Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.04.1990, Blaðsíða 3
Tölvumál Apríl 1990 TÖLVUMÁL FRÉTTABRÉF SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGS ÍSLANDS 3. tbl. 15. árg. Apríl 1990 Frá ritstjóra. Enn hefur útkomu blaðsins seinkað og eru allir hlutaðeigandi beðnir afsökunar. Þetta skiptið eru ástæður fyrir töfinni einkum tæknilegs eðlis. I stað þess að kaupa utanaðkomandi aðstoð við setningu blaðsins ætluðum við að standa á eigin fótum og nota eigin aðstöðu félagsins við útgáfustarfið. Þetta tókst ekki að þessu sinni. Nokkrar breytingar hafa átt sér stað í ritnefndinni. Guðríður Jóhannesdóttir og Helgi Þórsson hafa látið af störfum í henni vegna annríkis. Þökkum við þeim fyrir unnin störf. Eftir sitja Hólmfríður Pálsdóttir og Daði Jónsson, auk mín, og hefur Daði fallist á að deila ritstjórastörfum með undirrituðum. Laufey Ása Bjamadóttir og Bjöm Þór Jónsson munu á næstunni koma til að fylla skörðin eftir Helga og Guðríði. Býð ég þau velkomin til starfa. Efnisyfirlit: 4 Frá formanni. 5 Ráðstefnur 6 UNIX - valkostur við tölvuvæðingu 7 Samskipti verkkaupa og verksala Meginefni þessa heftis eru fyrirlestrar frá tveim síðustu ráðstefnum SÍ og kann ritstjóm höfundum bestu þakkir fyrir. En til að auka á fjölbreytni í efnisvali óskar ritstjóm eftir ábendingum, tillögum og efni frá lesendum. Þeim má koma á framfæri á ótal vegu, til dæmis: 9 SVARIÐ fyrir IBM AS/400 10 Fundur hjá LBMS • Bréf til ritnefndar Tölvumála, Pósthólf 681,121 Reykjavík. • Símleiðis til rimefndarmanna, t.d má oft ná í undirritaðan í síma 695213 á vinnutíma. • Símabréf (fax) í síma 25380, stílað á S.í. rimefnd Tölvumála eða í síma 695251, stflað á undirritaðan. • Tölvupóst um alþjóðlega Intemet kerfið og tölvu Háskóla íslands á netfangið agust@rhi.hi.is. • Tölvupóst um tölvu SKÝRR (boðbera) til SK.AGUST. 11 Notkun þekkingarkerfis við bilanagreiningu 14 Forritun í OS/2 16 Símabyltingin 17 Tölvuböl graðhesta Greinar, sem ætlaðar eru til birtingar þurfa að vera aðgengilegar á tölvutæku formi, t.d. PC-, PS- eða Macintosh disklingi. Næsta blað á að koma út fyrir maílok og verður það síðasta blaðið fyrir sumarfrí. Þeir sem ætla að leggja til efni í það em hér með hvattir til dáða. Stjórn Skýrslutæknifélags íslands Formaður: Varaformaður: Ritari: Féhirðir: Skjalavörður: Meðstjómandi: Varamenn: Halldór Kristjánsson, verkfræðingur Anna Kristjánsdóttir, dósent Bjami Júlíusson, tölvunarfræðingur Kjartan Ólafsson, viðskiptafræðingur Snoiri Agnarsson, tölvunarfræðingur Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur Halldóra M. Mathíesen Haukur Oddsson Ritnefnd 3. tbl. 1990: Ágúst Úlfar Sigurðsson, tæknifræðingur, Ritstjóri og ábyrgðarmaður Daði Jónsson, reiknifræðingur, Ritstjóri Hólmfríður Pálsdóttir, tölvunarfræðingur Efni TÖLVUMÁLA er sett upp í PageMaker á Macintosh-tölvu. Fjölritað hjá Offsetfjölritun hf. 3

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.