Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 8
Tölvumál Apríl 1990
Kerfíshönnun lauk með því að
kerfisfræðingur skilaði af sér
kerfislýsingu, sem var vinnuplagg
fyrir forritara. Kerfíslýsing innihélt
lýsingar á vinnslum, forritum,
skrám, færslum og svæðum og
almennt orðaða yfirlitslýsingu, sem
notandinn gat skilið og þá um leið
allir aðrir. Forritalýsingar voru afar
nákvæmar og mátti forritari ekki
víkja frá þeim nema með samþykki
kerfisfræðings, sem breytti þá um
leið öllum lýsingum.
Úttaksgögn voru öll í formi
útskrifaðra lista og var lögð mikil
áhersla á að teikna upp printsnið.
Kaupandinn varð að samþykkja alla
lista með því að skrifa nafn sitt á
printsniðin.
Á grundvelli kerfislýsingarinnar var
kostnaður við gerð kerfisins
reiknaður út og vinnslukostnaður og
gerð var nákvæm tímaáætlun. Á
þeim tímapunkti tók kaupandinn
endanlega ákvörðun hvort hann
vildi kaupa verkið eða ekki. Vinna
við kerfishönnunina var mjög oft
flokkuð sem söluvinna, sem
kaupandi greiddi ekki fyrir. Ef um
stórverkefni var að ræða, þá var
samið fyrirfram um ákveðna
upphæð, sem hönnunin skyldi kosta.
Það var mjög sjaldgæft að
tímaáætlanir stæðust ekki.
Kostnaðurinn var oftast einnig mjög
nærri lagi, en það kom
aldrei kaupandanum við, hann
greiddi eingöngu umsamda upphæð.
Hver forritari prófaði sín forrit og
þegar hann taldi forritið vinna rétt,
þá prófaði kerfisfræðingurinn það
og að lokum var síðan
kaupandanum skylt að prófa kerfið.
Útbúin voru prófgögn með
samvinnu kaupanda og
kerfisfræðings. Þegar kaupandinn
var sáttur við kerfisprófið, varð
hann að skrifa undir stimpil á öllum
útskriftum, samþykki sitt fyrir því
að kerfið ynni eins og um hefði
verið samið. Ef villur fundust í
kerfinu, eftir að kerfispróf hafði
verið samþykkt, þá voru
leiðréttingar algjörlega á kostnað
kaupanda. Prófgögnin voru síðan
geymd og notuð í hvert sinn, sem
kerfinu var breytt.
Beiðnir um breytingar á kerfum
urðu alltaf að vera skriflegar frá
kaupanda alveg sama hversu
lítilfjörlegar þær voru t.d. að færa til
samtalstölu í lok lista. Kaupandinn
fékk síðan uppgefið hvað breytingin
myndi kosta, sem hann varð að
samþykkja áður en lagt var í
breytinguna. Að lokinni breytingu
fékk hann reikning fyrir
upphæðinni, sem samið var um
fyrirfram.
Forritarar höfðu ströng fyrirmæli
um að þeir mættu ekki breyta
neinum forritum, nema fyrir lægi
skrifleg lýsing frá kerfishönnuði,
ásamt áætlun um kostnað, sem
kaupandi hafði samþykkL
Öll vinna við vinnslu kerfisins var í
höndum tölvara. Þeir urðu alltaf að
fá í hendur vinnslubeiðnir frá
notendum og máttu einir sjá um
vinnslur. Hvorki forritarar né
hönnuðir máttu fara inn í vélasal.
Ókosturinn við þessar ströngu
reglur var að sjálfsögðu sá, að mikil
skriffinnska var í kringum
kerfishönnunina og allar breytingar
tóku tíma. En kostimir voru líka
margir, mjög góð samræming milli
kerfishönnuðar og kaupanda,
upplýsingar um hvemig kerfið vann
voru aðgengilegar, kaupandinn
hafði nákvæmar
kostnaðampplýsingar og
tímaáætlanir.
Aðal kosmaðurinn við gerð kerfis lá
í forritun. Því var nauðsynlegt að
vanda allan undirbúning, þannig að
forritin gerðu nákvæmlega það, sem
þau áttu að gera.
Nú þegar kosmaðurinn við forritun
hefur lækkað vemlega, þá er
eðlilegt að skrifa forrit beint í stað
þess að skrifa fyrst nákvæmar
forritalýsingar og bera niðurstöður
forrits undir kaupanda og spyrja
hvort þetta sé það, sem hann þarf á
að halda, ef ekki þá er forritinu hent
og byrjað að nýju. Slík vinnubrögð
hafa þó margvíslegar hættur í för
með sér.
Kostur góðrar kerfissetningar er
ekki að hanna kerfið eins og
notandin biður um það í dag, heldur
eins og hann biður um það á
morgun.
Kerfisfræðingurinn verður að vera
nokkmm skrefum á undan
notandanum og sjá fyrir, hvemig
kerfið muni þróast. Til þess að slíkt
sé hægt, þá verður
kerfisfræðingurinn að hafa góða
yfirsýn yfir þann starfsþátt, sem
tölvukerfið á að þjóna og gera sér
grein fyrir hvemig hann muni
breytast með tilkomu nýja
tölvukerfisins, því það munu
örugglega verða til nýjar óskir.
Kerfið verður að vera sveigjanlegt á
réttum stöðum og gagnagrunnur
þess verður að vera rétt upp
byggður. Það er lítið mál að
endurskrifa eitt og eitt forrit, ef ekki
þarf að gera breytingar á
gagnagrunni. Rangur gagnagrunnur
er oftast dragbítur á þróun og
endurbætur kerfa.
8