Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 6
Tölvumál Apríl 1990 UNIX- Valkostur við tölvuvæðingu Ágúst Úlfar Sigurðsson, ritstjóri Skýrslutæknifélag íslands hélt almennan félagsfund í hádeginu þann 28. mars 1990 á Hótel Loftleiðum, Höfða. Ræðumenn voru tveir, Maríus Ólafsson reiknifræðingur og Dr. Douglas A. Brotchie. Maríus ræddi þróun UNIX kerfisins úr System-V og BSD útgáfunum ásamt Unix Intemational og OSF yfír í samræmda staðlasafnið X/OPEN. Einnig ræddi Maríus um notendahópinn, sem sífellt fer vaxandi og er ekki lengur takmarkaður við háskóla og tæknimarkað því viðskiptageirinn er farinn að sýna mikinn áhuga. Margir hugbúnaðarkaupendur, sem kjósa að vera óháðir vélbúnaði era famir að krefjast þess að hugbúnaðartilboð séu miðuð við UNIX. Helstu atriðin sem mæla með UNIX taldi Maríus vera þessi: Óháð vali á vélbúnaði (vélbúnaðarseljendum). Flytjanleiki hugbúnaðarkerfa er mikill. Flytjanleiki þekkingar notandans er mikill. Vaxtarmöguleikar eru miklir. Eitt hugbúnaðarumhverfi. Dr. Douglas A. Brotchie tók síðan við og ræddi um stefnu SKÝRF. við kaup á hugbúnaði og viðhorf til UNIX. í máli hans kom fram að SKÝRR hafi tilnefnt IBM og Software AG sem aðalhugbúnaðarbirgja sína og kaupi frekar frá þeim en öðrum bjóðendum. IBM hefur nú sýnt að þeir eru á fullri ferð í UNIX kapphlaupinu og auk þess hefur Software AG tekið upp notkun á UNIX við eigin hugbúnaðarþróun. Má því álykta að ekki sé þess langt að bíða að einhver UNIX kerfi komi í notkun hjá SKÝRR og taldi Douglas hugsanlegt að það yrði innan árs. Aðgangstakmörkun í UNIX hefur oft verið talin ófullnægjandi, en Douglas benti á að sama gildi um núverandi aðalstjómkerfi SKÝRR, sem er MVS frá IBM. Til að fullnægja öryggiskröfum er rekið sérstakt öryggiskerfi auk stjómkerfisins. Vel má huga að hliðstæðum lausnum í UNIX ef ástæða þykir til. Helstu atriðin, sem munu ráða því hvort eða í hverjum mæli SKÝRR taki upp notkun á UNIX em þessi: Öryggi. Smækkun eininga (downsizing). Software AG. Uppitímamarkmið. Vemdun fjárfestinga í hugbúnaðarkerfum, sérkunnáttu og tölvubúnaði. Að erindunum loknum komu nokkrar fyrirspumir og athugasemdir frá fundarmönnum. Heildarfjöldi þátttakenda var 94. Frá ritstjóra í síðasta hefti Tölvumála birtist mynd af stjóm og framkvæmdastjóra Skýrslutæknifélags íslands. Ekki voru nöfn með myndinni, en þau eru þessi: Standandi frá vinstri: Guðbjörg Sigurðardóttir meðstjómandi, Kjartan Ólafsson féhirðir, Haukur Oddsson varamaður, Bjami Júlíusson ritari, Snorri Agnarsson skjalavörður, Halldóra M. Mathíesen varamaður. Sitjandi frá vinstri: Helga Erlingsdóttir framkvæmdastjóri SÍ, Halldór Kristjánsson formaður, Arrna Kristjánsdóttir varaformaður. 6

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.