Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 15
Tölvumál Apríl 1990 Þráður er undirferli sem nýtir samt sem áður sömu auðlindir og aðalferlið, en keyrir við hlið þess. Hvergi var hægt að finna stafkrók um hvernig ætti að nota IPF utan tvö sýnidœmi frá IBM. því þurftum við að byrja á því að lesa okkur til um það. Tenging DBM við Presentation Manager forrit var svo annað mál, sem þurfti að athuga, en eina bókin sem við fundum um það var fyrir útgáfu 1.0 af stýrikerfinu (við notuðum 1.2) og var þar að auki fremur yfirborðskennd. Helsti stuðningurinn var af lestri IBM handbóka með útgáfu 1.1 sem til voru í skólanum. Slíkt var mjög tímafrekt þar eð lesa þurfti nokkur hundruð blaðsíður til að komast sæmilega inn í efnið. Þræðir (e. threads) eru ein helsta nýjungin í OS/2. Þráður er undirferli sem nýtir samt sem áður sömu auðlindir og aðalferlið, en keyrir við hlið þess. Þræðir eru mjög hentugir til að framkvæma ýmsa bakgrunnsvinnslu eins og til dæmis leit í gagnagrunni. Notandi getur þá sett leit af stað, en þarf ekki að bíða aðgerðarlaus eftir svari, heldur getur hann haldið áfram að vinna í forritinu eða öðrum forritum á meðan, eða hætt við leitina hvenær sem er. Lítið er fjallað um þræði í þeim bókum sem við höfðum aðgang að og var helst um að ræða tímaritsgreinar og hreinlega að prófa sig áfram. Þess má geta að forritshlutinn, sem sér um leit í gagnagrunninum með þráðum, hefur verið skrifaður þrisvar sinnum frá grunni. Meðhöndlun stórra bitamynda er enn einn þáttur sem litlar bókmentir eru til um. í skólanum höfðum við fram að þessu aðeins unnið með litlar bitamyndir sem voru undir 64 Kb að stærð, en þurftum nú að vinna með bitamyndir allt að 1 Mb. Þetta kallaði á miklar rannsóknir á uppbyggingu bitamynda, sem gera þurfti að miklu leyti með því að prófa sig áfram. Kanna þurfti með hvaða hætti best væri að renna myndunum áfram um gluggann og hvemig mætti geyma þær og hlaða þeim inn af diski. Þetta tókst eftir þó nokkrar tilraunir. Information Presentation Facility (IPF) er kerfi sem fylgir útgáfu 1.2 af OS/2 og sér um að koma skýringum á framfæri við notandann. Kerfið er mjög þægilegt og erfiðasti hlutinn við að setja skýringar við forrit er að skrifa sjálfan textann. Sá galli var hins vegar á, að hvergi var hægt að finna stafkrók um hvemig ætti að nota IPF utan tvö sýnidæmi frá IBM. Hér var því rannsókna þörf. Þær vora þó ekki mjög tímafrekar, og var auðvelt að nota kerfið upp frá því. Sögulokin eru enn langt undan Þessi frumgerð var svo tilbúin í janúar s.l. Sigurður og Skarphéðinn em nú starfsmenn Hjama hf. en Þorsteinn vinnur nú að áframhaldandi þróun forritsins. Ætlunin er að ljúka við að gera kerfið dreifingarhæft á þessu ári, auk þess sem eftirfarandi þáttum verði bætt við: Júní: Vöxtur Alaskaaspar og Alaskavíðis. Ágúst: Vöxtur stafafum. Nóvember: Ný svæðiskort (1:250.000). Hættaá sitkalús og grenimaur. Desember: Vöxtur Birkis. í framtíðinni er svo hugsanlegt að bæta ýmsum þáttum við forritið. Þar má nefna að fá landflokka frá Landsat gervihnetti, kort af þekktum skógum, kort í mælikvarðanum 1:25.000, útvíkkun veðurfars- gmnnsins til fleiri landa og uppfletting í útgefnu efni um trjá og skógrækt. Með nákvæmari kortum má svo stórbæta veðurfars- útreikningana. Telja verður nokkuð líklegt að flest af þessu verði að vemleika á næstu tveimur til þremur ámm. Hverju mönnum dettur þá í hug að bæta við er óvíst, en við bíðum spenntir! 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.