Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 11
Tölvumál Apríl 1990
Notkun
þekkingar-
kerfis við
bilana-
greiningu
ErindiTorfa Helga
Leifssonar á ráðstefnu SÍ,
8. mars1990
Vélgœsluráðgjafinn er nú komið á
prófunarstig, en eins og gengur
með slík kerfi, þá eru þau stöðugt í
þróun með tiltœkilegri þekkingu
hvers tíma.
Gervigreindfelst íþví að láta forrit
gera hluti, sem annars krefjast
mennskrar greindar.
Inngangur
Árið 1987 var ákveðið hjá
verkfræðistofunni Rafhönnun að
ráðast í gerð þekkingarkerfis fyrir
kælikerfi (vélgæsluráðgjafinn) sem
hluta af áætlun fyrirtækisins í að
nýta krafta þess í nýsköpun og
þróun. Til verkefnisins hlaust
styrkur frá Rannsóknaráði ríkisins.
Ásamt höfundi hefur Sveinn
Frímannsson unnið að verkefninu
sem verkefnisstjóri og sérfræðingur
í kælikerfum frystihúsa.
Vélgæsluráðgjafinn er nú komið á
prófunarstig, en eins og gengur
með slík kerfi, þá eru þau stöðugt í
þróun með tiltækilegri þekkingu
hvers tíma, nýjungum í tækni og
síðast en ekki síst samræmingu að
eiginleikum einstakra kælikerfa.
Markmið
Markmiðið með gerð
vélgæsluráðgjafans var að búa til
forrit sem bæði auðveldar og
samhæfir bilanagreiningu kælikerfa
með því að geyma þekkingu og
reynslu reyndra vélgæslumanna á
einum stað á aðgengilegu formi.
Bilanaleit í eldri kælikerfum getur
oft tekið langan tíma, og er þá mikil
hætta á að þær vörur sem eru í
kælingu skemmist.
Markmiðið var því einnig að reyna
að stytta stopptíma
kælikerfanna, þegar þau biluðu.
Bilanagreining kælikerfa er tilvalið
verkefni til þess að tölvuvæða með
þekkingarkerfum og hefur fjöldinn
allur af greiningarkerfum verið
smíðaður með góðum árangri. Þetta
er meðal annars vegna þess, að oft
eru aðferðimar sem nota á við
bilanagreininguna fyrirliggjandi í
handbókum. í stað handbókanna,
sem ekki er alltaf auðvelt að lesa úr,
kemur þekkingarkerfi, sem leiðir
menn kerfisbundið gegnum
bilanagreininguna og inniheldur
upplýsingar sem oft er erfítt að
koma fyrir í handbókunum.
11
Gervigreind
Eins og áður var sagt, var leiðin,
sem farin var til lausnar á þessu
verkefni sú, að búa til
þekkingarkerfi, en þekkingarkerfi
tilheyra því sviði tölvunarfræðinnar
sem kallað hefur verið gervigreind.
En hvað er gervigreind ? Á henni
eru til ýmsar skilgreiningar, en þessi
er útbreiddust:
Gervigreind felst íþví að látaforrit
gera hluti, sem annars krefjast
mennskrar greindar.
Gervigreindarforrit sýna því á
einhvern hátt hegðun, sem við
vanalega tengjum mennskri greind,
svo sem málskilning, lærdóm,
skynjun, ályktanir og lausn
vandamála.
Þekkingarkerfi eru ein tegund
gervigreindar og má skilgreina þau
þannig:
Forrit, sem innihalda mennska
sérfrœðiþekkingu á einhverju
þröngu og afmörkuðu sviði.
Þekkingin er geymd á þannigformi
að einhver sem ekki er sérfrœðingur
getur notað hana á auðveldan hátt.
Mennskur sérfræðingur notar
sérfræðiþekkingu sína og
ályktanagáfu við að leysa vandamál.
Á sama hátt byggjast þekkingarkerfi
á sérfræðiþekkingu og ályktunum
dregnum af henni til að herma efúr
atferli sérfræðings þegar hann notar
vitneskju sína til að leysa vandamál
(sjá mynd 1).
Staðreyndir, reglur,
ályktunarvél
Grunneining þekkingar í
þekkingarkerfum er staðreynd, en
staðreyndir eru umsagnir um hluti í
kringum okkur.
Dæmi um staðreyndir í
vélgæsluráðgjafanum er til dæmis:
olía freyðir ípressuhúsi