Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 18
Tölvumál Apríl 1990
Skeið hefur prívatskala
Tvær undantekningar eru á reglunni
um einkunnir ættbókarfærðra
stóðhesta og fallkandidata. Önnur
er einkunn fyrir réttstöðu fóta, sem
er eins og aðalreglan að öðru leyti
en því, að allar tölur eru hálfum
lægri, eins og hjá fallkandidötunum.
Þær snúast í kringum 7,5 sem
þungamiðju, en ekki í kringum 8
sem þungamiðju.
Hin undantekningin er einkunn fyrir
skeið, sem dreifist frá 10 og niður í
5, ef hesturinn kann ekki að skeiða.
Til samanburðar má nefna, að
hestur, sem ekki getur brokkað fyrir
dómnefnd, fær 7,5 fyrir brokk.
Og nú er verið að ræða um að gefa
feiknarlegum tölthestum 7,5 fyrir
skeið, ef þeir geta ekkert skeiðað.
Fagleg meðferð meðfixi
Fljótt kom í ljós, að reiknings-
dæmið, - misjöfn margföldun
einstakra hinna fjórtán liða - og
samlagning margföldunartalnanna -
og loks deilingin niður í
aðaleinkunn, gaf ekki í aðaleinkunn
niðurstöðuna, sem dómnefndir töldu
hrossið eiga skilið. Hross, sem áttu
skilið að ná átta í aðaleinkunn,
fengu til dæmis ekki nema 7,94 og
náðu ekki 1. verðlaunum. Hross,
sem hins vegar átti að mati
dómefndarmanna ekki skilið að fá
1. verðlaun, slefaði í reiknings-
dæminu upp í til dæmis 8,06 og
fékk 1. verðlaun.
Þetta varð til, að dómnefndir fóru að
fixa einkunnimar aftur á bak. Þær
hækka eða lækka einstakar undir-
einkunnir um minnsta mögulega
mun, það er að segja um hálfan, unz
aðaleinkunnin er komin í horf, sem
dómnefndin getur sætt sig við.
Þetta er orðað svo, að tölumar fái
faglega meðferð.
Fjórir fengu 7,89
Þetta gengur svo langt, að árið 1984
fengu fjórir stóðhestar nákvæmlega
7,89 í einkunn á Kaldármelum fyrir
sex sýnd afkvæmi hver. Þá vantaði
alla einn hundraðasta upp í að fá 1.
verðlaun.
Þetta var greinilega niðurstaða
feiknarlegra deilna í dómnefnd eins
og raunar hefur verið játað síðan,
þótt fyrst væri því haldið fram með
veikum mætti, að tilviljun hafi
ráðið. Einhver reiknaði, að
samkvæmt stærðfræðilögmálum
tilviljana var möguleikinn 1 á móti
574, að fjórir hestar fengju allir 7,89
fyrir samtals 24 afkvæmi á einu og
sama mótinu.
Fluttendanna milli í
skalanum
Þegar einkunnir em fixaðar með
þesum hætti, finnst dómumm þeir
aðeins vera að hnika til tölum
lítilsháttar. En í rauninni er
tilfærslan miklu meiri. Hestur, sem
lækkaður er úr 8,0 í 7,5 fyrir tölt, er
færður um hálfan skalann, því að
einkunnagjöfin er í reynd ekki nema
á bilinu 7,5 upp í 8,5. Sé hestur
hækkaður eða lækkaður um heilan í
einhverju atriði, er verið að færa
hann endanna milli á skalanum.
Það, sem dómnefndarmenn halda
litla þúfu, veltir í raun þungu hlassi.
Þeir gera sér ekki grein fyrir
víðtækum afleiðingum gerða sinna.
Blöppað frá fallþunga til
tölts og skeiðs, vilja og
geðs
Tekin var bandarísk reikningsaðferð
á kynbótagildi búfjár og þýdd upp á
íslenzka hrossakynið. Þetta var
svonefnd Blöpp-aðferð, sem talin
var hafa gefizt vel við að ræka fram
aukinn fallþunga nauta og svína í
Bandaríkjunum. Hún var svo
notuð til að reyna að rækta fram
aukið tölt og skeið, vilja og
geðprýði íslenzkra hrossa, sem er
auðvitað allt annar hlutur og
öðmvísi hlutur en fallþungi þeirra.
Breyting úr hefðbundinni
einkunnagjöf í spá um kynbótagildi
magnar vandamál, sem em tengd
mismunandi skoðun dómnefnda á
lítt þreifanlegum hlutum, svo og
alkunnum aðferðum sýningarmanna
við að ýkja gang hesta með sérstakri
tálgun hófa og notkun hófhlífa, og
við að breyta taugaveiklun í gerfi-
18