Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 19
Tölvumál Apríl 1990 vilja og leti í gerfi-geðprýði. Hún magnar einnig vandamál, sem tengist því að verðmætir hrossalitir koma hvergi við sögu í spánni. Dómnefndir leiðréttar Með Blöpp-aðferðinni var einnig reynt að bæta fyrir syndir dómnefnda með því að vigta einkunnir eftir árum skapléttra og skapþungra dómnefnda, en að vísu ekki gengið svo langt að vigta þær eftir einstökum sýningum eða mótum með misgóðu skapi dómnefndarmanna. Ekki var heldur reynt að vigta einkunnir eftir því, hvar í sýningarröð hesturinn er, meðan dómnefnd er að hita sig upp í einkunnagjöf. Með Blöpp-aðferðinni var líka reynt að byrja á að láta einkunn forfeðra og ef til vill frænda gefa hestinum einkunn nýfæddum, nota svo einkunn hestsins sjálfs sem minnst og enda á að láta einkunn hans sjálfs víkja sem fyrst fyrir einkunnum afkomendanna, svo að það sé reynslan af þeim, sem gefi hestinum einkunn frekar en einkunn hans sjálfs. Ennfremur var reynt að taka tillit til, að sumir stóðhestar fá betri merar til fylgilags en aðrir. Loks var reynt að taka tillit til, að ung hross og ómótuð fá lægri einkunnir en þau fá, sem eru eldri, þegar þau eru sýnd. Normaldreifing úraðeins þremurtölum Tölvuslys hrossaræktar var viðameira en bara það að nota mælikvaða á fallþunga eða kjötmagn til að meta fagurfræðilega atriði á borð við tölt og skeið, vilja og geðprýði. Samkvæmt Blöpp- aðferðinni var búin til vísitala í stað einkunnar, búin til normalkúrva í kringum töluna 100, með meðalfrávik upp á 10 stig, í stað gamla einkunnaskalans. Gert er ráð fyrir, að 2,5% hrossa séu með 120 stig eða meira og önnur 2,5% upp á 80 eða minna. Niðurstaðan hefur verið gefin upp í nákvæmni upp á einn hundraðasta hluta, og það fyrir einkunnir, sem upphaflega voru gefnar í 7,5, 8,0 eða 8,5 og voru fullar af margvíslegu ósamræmi og ónákvæmni, svo sem ég hef hér bent á. Normalkúrvan er byggð á þessum þremur tölum. Árlega eru nú birtar tölur, þar sem stóðhestum er raðað upp í algilda gæðaröð, þar sem nokkrir hundruðustu hlutar skilja á milli feigs og ófeigs, -hestsins, sem ekið er milli hryssugirðinga um allt land, unz hann flýr yfir girðingar, ef hann sér meri, og hins, sem er geltur, af því að fáir vilja nota hann. Tölvunni verður kennt um Og tölvunni sem slíkri verður kennt um. Hún hefur þó ekki gert annað en að fylgja reglunni um, að sé rugl og formúlur sett inn öðru megin, kemur margfalt meira og flóknara rugl út úr henni hinu megin. Þeir sem standa að Blöppinu í íslenzkri hrossarækt, eru ekki tölvu- fræðingar og ekki stærðfræðingar. Það eru búfræðimenn, sem meðhöndla tölvur og stærðfræði eins og andskotinn les biblíuna. Einn þeirra hefur jafnvel orðið doktor í búvísindum við búfræðiskóla austur í Svíþjóð upp á þessi býti og hefur sent hingað örlagadóm tölvunnar einu sinni á ári, gamla hrossaræktarráðunautnum til nokkurrar hrellingar, þótt hann þori ekki annað en að samþykkja niðurstöðuna. Hinar ónákvæmu forsendur grófra grunneinkunna gefa ekki tilefni til hinnar nákvæmu tölvuspár. Enda hafa athuganir á því, hvemig spáin lítur út fyrir frægðarhesta liðinna áratuga, leitt í ljós, að sumir hinna beztu fengju lélega spá ef þeir væru tagltækir nú á tímum. Enda brosa nokkrir beztu og reyndustu merakóngamir að spánni og halda sínu striki. En sumir yngri og meðfærilegri hrossaræktarmenn fara eftir henni. Þeir bíða á hverju vori í ofvæni eftir hinu árlega og torráðna guðsorði úr tölvunni, “Deus Ex Machina” og munu fara halloka í sinni ræktun. Tölvumenn fylgist með blöffi í Blöppi Nú kunnið þið að efast um, að þetta spjall mitt eigi erindi til skýrslutækniffæðinga. Það eigi fremur erindi á Búnaðarþing eða einhvem slíkan vettvang opinberra trúarbragða. En vandamál hrossakarla em um leið óbeint vandamál ykkar. Ég held, að tímabært sé fyrir tölvumenn og stærðfræðinga að fara að fylgjast með, hvemig fræðigreinar þeirra em misnotaðar á öðmm sviðum - af fræðimönnum, sem kunna sér ekki hóf, þegar þeir komast í tæri við nýtt tól, sem getur reiknað stærðfræðilega út ótrúlega flókna hluti; -spyr ekki um, hvort forsendur talnanna séu einhvers nýtar eða ekki; -og hefur auk þess þann kost að efla klerkastétt búfræðimanna og ráðunauta, er vilja stjóma merakóngum, sem láta illa að stjóm. Ef Blöppið í íslenzkri hrossarækt fengi einhverja fræðilega umfjöllun út fyrir raðir búfræðinga af ýmsum gráðum, væri fyrr unnt að koma í veg fyrir að sveitamaðurinn sé enn einu sinni hafður að fífli, nýsloppinn frá loðdýmnum. Ef til vill er einhver héma inni stærðfræðilega sinnaður, sem nennir að skoða þetta á fræðilegan hátt og segja bændum frá blöffinu í Blöppinu. Hugsanlega viljið þið sem tölvumenn fá einhverja í ykkar hópi til að rannsaka, hvemig tölvur og reikniformúlur em notaðar og misnotaðar úti í bæ. Léttgeggjað rugl Blöppið mun í sumar ná hátindi hinna léttgeggjuðu áhrifa sinna, þegar sá stóðhestur landsins, sem hæsta hefur tölvuspána fyrir kynbótagildi, fær hinn sögufræga Sleipnisbikar til umráða í eitt tímabil. Það er í fyrsta sinnið sem tölvuspáin er notuð til þess. En þetta var litla sagan um léttgeggjaða mglið í tölvumálum hrossaræktenda. 19

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.