Tölvumál - 01.01.1991, Side 17

Tölvumál - 01.01.1991, Side 17
Janúar1991 mest stríddi var að ef slegin var inn vitlaus skipun á stjörnskjá, fraus kerfíð 5 mfnútum seinna og tapaðist þá allt sem verið var að vinna að á innskriftarborðunum. Allt viðhald og breytingar á forritum Linotype tölvunnar fóru fram skv. forskrift beint frá framleiðanda með innslætti á tölugildum á stjórnskjá. Öll útkeyrsla á texta fór fram á ljósnæman pappír á venjulega spalta sem síðan voru afhentir umbrotsmönnum sem notuðu hníf og vax til að ná fram endanlegu útliti hverrar blaðsíðu. Þessi útkeyrsla fór fram á Linotronic 202 CRT (ljóstúbu) setningar- tölvu. A henni voru tvö 8" diskettudrif þangað sem hún sótti forrit og letur. Nokkra tugi letra mátti hafa virka í einu. A henni var einnig lesari fyrir pappírs- strimla og þar í gegn varð að fara með allar breytingar á forritum og letrum ásamt öllum kerfis- aðgerðum s.s. afritun o.þ.h. Linotronic 202 setningarvélin hefúr verið í notkun allt fram til dagsins f dag en stendur nú að mestu ónotuð. Til merkis um hversu hröð þróunin var á þessum tíma, má geta þess að Oddi pantaði sfna Linotype vél c.a. 2 mánuðum á undan samskonar vél sem pöntuð var landsins. Töluverður munur reyndist þó á þessum tveimur vélumogfólsthannm.a. íþvíað tölva Odda þurfti sérstakt vel loftræst herbergi með yfirloft- þrýstingi en hin tölvan ekki. Fyrsta umbrot á bók í líkingu við það sem við þekkjum í dag, fór fram á Linotype setningar- tölvukerfinu 1984 en þá var Lagasafn íslands brotið um með því að skipta því niður í síður og bæta hausum, fótum og blað- síðutali inn á hverja síðu. Slíkt umbrot var mjög frumstætt og krafðist gffúrlegrar undirbúnings- vinnu og var því fljótlega hætt. I Bretlandi var slíkt umbrot unnið þannig að áður en bókin var keyrð út á ljósnæman pappír,var hún prentuð út á hægvirkan nálaprentara tvisvar til þrisvar sinnum, áður en hún var sett á ljósnæman pappír, til að sjá síðuskil og línuenda. Fyrsta einkatölvan í Odda var keypt á 128.000 kr. á þáverandi verðlagi í ársbyrjun 1984 og var Victor Sirius, 128K með 600K einhliða diskettudrif. Sambæri- lega vél mætti fá f dag fyrir innan við 50.000 kr. Um leið og Victorinn kom, var brotist ólöglega inn á Linotype tölvuna, til þess að hægt væri að senda texta eftir venjulegri raðtengdri (serial) snúru frá Victor og inn á Linotype en engar aðrar Fyrsta einkatölvan í Odda var keypt á 128.000 kr. á þáverandi verölagi í ársbyrjun 1984 leiðir voru til að koma texta þar á milli. Þar með hófst það skeið að viðskiptavinir gátu farið að skila texta á tölvutæku formi (á diskettum). Þrátt fyrir að það væri mikið og stórt skref fram á við að geta farið að skila texta til prentsmiðju á tölvutæku formi í stað handrits áður, fylgdu því mörg vandamál. Um leið og ritverkið var flutt frá Victor yfir á Linotype, varð að þýða á milli táknrófa þar sem Victor notaði ASCII táknrófið en Linotype notaði CORA táknrófið. Þegar menn fóru svo að nota ritvinnslur eins og t.d. WordStar, kom annað vandamál, en það var að semja forrit til að skynja uppbyggingu og innihald ritvinnsluskjala WordStar rit- vinnslunnar, finna samsvörun milli skipana þess og Linotype, og þýða á milli. Þetta vandamál var í raun smávægilegt meðan einungis var um eina tölvutegund að ræða og einungis eina ritvinnslu en í dag er fjöldi tölvutegunda og ritvinnsla orðinn að algerum frumskógi. Næsta einkatölvan kom fyrri hluta árs 1984 og var IBM-PC með 256K innra minni og tveimur 360K diskettudrifúm. Þessi tölva gegndi sama hlutverki og Victor tölvan og vann samhliða henni en þjónaði breyttum og ört vaxandi hópi notenda sem settu sín handrit sjálfir og skiluðu til prentsmiðju á tölvutæku formi. í Odda fylgdust menn mjög vel með þessari breytingu sem var að verða á setningu texta á PC vélum. Sú stefha var því mörkuð hér, að fylgja skyldi þróuninni alla leið, tækja sig vel upp á þessu sviði og reyna að vera fremstir í móttöku tölvutæks texta af PC vélum. Og nú fóru hlutirnir að gerast hratt. Fjöldi þeirra sem völdu að skila texta á tölvutæku formi jókst til muna og það textamagn sem í gegn um prentsmiðjuna fór, margfaldaðist. Áður en árið var liðið, var búið að kaupa 10 IBM PC vélar sem ýmist voru lánaðar til við- skiptavina sem vildu setja sfn handrit sjálfir, eða hafðar heima hjá fólki sem ráðið var sérstaklega til að setja handrit fyrir prent- smiðjuna. Flestar þessar vélar voru með 64K innra minni og einu 360K diskettudrifi sem þótti þó nokkuð á þeim tfma. Innra minnið var þó svo lftíð að einungis var hægt að koma fyrir 5000 stöfum f hverju skjali. Fyrri hluta árs 1985, ári eftir fyrsta IBM PC vélin var keypt, var henni skipt út fyrir IBM-XT vél með 256K innra minni, einu 360K diskettudrifi og 20Mb hörðum diski. Skömmu síðar var hún stækkuð í innra minni í 1 7 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.