvið þeirra, sem komu
nálægt uppsetningu var mjög vel
skilgreint, þ.e.a.s. notenda,
kerfisfræðinga, forritara og tölvara.
Enginn mátti fara inn á verksvið
annars, t.d. mátti kerfisfræðingur
aldrei skrifa nein forrit.
Mjög skýr skil vom á milli
verkþátta og hófst næsta aldrei fyrr
en fyrra stigi var lokið. Forritun
hófst Ld. aldrei fyrr en kerfislýsingu
var lokið og hún samþykkt af
kaupendum.