Tölvumál - 01.01.1991, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.01.1991, Blaðsíða 4
Janúar 1991 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaður SÍ Aðalfundur 31. janúar Aðalfundur Skýrslutæknifélags íslands verður haldinn 31. janúar næstkomandi eins og félögum er þegar kunnugt. Á þeim fundi verður kosið í nokkur embætti stjörnar, en reglan er sú að stjómarmenn, aðrir en varamenn og endurskoðendur, sitja tvö ár í senn. Annað árið er kosinn varaformaður, skjalavörður og gjaldkeri, en hitt árið formaður ritari og meðstjórnandi. Stjórnarkjör Að þessu sinni skal kjósa formann, ritara og með- stjórnanda. Ég hefi ákveðið að gefa kost á mér áfram sem formaður. Vissulega krefst formennskan mikils tíma en í stjórn situr harðduglegt og hug- myndaríkt fólk sem gott er að vinna með. Ég hefi fullvissað mig um að við njótum starískrafta þeirra flestra áfram og það styrkir mig við þessa ákvörðun. Bjarni og Snorri hætta Bjami Júlíusson, ritari, og Snorri Agnarsson, skjalavörður, gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu vegna mikilla anna á öðrum vettvangi. Er af þeim eftirsjá og um leið og ég þakka þeim, fyrir hönd stjórnar og félagsmanna, fyrir þeirra störf, þá óska ég þeim góðs gengis um ókomin ár. Helga hættir Helga Erlingsdóttir framkvæmda- stjóri SÍ hverfur nú til starfa á öðmm vettvangi. Er að henni mikil eftirsjá, en hún hefur séð um daglegan rekstur félagsins af mikilli samviskusemi og dugnaði. Um leið og ég þakka henni gifturík störf í þágu félagsins þá óska ég henni alls góðs á nýjum vinnustað. Ársfundur og árshátíð t»ví miður varð að breyta tímasetningu ársfúndar og árs- hátíðar frá áður kynntum tíma. Nú er það hins vegar endanlega ákveðið að ársfundur og árshátíð verða föstudaginn 15. febrúar n.k. Mjög er vandað til dagskrár en fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu og árshátíðin á Hótel íslandi um kvöldið. Á ársfundinum munu þrír stjórnendur stórra fyrirtækja í einka- og opinbera geiranum fjalla um þær væntingar sem þeir hafa til tölvu- og upplýsingakerfa. Þrír forstjórar tölvufyrirtækja munu fjalla um hvernig þeir sjá tölvugreinina mæta þessum væntingum. Ég er þess fullviss að ráðstefnan mun vekja athygli og verða vel sótt af félagsmönnum; Hún verður kynnt nánar síðar. Lög og reglur Á aðalfundi félagsins verður kynnt starf sem siðanefnd félagsins hefur unnið á liðnum mánuðum. Gerðhafaveriðdrög að siðareglum fyrir SÍ og fyrirhugað er að gefa út upp- lýsingabæklinga um lög og reglur sem gilda um höfundarrétt, skráningu og meðferð persónu- upplýsinga og um lög sem gilda um samkeppni og viðskiptahætti. Bæklingunum verður dreift til allra félagsmanna. Nefndin hefur unnið mjög gott starf og er meira að vænta frá henni á næstunni. Fyrirhugað er að halda fræðslufund eða námstefnu um þessi mál á vordögum. Helstu tölur 1990 Á aðalfundi flytur formaður að jafhaði skýrslu stjómar um starfið á starfsárinu sem er að líða. Verður sú skýrsla birt í næsta tölublaði Tölvumála. Ég get þó ekki stillt mig um að birta nokkrar tölur félagsmönnum til glöggvunar á starfi félagsins: Haldnir voru 19 stjórnarfúndir á árinu, 4 ráðstefnur, 4 félags- fundir, ein fyrirtækjaheimsókn og árshátfð og tekið þátt í námstefnu um upplýsinga- hagfræði. Samtals sóttu 1.055 félagar og gestir þessa atburði. Meðalþátttaka í ráðstefnum var 139 manns en 76 á fundum. 4 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.